Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Side 12
12 DV. MIÐVHÍUDAGUR11. APRlt 1984: Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. N Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskriftarveröá mánuði 250 kr. Verð i lausasölu 22 kr. Hclgarblað 25 kr. Samkeppnin blívur I síöustu viku efndi Landsbankinn til blaöamannafund- ar og tilkynnti ný og betri innlánskjör til ávöxtunar fyrir sparifjáreigendur. Hvort tveggja vakti mikla athygli, bæði þau kjör sem bankinn bauð og hitt ekki síður að bankastjórnin sá ástæðu til að halda sérstakan blaða- mannafund að hætti annarra þjónustufyrirtækja sem auglýsa vilja vöru sína og laða til sín viðskiptavini. Satt að segja hafa bankastofnanir landsins talið sig hafnar yfir þvílíka auglýsingastarfsemi, ekki haft þörf fyrir hana og umgengist allan ahnenning eins og bein- ingafólk þegar hann hefur þurft að leita á náðir lánastofn- ana. Raunar hafa samskipti banka og viðskiptamanns hans jafnan verið á þann veg að bankinn sé með hálf- gerðum þrautum að gera viðskiptamanninum stórkost- legan greiða í hvert skipti sem peningar eru lagöir inn eöa teknir út. Meö því að halda sérstakan blaðamannafund og bjóða ný og betri kjör í peningaviðskiptum er að eiga sér stað hugarfarsbreyting sem greinilega hefur smitað út frá sér. Hver lánastofnunin á fætur annarri hefur fylgt í kjöl- far Landsbankans og auglýsir þessa dagana hagstæð inn- lánskjör þar-sem hver keppir við annan. Bankarnir eru komnir í samkeppni um kúnnana. Þeir þurfa að auglýsa þjónustu sína, biðla til almennings, sýna honum tillits- semi. Þeir þurfa að yfirbjóða hver annan í kjörum, þjón- ustu, lipurð og afgreiðslu. Þessi þróun er ánægjuleg. Hún á rætur að rekja til þeirrar rýmkunar sem gerð hefur verið á innlánskjörum, aukins frjálsræðis í banka- og peningamálum. Sams konar frjálsræði í útlánskjörum þarf að fylgja hið fyrsta. Bankar og lánastofnanir eiga að fá svigrúm til að bjóða upp á mismunandi vaxtakjör og keppa um markaðinn þannig að fólk geti valið og hafnað hvar og hvers konar lán það tekur. Hóflegt frelsi á lánamarkaðn- um leiðir til góðs jafnt fyrir bankana og viðskiptavini þeirra. Strangar reglur og stíf opinber höft eru öllum venjulegum viðskiptum fjötur um fót og reynast haldlítil og jafnvel rangsnúin vörn fyrir almenning sem hefur goldið en ekki notið verðlags- og vaxtahafta. Þróunin í matvöruversluninni sannar þessa kenningu. Eftir að álagning á matvöru var gefin frjáls hefur gífur- leg samkeppni verið háð á þeim markaði. Verslanir kepp- ast við að auglýsa - lágt vöruverð og nú síðast hefur Slát- urfélag Suðurlands ákveðið að lækka álagningu sína á nokkrum tegundum matvöru úr 38% í 20%. Mörg önnur dæmi má nefna þar sem neytendum er boöið upp á vildar- kjör. Slík tilboð voru óþekkt áöur. Opinber verðlagslöggjöf, tiltekin prósentuálagning og stífar verðlagsreglur áttu að vera trygging neytandans fyrir lágu og sanngjörnu vöru- verði. Reynslan hefur hins vegar dæmt slíka verðlagslög- gjöf úr leik. Hið aukna frjálsræði, harðnandi samkeppni, fleiri verslanir og meira vöruúrval hefur verið mesta og besta kjarabótin fyrir allan almenning. Bæði í bankaviðskiptum og matvöruverslun hefur frels- ið leyst úr læðingi þjónustu sem á eftir að verða til veru- legra hagsbóta fyrir þá sem þjónustunnar njóta. Markaðurinn fær að ráða og fólkiö mun leita til þeirra sem bestu kjörin bjóða. Enn einu sinni hefur frjálsræðið sannað gildi sitt. Enn einu sinni hefur máttur samkeppn- innar leitt í ljós að frelsinu má treysta þegar það fær að njóta sín. ebs PILSFALDA- KAPÍTALISMA EÐA RÁÐHERRA- SOSIAUSMA? Stjórnmálamaöurinn hefur at- vinnu af því að skrafa viö aöra stjómmálamenn. Blaðamaðurinn hefur atvinnu af því að skrifa um stjórnmálamennina. Oröin eru atvinnutæki beggja. En orð geta verið hvort tveggja — til þess að auövelda okkur eöa torvelda skiln- ing. Eg held, að sum vígorðin, sem stjórnmálamenn nota, séu til þess eins aö villa um fyrir okkur. Með þeim er þyrlað upp moldviðri. Við ættum trauðla að taka mark á ný- orðum eins og „sjálfstæði,” „fram- sókn” og „alþýöu”. En tvö orð, sem hafa hrokkiö úr pennum íslenskra blaðamanna, geta sennilega auð- veldað okkur að skilja — auöveldaö okkur aö koma auga á staðreynd- irnar innan um moldviðrið. Pilsfaldakapítalisminn Annað orðíð átti Magnús Kjartans- Kjallarinn aðri áfergju upp að kjötkötlum ríkisins. Báöar þessar hugmyndir eiga hugmyndafræöinga, eins og vera ber — unga menn og metnaðar- gjama. Hugmyndafræðingar ráð- herrasósíalismans skrifa langar og leiðinlegar greinar