Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVKUDAGUR11. APRIL1984. 5 iiUðiNBUiaiaii ii o Djggiugai ajuui i miania> ALLT AÐ MÁNADAR DRÁTTUR A lAnum Núna á fyrri hluta ársins hafa lánveitingar Byggingarsjóðs ríkis- ins, hin almennu húsnæðislán, dreg- ist til útborgunar um allt aö því mán- uð í hverji^ tilviki. Búast má við að svo verði áfram fram yfir mitt ár að minnsta kosti, samkvæmt upplýsing- um frá Katrínu Atladóttur, forstöðu- manni sjóðsins. „Þær reglur sem við störfum eftir segja til um greiðslur almennt i þrem hlutum á sex mánaða fresti frá tilteknum tíma eftir að húsnæði er fokhelt. Þetta er þó ekki bundið upp á dag. Eg held aö almennt peninga- leysi nú hafi þau áhrif að fólk finni meira til þess ef ekki stenst allt eins og þaðá helst voná,” sagðiKatrin. Hún sagði að fyrri hluti ársins væri Byggingarsjóðnum alltaf erfiður. Þá væri verið að greiða af lánum sjóðsins hjá lífeyríssjóðunum, en tekjur Bygginarsjóðsins kæmu hins vegar ekki í sama mæli inn fyrr en á seinni hluta ársins, þá væru gjald- dagar útlánanna. „En fólk getur treyst því að fá tilkynningar okkar, þegar við erum tilbúin til þess að af- greiða lánin hverju sinni og sú til- kynning á aö jafngilda ioforði um út- borgunardag.” Ýmsir virðast hins vegar vilja ákveða þann dag sjálfir miöað við dagsetningu vottorös um að húsnæði sé fokhelt. En tilkynningin gildir, að sögn Katrínar, og dráttur á varla að verða meiri en mánuöur. Þeir sem byggja eða kaupa og hafa ekki átt neina húseign áður fá nú lán fljótar en aðrir. Helming um tveim vikum eftir að húsnæði er fokhelt og seinni helming um sex mánuöum síðar. Eins er sérstök einingahúsa- fyrirgreiðsla í gildi þar sem önnur greiösia af þrem kemur fyrr en ella. -HERB. Næsta James Bond- mynd tekin að hluta á íslandi? „Hafa rætt við okkur” — segir Gísli Gestsson hjá Víðsjá Líkur eru á að næsta James Bond mynd, A View to a Kill, verði tekin að hluta til á Islandi og yrðu þa^r tökur væntanlega framkvæmdar í sumar en um síðustu helgi voru staddir hérlendis John Glenn, leik- stjóri myndarinnar, ásamt þremur aðstoðarmönnum og ræddu þeir m.a. við forráðamenn Víðsjár sem veröa umboðsaðilar þeirra hér ef afþessuverður. „Það er rétt að þeir ræddu við okkur en þessar viðræður eru nú á algjöru frumstigi og því lítið hægt að greina frá þeim,” sagði Gísli Gestsson hjá Viðsjá í samtali við DV. -PRI. Þátttaka fatlaðra íólympíuleikunum: FJÁRSÖFNUN GENGUR VEL Olympíunefnd fatlaöra hefur á und- anfömum mánuðum staðið fyrir fjár- söfnun til styrktar ísleriskum keppendum á ólympíuleikum fatlaðra sem haldnir verða í sumar. Undirtektir almennings og opinberra aðila hafa verið mjög góðar. Islenskir íþróttamenn hafa náð mjög góðum árangri í hinum ýmsu alþjóð- legu keppnum fatlaöra á undanfömum árum. Fyrir fjórum árum unnu þeir eitt gull og eitt brons á ólympíuleikunum í Hollandi. Tvö síðastliðin ár hafa Is- lendingar unnið til 7 verðlauna á heimsleikum mænuskaöaöra. Nú á aö gera lokaátak í fjár- söfnuninni með útgáfu minnispeninga. Gefin verða út 150 stk., 100 gullhúöaðir og 50 með bronshúð. Peningamir verða til sölu hjá ólympíunefnd fatlaðra, Háaleitisbraut 11—13, (s. 86301), hjá Gunnari Gunnarssyni (s. 23114) og Ás- geiriB.Guðlaugssyni (s. 33380). -SlgA. Þessi mynd er tekin er fulltrúar frá ólympíunefnd fatlaðra fóru á fund Alberts Guðmundssonar og afhentu honum sett nr. 1 af minnispeningunum að gjöf. Alþjóöleg bílasýning - international motor show I DAG VERÐUR ALDEILIS NÓG UM AÐ VERA Á SVÆÐINU 6.-15. APRIL 17 On. TÖFRAMAÐURINN I # .OU. INGÓLFUR 18.00: EIRÍKUR FJALAR OG ODDUR MÆTA MEÐ „BREAK-DANCE" O.FL. 21.00: HALLI OG LADDI ALDREI BETRI LÁTTU SJÁ ÞIG OG SKOÐAÐU SVO ALLA BÍLANA í LEIÐINNI 7000 fermetra stórsýn- ing í Húsgagnahöllinni Bíldshöfða og Árna Gíslasonar-húsinu OPIÐ KL. 16-21 í DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.