Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Síða 11
DV. MIÐVKUDAGUR11. APEaL1984.> Black death og Smirnoff: „Erúrlausu lofti gripið” „Þeir hjá Smirnoff kannast ekkert viö að hafa rætt við Valgeir Sigurðsson um viðskipti viö hann,” sagði Július T. Guðjónsson, umboðsmaður Smimoff á Islandi, í tilefni af viðtali viö Valgeir í DV fyrir helgina. I viðtalinu sagði Valgeir að framleiðandi Smirnoff- vodka í Bandarikjunum hefði óskaö eftir einkarétti þar í landi á islenska brennivíninu sem Valgeir selur í lík- kistum og meö nafninu „Black death” og hauskúpumerki. „Þessi yfirlýsing Valgeirs í DV er því úr lausu lofti gripin. Svo virðist einnig um þá fullyrðingu að Danesco hafi óskaö eftir dreifingarrétti á Black death. Þeir kannast ekkert við neitt slíkt,” sagöi Júlíus. Áskorunarkjör Búnaöarbankans fela í sér dýr- mæta tryggingu fyrir sparifjáreigendur. Þau tryggja þér ávallt hæstu vexti á innlánsskírteini eða sam- svarandi innlánsform sem íslenskir bankar hafa á boöstólum. 6% vaxtaálag að lágmarki Innlánsskírteini Búnaðarbankans bera ársvexti almennra sparireikninga og að auki 6% vaxtaálag. Það er lágmarksálag. Við tryggjum þér vaxtakjör sem eru sambærileg þeim bestu sem innlánsstofn- anir bjóða á hverjum tíma með þessu innlánsformi. Þetta köllum við ósvikin áskorunarkjör. 6 mánuðir Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru útgefin til 6 mánaða og eru ársvextir þeirra 21% en ávöxtun þeirra 22,1% á ári verði ný skírteini tekin að 6 mánaða tímabilinu liðnu. Innlánsskírteinin eru gefin út á nafn, þau eru framseljanleg og getur eigandi þeirra innleyst þau hvenær sem er með fullum vöxtum að liðnum sex mánuðum frá útgáfudegi. Verði skírteinin ekki innleyst hjá bankanum að tímabilinu loknu leggur Búnaðarbankinn áfallna vexti við upphæð skírteinanna og ávaxtar síðan inneignina eftir það með kjörum almennra spari- sjóðsbóka. Lágmarksupphæð aðeins kr. 1.000 Þú ræður sjálfur upphæðinni sem þú leggur fyrir með Innlánsskírteinum Búnaðarbankans. Þau eru í heilum þúsundum króna og lágmarkið er 1.000 kr. Enginn stimpilkostnaður né þóknun fylgir útgáfu á Innlánsskírteinum Búnaðarbankans. Heildarupp- hæð og vextir skírteinanna eru skattfrjáls til jafns við annað sparifé. Innlánsskírteini Búnaðarbankans eru afgreidd á afgreiðslustöðum hans um allt land. fjBÚNAÐARBANKI \Q/ ÍSLANDS „ Tel mikihrægt aö þing- ið móti atvinnustefnu til lengrí tíma” — segir Jón Magnússon, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins „Mér hefur lengi fundist aö íslensk stjórnskipan og alþingi sé orðið alltof þunglamalegt í vöfum. Það væri eðli- legra að alþingi starfaði í einni deild sem væntanlega hefði þá þýðingu að hver þingmaður ætti sæti í aðeins einni til tveimur nefndum í stað allt að fimm eða fleiri eins og nú er og hefði sú skip- an þá þýðingu að þingmenn yrðu meira sérhæfðir í þeim málaflokkum sem fjallaö er um í viðkomandi nefndum,” sagði Jón Magnússon í samtali við DV, en hann tók nýlega sæti á alþingi sem varamaður Sjálfstæöisflokksins. Jón er best þekktur fyrir störf sín að málefnum neytenda en hann hefur um árabil verið formaður Neytendasam- takanna. „Með framangreindri skipan tel ég að alþingi gæti oröið mun framtaks- samari stofnun jafnframt því sem al- menningur ætti auðveldara með að kynna sér og skilja þau störf sem fram fara hér á alþingi, en aðalatriöið er að þingið sé ekki alltof langt frá fólkinu.” Aðspurður hvort hann ætlaði að láta eitthvaö til sín taka í störfum þingsins sagöi Jón að hann sæti þingiö í aðeins tvær vikur, sem væri lítill tími, auk þess sem hann dytti inn í störf þingsins með litlum fyrirvara. Þaö kæmi sér hins vegar til góða að hann væri mjög kunnur störfum þess og þekkti stofnun- ina náið í gegnum störf sín á pólitísk- um vettvangi. „Ég mun flytja tvær tillögur til þingsályktunar, annars vegar að skip- uð verði nefnd til að útbúa lög um greiðslukort og greiðslukortafyrirtæki og hins vegar aö opinberum þjónustu- fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga verði gert skylt að leita umsagnar Neytendasamtakanna og Verslunar- ráðsins varðandi efnislegar breytingar á gjaldskrám sínum,” sagði Jón. Hann sagði ennfremur aö hann ynni nú aö lagafrumvarpi en vildi ekki tjá sig efnislega um það þar sem ekki væri víst að hann hefði tíma til að koma því áfram. Er við spurðum hann hvert væri hans óskamál að koma í gegnum þingiö sagði hann að það væri eins og að spyrja um hvert væri uppáhalds dægurlagið en af þeim málum sem í gangi eru nú væri það helst að sjá fara í gegn breytingar á útvarpslögunum. „Ég tel einnig mikilvægt að þingið móti atvinnustefnu til lengri tíma með tilliti til atvinnuuppbyggingar og að sett verði markmið um hvert stefna beri í atvinnumálum. Það er ljóst að verðbólgan hefur verið keyrð niður með aðhaldi i launamálum en það sem skortir er langtímaáætlun sem miðar að því að koma okkur úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin ár. Við eigum að setja okkur ákveöin markmið í þessum málum og breyta verulega til á sviöum eins og land- búnaöi og sjávarútvegi. Hingað til hafa aðgerðir í þessum efnum einkum miöaö að frestun vand- ans en það ætti að vera forgangsverk- efni að leysa hann til lengri tíma og ætti það fýrst og fremst að vera ríkis- stjómin sem hefði frumkvæðið í þeim efnum,”sagðiJón. -FRI Jón Magnússon > Sjálfstæðisflokksins. varaþingmaður Áskorunarkjör Bunaðarbankans tryggja hámarksávöxtun á innlansskirteinum Elísabet Björg Jónsdóttir, afgreiðslustúlka í Þórsbakaríi. „ÉG ER ÖRUGG UM BESTU KJÖR SEM BOÐIN ERU Á ÍSLANDI" AUGLÝSING AÞJÓNUST AN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.