Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR11. APRIL1984. 9 Utlönd Utlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Gunnlaugur A. Jónsson Kasparov ekki eins vinsællaf yfirvöldum ogKarpov Garrí Kasparov, sem nú hefur tryggt sér réttinn til aö keppa um heims- meistaratitilinn í skák á móti heims- meistaranum Anatolí Karpov, er aðeins tvítugur aö aldri og yröi yngsti heimsmeistari sögunnar í þessari and- ans íþrótt ef hann færi með sigur af hólmi. Karpov heimsmeistari er enginn öldungur heldur, 33 ára gamall, og hafa svo ungir menn aldrei keppt til úrslita umtitilinn. Eins og alkunna er þá eru þeir Karpov og Kasparov báöir sovéskir en lengra nær. samanburöurinn ekki. Karpov fellúr betur í kramið hjá sovéskum yfirvöldum enda er hann sannfærður kommúnisti og notar frægð sína til aö breiða út hugmynda- fræöi kommúnismans og dásama sov- éska kerfið. Kasparov hefur hins vegar ekki viljað ganga í sovéska Kommúnista- flokkinn og kýs frekar að sitja heima heldur en að fara í fyrirlestraferðir í sovéska skákklúbba eins og Karpov hefur stundað. Kasparov þykir líka ólíkt myndar- legri en Karpov — fær þá einkunn að vera heillandi persónuleiki en flestum ber saman um að Karpov sé lítill fyrir mann aö sjá og geti tæpast talist skemmtilegur. Konstantín Tsjemenko gagnrýnir fulltrúa „ráðanna” Tsjernenko, leiðtogi sovéska Kommúnistaflokksins, gagnrýndi í gær harðlega fulltrúa í ráðum ríkisins og sagði að þeir væru ekki í snertingu við umhugsunar- og áhyggjuefni íbú- anna. Hann sagði að bréf frá almenningi streymdu inn til flokksstjórnarinnar og þingsins en fulltrúamir sjálfir sýndu sjaldnast hliðstæðan áhuga á málefnum sem miklu vörðuðu. Sem dæmi þá nefndi Tsjernenko að sérhver fulltrúi í ráðum ríkisins hefði rétt til að krefjast upplýsinga frá rík- inu um hvaða mál sem væri en aðeins einn af hverjum þrjátíu fulltrúum not- færði sér þennan rétt. Þá sagði flokksformaöurinn að þó að sovésk lög væru ströng þá þyrfti að gæta þess að beita þeim af sanngimi. Vogel endur- kjörinn sem formaður Hans-Jochen Vogel var í gær endur- kjörinn þingformaður vestur-þýska Jafnaðarmannaflokksins. Enginn bauö sig fram á móti honum. 150 af þingmönnum Jafnaðarmanna- flokksins greiddu Vogel atkvæöi sitt, sjö greiddu atkvæði gegn honum og fimm sátuhjá. Vogel, sem er 58 ára gamall, leiddi Jafnaðarmannaflokkinn í kosningum fyrir einu ári og beið flokkurinn þar mesta ósigur sinn í tuttugu ár á móti Helmut Kohl og flokki hans, kristileg- um demókrötum. Fær Tsjemenko forseta- embætti Sovétríkjanna? Æösta ráö Sovétríkjanna (þingiö) kemur saman í dag en flest bendir til þess aö það muni fela Konstantin Tsjernenko forsetaembættið, sem for- verar hans, Juri Andropov og Leonid Bresjnev gegndu. A miðstjómarfundi í gær, sem haldinn var til undirbúnings þinginu, flutti Tsjemenko ræðu þar sem hann hét að fylgja umbótabraut þeirri sem Andropov hafði markað en sú stefna þykir mjög að skapi yngri mannanna Fálítinn stuðningvið verkfóllin Dvínandi stuðningur almennings við verkföllin, sem jafnaðarmenn hafa gengist fyrir í Belgiu, þykir hafa styrkt stöðu stjómarinnar í samningaviðræð- um við verkalýðshreyfinguna varð- andi sparnaðarráöstafanir stjómar- innar. Minni þátttaka var í gær í verk- föllunum en í síðustu viku þegar verka- lýðssamtökin, þar sem jafnaðarmenn ráða feröinni, efndu til samskonar verkfalla. Almennar samgöngur fóm úr skoröum og sums staöar stöövaöist öll f ramleiðsla í verksmiðjum, einkanlega í Liege og Charleroi, en FGTB virðist standa einangraö í verkfallsbarátt- unni. önnur verkalýðssamtök hafa hafnaö hlutdeild í verkfallinu. meö Mikhail Gorbasjeff í fylkingar- brjósti. Hugsanlegt þykir að Gorbasjeff verði valinn til þess að vera fyrir einni af hinum virðingarmeiri utanríkis- málanefndum. Það mundi þykja ábending um að hinn 53 ára gamli landbúnaðarsérfræðingur ætti að bera skikkju hugmyndafræðings flokksins, sem venjulega hefur verið næstvalda- mesti maður flokksins. Forsetaembættið þykir fyrst og fremst virðingartákn í Sovétríkjunum en Bresjnef sameinaði fyrstur forseta- embættið og aðalritarastarf flokksins (1977). — Andropov var valinn aöalrit- ari nokkrum klukkustundum eftir frá- fall Bresjnefs en beið í sjö mánuði eftir forsetatitilinum. Þótti það fara betur í samskiptunum við Vesturlönd.- Þing æðsta ráðsins mun standa tvo eða þrjá daga að þessu sinni og af- greiða meðal annars breytingar á skólalögunum, þar sem meðal annars verður lækkaöur skólaskyldualdur úr sjö ára niður í sex ára. Toyota Tercel árg. '82, 4ra dyra, 5 gira, ekinn 33.000, Ijósbrúnn. Verð 240.000. Einnig Toyota Tercel árg. '81. Verð 225.000. Toyota Cressida árg. '81 GL sjálf- sk., ekinn 56.000, brúnn. Verð 330.000. Opel Rekord Berlina árg. '82,. ekinn 100.000, dökkbrúnn. Verð 390.000, skipti möguleg á ódýrari. Toyota Corolla árg. '83 sjálfsk. station, ekinn 11.000, grár. Verð 290.000. Toyota Carina GL sjálfsk. árg. '81, ekinn 57.000, Ijósblár. Verð 260.000. Toyota Carina station árg. '78, ekinn 50.000, hvítur. Verð 175.000. Toyota Land Crusier árg. '81, disil, ekinn 85.000, hvitur. Verð 680.000. Spil, upphœkkaður, endurryðvarinn, breið dekk og felgur. Skipti möguleg á ódýrari. Subaru 1600 árg. 78, ekinn 100.000, brúnn. Verð 100.000. Toyota Crcjesida árg. '80 DL 5 gira, ekinn’ 42.000, brúnn. Verð 235.000. Honda Civic árg. '83, ekinn 6.000, svartur. Verð 320.000. Toyota Cressida GL sjálfsk. árg. ‘ '80, ekinn 56.000, brúnn. Verð 255.000. Toyota Carina DX sjálfsk. árg. '82. ekinn 47.000, drappl. Verð 285.000. * Toyota Carina dx sjálfskiptur árg. '82, ekinn 24.000, vínrauður. Verð 300.000. Toyota Corolla árg. '81, ekinn 56.000, grár. Verð 225.000. Mazda 323 árg. '80 station, ekinn 37.000, hvitur. Verð 175.000. Ford Fairmont árg. '79 dekor, ekinn 75.000, hvitur. Verð 170.000. % TOYOTA SALURINN Nýbýlavegi 8 Sími: 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.