Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR11. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mondale sigr- aöiíPennsyl- vaníuígær —og hefur nú tryggt sér rúmlega helming þeirra f ulltrúa sem hann þarf á landsþinginu Walter Mondale hefur nú tryggt sér helming þeirra fulltrúa sem hann þarf og hefur afgerandi forystu. Walter Mondale hlaut sannfær- andi sigur í forkosningunum í Penn- sylvaníu í gær og þykja nú góö ráö dýr fyrir keppinaut hans, Gary Hart, ef hann ætlar að vinna upp þá forystu sem Mondale hefur tekið. Pennsylvanía er fjóröa stærsta ríki Bandaríkjanna og 172 lands- þingsfulltrúar demókrata verða þaö- an og fær Mondale meirihluta þeirra. Fyrir forkosningamar í Pennsyl- vaníu var Mondale kominn meö 895 landsþingsfulltrúa á bak viö sig, Hart 532, Jackson 152 og 323 óákveön- ir. — Er Mondale aö líkindum kom- inn meö vel helming þeirra 1967 full- trúa sem hann þarf til þess að tryggja sér útnefningu á landsþingi demókrata í júní. Þegar talning atkvæöa var langt komin í morgun stefndi í aö Mondale hlyti 45%, Hart 34% og Jackson 20%. NBC og ABC-fréttastofurnar sögöu að fólk í Pennsylvaníu hefði tekiö reynslu og þroska Mondales fram yfir fyrirheit Harts um „nýjar hugmyndir” og „nýja forystu”. „Stórt skref fram á viö,” sagöi Mondale um úrslitin, en hann hefur nú sigrað Hart í 11 ríkjum og tapað aöeins í þrem ríkjum á síöustu þrem vikum. — Sagði hann aö baráttan viö Hart mundi veröa honum til fram- dráttar bæði í forkosningunum og síðar í kosningaslagnum viö Reagan. Hart sagöist hvergi á því aö gefast upp því aö hann mundi vinna for- kosningamar þótt hann heföi tapað í Jesse Jackson hefur meö fylgi hlökkufólks bætt stööu sína til að hafa áhrif á gang mála á landsþing- inu. 140 þúsund mexíkanskar konur deyja áriega ettir ólöglegar fóstureyðingar mexíkanska ríkisstofnunin Crea áætl- ar aö fleiri konur deyi þar í landi eftir aö hafa gengið í gegnum ólöglegar fóstureyðingar heldur en af völdum krabbameins í móöurlífi, við fæðingar eöa af sykursýki, svo nokkur dæmi séu tekin. Samkvæmt mexíkönskum lögum frá 1931 er bannað aö binda enda á þungun konu. Einu undantekningamar eru ef konunni hefur veriö nauðgaö eöa ef lifi hennar sé sannanlega stefnt í hættu meö þunguninni. Skýrsla Crea birtist samtímis því sem mexíkanska ríkisstjómin er að leggja síðustu hönd á nýtt fmmvarp um fóstureyðingar. Fóstureyðingar em nú heimilaðar í tveimur þriöju hlutum heimsins. I skýrslunni kemur fram aö í aðeins 15 tilfellum af hverj- um 100 þúsund leiði löglega fram- kvæmdar fóstureyðingar til dauða móöurinnar. En í Mexikó, þar sem fóstureyöing- ar eru ólöglegar, eru aöeins átta pró- sent af öllum fóstureyöingum fram- kvæmdar við viðunandi aöstæöur. Um það bil 140 þúsund mexíkanskar konur deyja árlega eftir aö hafa gengiö í gegnum fóstureyðingar, framkvæmd- ar á ólöglegan hátt. Talið er aö árlega séu framkvæmdar ein og hálf milljón ólöglegra fóstureyöinga í Mexíkó. Fjöldi mexíkanskra kvenna sem . deyr af þessum völdum er svo mikill að Listgripaþjófnaðir til umræðu í UNESCO Listmuna- og forngripasalar á Vesturlöndum eru sagðir launa list- gripaþjófum vel fyrir góöa gripi úr þróunarlöndunum. Á ráöstefnu á vegum UNESCO kom fram í gær að safnvörðum í þróunarlöndunum stendur lítiö minni stuggur af þessum stuldi á menningararfi þeirra en þegar nýlenduveldin mergsugu nýlendur Ekpo Okpo Eyo, forstööumaður fom- minjasafns Nígeríu, segist naumast hafa tíma til þess aö gegna venjuleg- um safnvaröarskyldum sinum vegna eltingarleiks viö stolna muni um Evrópu og Norður-Ameríku. Bar hann brigður á siögæöi lista- safna á Vesturlöndum, þar sem margir þessir gripir enduöu loks. — „Svo lengi sem þaö eru fúsir kaupendur i Evrópu og Norður- Ameríku mun listgripaþjófnuöunum halda áfram,” sagöi hann. Doudou Diene, starfsmaður hjá UNESCO, sagöi á ráöstefnunni, sem fjallar um menningararfleifð þjóöanna, aö stofnuninni heföi ekki tekist að telja vesturveldin á aö skila aftur stolnum menningarfjárs jóöum. Gary Hart hefur misst byrinn úr seglunum og þarf nú meiri háttar kraftaverk til þess að stöðva Mondale. \ Pennsylvaníu. Jesse Jackson, mannréttinda- frömuöur blökkumanna, laöaöi aö sér 75% atkvæöa blökkumanna, en kjörsókn þeirra var óvenjugóð í þess- um forkosningum. Sams konar frammistaöa í New York og Illinois áöur þykir hafa styrkt mjög stööu hans til þess að hafa áhrif á gang mála á landsþinginu. Urslitin staðfesta rækilega aö Mondale hefur alveg snúiö viö fylgis- bymum sem Hart fékk í seglin snemma í forkosningunum meö sigr- um í New Hampshire og annars staö- ar. Enn eiga eftir aö fara fram for- kosningar í 20 ríkjum af alls 50 en rúmlega helmingur landsþingsfull- trúa hefur þegar veriö valinn. Framlengja geimferðina Áhöfn geimskutlunnar „Askorand- ans” hefur fengið eins dags framleng- ingu á geimferðina til aö reyna aö gera viö gervihnöttinn Solar Max, sem þeim tókst loks að ná um borö í skutluna í gær eftir misheppnaöar tilraunir helg- arinnar. I staö þess aö koma aftur niöur til jarðar á fimmtudag, eins og upphaf- lega hafði veriö ráðgert, á skutlan ekki aö ljúka ferðinni fyrr en á föstudag. I nótt lagðist áhöfnin til svefns. Þeim tókst aö krækja í bilaöa gervi- hnöttinn með fjarstýrigriparmi skutl- unnar og taka hann um borð í flutn- ingalest geimfarsins þar sem tveir af áhöfninni munu freista þess að gera viö bilunina. Þetta er í fyrsta sinn sem gervi- hnöttur úti í geimnum er sóttur þannig og tekinn um borö í skutluna. Búist er við aö það verði eitt af vanaverkefnum skutlunnar í framtíðinni. — Solar Max, sem skotið var á loft 1980 til að fylgjast með sólinni en hefur ekki starfaö í þrjú ár, var meðal fyrstu gervihnatta sem smíöaðir voru með það fyrir augum að njóta viðgerðar úti ígeimnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.