Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Qupperneq 3
DV. MIÐVKUDAGUR11. APRIL1984. 3 Rækjuverð hef ur fallið um 30 prósent og birgðir hafa aukist um helming: Engin batamerki sjáanleg á árinu —segir Óttar Yngvason rækjuútflytjandi „Rækjuveröiö hækkaöi í fyrra en upp úr áramótum hefur það fariö lækk- andi, mest tvo síöustu mánuöi og nálg- ast nú aö vera 30 prósentum lægra en þegar þaö var best í fyrra. Nú er þaö álika og það var fyrir hálfu ööru ári,” sagði Ottar Yngvason, framkvæmda- stjóri Islensku umboössölunnar, í viö- taliviðDV. Ottar sagði þetta mun meiri sveiflu en venja væri til í þessum viöskiptum, menn þekktu betur sveiflur upp á svo sem 15 prósent til eöa frá. Hann gisk- aöi á að birgðir væru nú um það bil tvö- falt meiri en á sama tíma í fyrra, eða einhvers staðar á biiinu 400 til 600 tonn. Þrjár ástæöur nefndi hann fyrir þessu ástandi. Norömenn veiddu 76 þúsund tonn af rækju í fyrra á móti 54 þúsund tonnum áriö áður sem þýöir stóraukiö framboð á markaði okkar og þeirra í Bretlandi og V-Evrópu. Reyndar jukust okkar veiöar líka úr 9 þúsund tonnum í 13 þúsund. Þá hefur rækjuslysiö í Hollandi í janúar sL, þegar 14 manns létust eftir aö hafa neytt Asiurækju, dregiö dilk á eftir sér, en áhrif slyssins eru þó þverr- andi upp á siðkastiö. Loks gat Ottar þess aö þegar veröið fór hvaö hæst í fyrra hafi sölutregða fylgt í kjölfarið. Hans skoöun á stöö- unni nú er að erfiöleikar veröi á þess- um markaöi a.m.k. út þetta ár, enda ætla Norðmenn að veiða álíka magn og í fyrra og búast má viö aö veiðar okkar fari upp í svo sem 18 þúsund tonn. -GS. Á myndinni eru tveir af verðlaunahöfum „Átaks '84", Berglind Johansen og Ingi Gunnar Jóhannsson, ásamt Heimi Hannessyni, formanni Ferða- málaraðs og Bjarna I. Árnasyni, Sveini Sæmundssyni og Jóni Gauta Jóns- syni sem sæti eiga i nefndinni sem starfað hefur að þessu máli. Vinningshafar í„Átak '84” heiðraðir: „Njótum lands, níðum ei” hlaut fyrstu verðlaun Ferðamálaráö hefur nú kunngert úrsUt í samkeppni þeirri er það efndi til í baráttu fyrir bættri umgengni við náttúru landsins, um leið og hvatt er til aukinna feröalaga um eigið land. Samkeppni þessi kaUast Atak ’84 og var leitaö eftir slagoröum sem nota mætti sem áróöur fyrir bættri um- gengni. AUs munu hafa borist um 4.000 tU- lögur en þrjár voru verðlaunaðar. Það voru: 1. „Njótum lands, niöum ei”. Höfund- ur Sigurður Baldursson, Lundar- brekku Báröardal. 2. „Arfteiöum börnin aö enn betra landi”. Höfundur Jónína Helgadóttir, Hvannavöllum 6 Akurey ri. 3. „Verndum fagurt viðkvæmt land”, BergUnd Johansen, Laugarásvegi 46 Reykjavík. Auk þess var ákveðiö aö kaupa eina teiknaöa hugmynd. Höfundur hennar er Ingi Gunnar Jóhannsson, Sæviöar- sundi 60 Reykjavík. Slagorð þessi veröa notuð á spjöldum frá Ferða- málaráöi og veröur þeim dreift um aUt land. SigA. 20th Century Fox hópurinn í Vestmannaeyjum: Borga 1000 kr. á mann í húsaleigu fyrir sólarhring Um 70—80 manna hópur frá 20th Century Fox er nú staddur í Vest- mannaeyjum og er ekki til hótelpláss fyrir nema um helming hópsins. Hinn helmingurinn mun búa í heimahúsum og er nokkur eftirspum eftir slíkum leigjendum þar sem Fox mun borga 1000 kr. fyrir manninn i húsaleigu á sólarhring. Samkvæmt þeim upplýsingum sem DV hef ur aflað sér eru dæmi um aö f ólk hafi flutt úr ibúðarhúsum sinum og leigi þau í heilu lagi til 5 manna og fái þannig 5000 kr. fyrir húsiö á sólarhring í leigu. Inni í þessu verði er hins vegar falin ýmis þjónusta viö leigjenduma. „Vestmanneyingar eru ákaflega gestrisnir en viö erum meö óvenjulega stóran hóp þarna núna og hótelrými er ekki nægilegt. Því hafa heimamenn tekið aö sér aö hýsa hluta af hópnum,” sagði Gísli Gestsson hjá Víðsjá í sam- tali viö DV en Víösjá sér um Fox-hóp- inn hérlendis. „Fólk hefur boöist til aö flytja úr heilu íbúöarhúsunum til að koma þess- um hópi fyrir en við stefnum að því aö flytja hluta hópsins aftur upp á Skóg- arsand og sennilega verður hópurinn ekki nema viku til 10 daga í Eyjum. Viö erum Eyjamönnum þakklátir fyrir það hve vel þeir hafa tekiö okkur,” sagði hann. -FRI. ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRA HÆFI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 NÚ KAUPA ALLER AFBURÐABÍL Á AFBURÐA GÓÐU VERÐI HVERGIBETRIKJÖR Bíll arsins 1984 Uno! 1. Þú semur um útborgun, allt niö- ur í 75.000 ln. 2. Viö tökum gamla bílinn sem greiöslu uppí þann nýja. Þaö er sjálfsögö þjónusta, því bílasala er oklcar fag. 3. Eftirstöövarnar lánum viö og reynum aö sveigja greiöslutím- ann aö getu þinni. i EGILL VILHJÁLMSSON HF. aana Smidjuvegi 4. Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.