í Fjármálatíðindi um það, að verölagshöft séu nauðsynleg, en hinir láta sér nægja að sækja samkvæmi. Eitt er þó um þá alla að segja: þeir tala fyrir sér- hagsmunum, en ekki almannahags- HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. • ,,Tvö orð, sem hafa hrokkið úr pennum íslenskra blaðamanna, geta sennilega auðveldað okkur að skilja — auðveldað okkur að koma auga á staðreyndirnar innan um moldviðrið.” son á Þjóðviljanum. Það er „pils- faldakapitalismi” og er notaö um þaö, þegar kapítalistamir hlaupa undir piisfaldinn á rikinu, hrópa á hjálp þess, heimta styrki, boö og bönn. Þetta er gott orð og lýsir því, sem við sjáum næstum því í hverri viku: stjórnmálamenn og atvinnu- rekendur, sem ræða um frjálst fram- tak, eiga að öllu jöfnu við eitthvað, sem er hvorki frjálst né framtak. Þeir reyna að trygg ja öllum búskuss- um iandsins einhvern hagnað — að sjálfsögðu á kostnað almennings. Eg geri ráð fyrir, að Magnús hafi ætlað sér að sýna atvinnufrelsinu lítilsvirö- ingu með þessu orði. En hann hugs- aði málið ekki nægilega vel. Hvers vegna hafa margir atvinnurekendur tilhneigingu til að reyna að fá ríkið til að takmarka samkeppni með boöum og bönnum? Vegna þess að sam- keppnin knýr þá til þess að fuUnægja þörfum neytendanna betur og ódýrar en þeir gerðu ella. Atvinnufrelsið er umfram aUt almenningi í hag (og þeim atvinnurekendum, sem kunna að framleiða betur og ódýrar en aðrir). Þetta hefði Magnús mátt skilja. Ráðherra- sósíalisminn Eg hygg, að hitt orðið hafi verið smíöaö á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins. Það er „ráðherra- sósíaUsmi” og ma'kir það, að sósíal- isminn er dauður, en eftir Ufa hagsmunir sósíalistanna sjálfra. Þeir hafa gefist upp á ferðinni til fyrirheitna landsins og snúið aftur til kjötkatlanna. Með vörunum muldra þeir gömlu vígorðin, en í höndunum hafa þeir veitingarvaldið, úthlutunarvaldiö, skömmtunar- valdið — að minnsta kosti á meðan þeir eru í ríkisstjórn. Alþýðubanda- lagið keppir ekki lengur að því að breyta skipulaginu, heldur að því að reka „þjóðarbúið”. Það er umfram allt orðið að hagsmunasamtökum ýmissa ríkisstarfsmanna — þeirra, sem gætu aldrei fengið sömu launin eða þægindin úti á markaönum og þeir njóta inni í ríkisstofnunum — félagsfræðinga, sálfræöinga og ann- arra slíkra. (Bandarískir hag- Hvað eigum við að velja? En hvaö eigum við venjulegir alþýðumenn aö velja? Höfum við um ekkert annað að kjósa en pilsfalda- kapítalismann og ráðherra- sósíalismann? Eg legg áherslu á það, að ég vel hiklaust pilsfalda- kapítalismann, ef svo er. Vald í höndum margra einkafyrirtækja er betra en vald í höndum eins ríkis. Takmörkuð samkeppni er betri en engin. Og ólíkt eru atvinnurekendur og efnamenn að öllu jöfnu geðslegri en ráðherrasósíalistamir, sem ráða sér ekki fyrir öfund. En ég er þó sannfærður um, að þessir kostir eru allt of svipaðir og að þriðji kosturinn er til — frjálshyggjan. Hún á sér fylgismenn að einhverju marki í öllum flokkum, en sennilega flesta og fræðingar nefna þetta „rent seek- ing” og hafa samið um það f róðlegar kenningar.) Blómatími þessa fólks var á árunum 1978—1982, á meðan það var í oddaaðstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur og á Alþingi, en það á h'klega aftur eftir að ná víðtæku valdi, þótt það eigi ekkert skylt við verkalýðinn og sé hætt að hrífa unga fólkið. Stjórnmálaflokkarnir Aðalvígi pilsfaldakapítalismans er Framsóknarflokkurinn, því að ekkert fyrirtæki hefur eins hlaupið undir pilsfald ríkisins og Samband íslenskra samvinnufélaga, öflugasta auöfélag landsins. En margir tals- menn hans eru einnig í Sjálfstæðis- flokknum. Ráðherrasósíalistarnir fyrirfinnast að sjálfsögöu flestir í Alþýðubandalaginu, en ýmsir menn í Alþýöuflokknum troða sér meö svip- besta í Sjálfstæðisflokknum. Hvað er að vera frjálshyggjumaður? Það er að taka samkeppni fram yfir skipulagningu, hvort sem hún er skipulagning fyrir atvinnurekendur eða ríkisstarfsmenn. Það er að taka verðlagningu fram yfir skattlagningu, þegar um það er að ræða aö greiða fyrir framleiðslu hfsgæðanna. Það er að taka frelsið fram yfir valdið, þannig að menn fái að velja um vörur, þjónustu og hugmyndir, en einhverjir hugmyndafrasðingar taki ekki af þeim ómakið. Það er aö taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni, því aö fram- leiðslan er fyrir neytendur, en neyt- endur ekki fyrir framleiðsluna, og ríkið er fyrir skattborgarana, en skattborgararnir ekki fyrir ríkið. Hannes H. Gissurarson cand. mag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.