Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Side 17
DV. MIÐVHOJD AGUR11. APRIL1984. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur __ Sjómenn: HÆTTID AÐ ÆSA YKK UR UT AF SMÁMUNUM —takist á við hinn raunverufega vanda Bréfrítari segir sjómenn æsa sig út af smámunum en þegja um stórmál eins og kjaraskerdinguna. Pétur Steingrímsson sjómaður skrif- ar: I DV þann 4. apríl s 1. var grein sem bar yfirskriftina: Leysum okkar mál á annan veg en með kjaftshöggi. Það vekur furðu mína að sjómenn á suövesturhorni landsins skuli hlaupa upp til handa og fóta og segjast reiðir vegna ummæla sem eiga að hafa verið höfð eftir Arna Johnsen alþingis- manni. . . Sagt er að hann hafi svarað Karli Olsen að sjómannasið, með því að löðrunga hann. Síöan senda þeir mótmælaskeyti og heimta að hann biöjist afsökunar. Þetta finnst sjómönnum í Keflavík og nágrenni stórmál. Þeir þögöu þunnu hljóði þegar kunnur fjölmiðla- maður kallaði þá tréhausa í DV. Þeir þögöu þegar 40% kaupskerðing var ákveðin með kvótaskiptingunni. Engin.'i sjómaður hafði út á þaö að setja þegar formaður sjómannasam- takanna, Oskar Vigfússon, kom í fréttatíma sjónvarpsins til að útskýra kvótann og tók sem dæmi hlutahæstu skipin yfir landið. Hefði ekki verið nær að taka ein- hvern miðlungsbátinn og sýna kaup- skerðinguna hjá áhafnarmeölimum þar. Engin mótmælti þessu. Oft hafa komið flennistórar fyrir- sagnir í blöðunum um kaup á afla- sælum loðnubátum og skuttogurum, 200 þús. kr. hlutur fyrir tveggja mánaða vinnu á þessum loðnubát. 100 þús. kr. hlutur fyrir 17 daga veiðiferð á skuttogaranum Orvari var síðasta stórfrétt sem maður las af kaupi sjó- manna í einu fréttablaðanna. Fáir í landi gera sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur aö baki þeim krónum sem þessir menn fá. Svo liggja þessi skip við landfestar svo vikum og mánuöum skiptir. Ekki hafa sjómenn beðið um að birt veröi kaup manna á miðlungsbátum og þar fyrir neðan. Þess í stað verða sjómenn reiðir yfir smámáli eins og löðrungi Arna Johnsen. Eg segi: Væri ekki nær að sjómenn tækju sig saman og heimtuðu leiðréttingu á sínum kjörum og styddu einnig heilshugar við bakið á Arna Johnsen alþingismanni.í baráttu hans fyrir öryggismálum sjómanna. I mörg ár hefur hann barist fyrir bættu öryggi á sjó, bæði sem blaöa- maður og alþingismaöur. Að lokum vil ég skora á ykkur, sjómenn, að ráða ykkur ekki á skip sem ekki hafa sjálfvirkan sleppibúnað. Minnist skilaboöanna sem Guðlaugur Friðþórsson kom með frá skips- félögum sínum. Bífreiðareigandi skrifar: „Það er alltaf gaman að koma hingað,” sagöi maöur, sem kom með bíl sinn til skoöunar í Bifreiöaeftirlit ríkisins, — en bætti við stundarhátt: „eöa hitt þó heldur.” Já, þaö fer misjöfnum sögum af því hvernig mönnum reiðir af í heimsókn sinni í þá stofnun. Margir eru þeir sem þangaö koma með bíla í afskaplega lélegu ástandi, víst er um þaö. En það er þó þannig meö flesta aö þeir eru alls ekki vissir um hvaöeina sem vera þarf í lagi til þess að fá bifreið sina skoöunarhæfa. Eru margar sögur um afgreiöslu á þeim málum. Hve mikiö má t.d. útlit og yfir- bygging á fólksbil vera skaddaö (ryðgað t.d.), án þess að bifreið teljist vanhæf til aksturs? Eru til um þetta reglur? Einnig hefur fólk heyrt um atriði, sem nánast verður að telja hlægilegt að verið sé að amast við. Dæmi um slíkt er frá manni, sem ekki fékk fullnaðarskoðun vegna þess aö áklæði á aftursæti var oröiö slitiö, að dómi skoðunarmanns. — Eru reglur fyrir því, að áklæöi skuli vera heilt — og hefur það áhrif á öryggi ökumanns, farþega eða annarra vegfarenda? Það væri gaman að fá svar viö þessu. Eitt er þaö þó sem margir, mjög margir meira að segja, kvarta yfir við bifreiðaskoðun. Það er svonefnt hand- bremsuæði skoðunarmanna. Við prófun er oftar en ekki kippt svo harka- lega i handbremsu að hún gefur sig eða slitnar og þarf þá að fara beint í viögerð og koma síðan aftur. Og jafn- vel hefur þá endurtekiö sig sama sagan! Eins er það með sjálfskipta bíla. Það er mjög sjaldgæft að menn noti hand- bremsu á þeim bílum og getur hún þá stirönaö vegna notkunarleysis. Það skal hins vegar ekki bregðast, að í hana er kippt eða á hana stigiö svo harkalega við skoöun að þar með er bifreiðin dæmd óökufær og fær grænan miöa. Þetta á eins við um nýlegar bifreiðar í annars fullkomnu lagi og þær sem eldri eru. — Venjulega kostar þetta viögerð á bremsu sem annars er aldrei notuð. Viögerð á handbremsu er á bilinu frá 2.500—6.000 kr. eftir árgerðum. Nú væri gaman að fá upplýsingar um það, hvort handbremsa á sjálf- skiptum bíl er svo nauösynlegt öryggisatriði. Fleira mætti tína til um skoðun ökutækja, svo sem óöku- færa aðkomu og frákeyrsluleiðir frá sem veröur aö eiga sér staö á berangri Hér eru mál bifreiðaskoðunar enn á Bifreiöaeftirlitinu, aðstööuleysi og í hvers konar veðri. I fáum oröum: sama stigi og salernisaöstaöan við aðstoöarleysi viö hvers konar eftirlit og skoöun bifreiöa er áreiöan- ' Gullfoss. Allt í endurskoðun. Engar smáviðgerðir eða númeraskiptingu, lega hin vanþróaðasta sem um getur. breytingar. **%$&**>* Háisnyrtitæki í verslunum Heimilistækja er geysigott úrval hársnyrtitækja frá ýmsum heimsþekktum framleið- endum, svo sem Philips og Braun. Gæðin eru óumdeilanleg og verðið engu síðra. T.d. kosta hárblásarar aðeins frá 1.181.- krónu, krullu- járn frá 1.405.- krónum og hár- snyrtisett með blásara, hursta- setti, greiðu og krullujárni frá kr. 2.261.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTi 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 Handbremsuæðið í Bif reiðaeftirlitinu LÍMMIÐAR Hagkvæm og vinsæl lausn til hvers konar merkinga. Við prentum límmiðana þína fyrir þig. O > I FÆST í VERSLUNUM UM LAND ALLT LJÓSRITUN- SILKIPRENT- LTTGLÆRUR(myŒŒbp) VÉLRITUN- BLOKKIR- sækjum ssnvum fjölritun sf. Magnús H.Jónsson Skipholt 1 Sími 91-25410 •••••••• MEIRA EN 500 HLEÐSLJUR NYTSÖM FERMINGARGJÖF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.