Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Síða 13
DV. MÍÖVlJCÍÍJflAG'URÍÍOAF'KrL 19841'' i SkýrslaHúsnæöisstofnunarafhjúpar ýmis ósannindi sem þyrlaö var upp í tíö ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sen um húsnæöiskerfið. Þeirri ríkis- stjóm tókst aö snúa við blaðinu eftir þaö áfall sem raunvaxtastefnan varö fyrir f járhag húsbyggjenda. Þrátt fyrir samdrátt um skeið í fjölda íbúöa varö útkoman önnur þegar tekið er tillit til íbúöastæröar: Áriö 1977 var t.d. lokið við samtals 2300 íbúöir á öllu landinu, en 1924 íbúöir 1982 sem er 16,3% fækkun. Ef hins vegar er geröur samanburöur á heildarmagni þess húsnæðis, sem byggt var tvö sömu ár, kemur fram aðeins 8,8% samdráttur. Þetta þýöir aö íbúðirnar hafa stækkaö á tímabilinu. Stærri íbúðir — færri í fjölbýlishúsum Eitt af því sem ræöur úrslitum um þróun íbúðabygginga er úthlutun lóöa fyrir fjölbýlishús. Þegar fáum • lóöum er úthlutaö fyrir fjölbýlishús verður minna byggt en ella. Einmitt þetta hefur átt sér staö á liðnum árum: Á áttunda áratugnum voru aö meöaltali 43,5% íbúöa í fjölbýlis- húsum. Þetta hlutfall var hæst 1972, 52%. Árin 1981 og 1982 var þetta hlut- fall hins vegar miklum mun lægra. „Þannig var 1982 einungis lokið við 488 íbúðir í f jölbýlishúsum, sem sam- svarar aðeins um fjórðungi nýbygg- inga.” „Gerbreytt staða" Það sem mestu veldur um þá aukn- ingu íbúöabygginga sem átti sér stað 1982 var aukin geta Byggingarsjóös verkamanna. „Með lögum nr. 51/1980 gerbreyttist staöa Byggingarsjóös verkamanna frá því sem veriö hafði,” segir í heimild minni. „Þar var í fyrsta lagi um aö ræða stóraukið framlag ríkis- sjóðs... ” „Þess má einnig geta aöá næstu árum mun stórlega vaxa inn- steymi til sjóðsins. .. ” „Svosemsjá má, þá fimmfaldast fjárstreymiö til Byggingarsjóðs verkamanna á föstu verðlagi múli áranna 1980 og 1981. Skýrsla Húsnæðisstof nunar segir skýra sögu ÓSANNINDI AFHJÚPUÐ 5. A árinu var lokiö viö smíöi 1924 íbúöa, þannig að seg ja má aö sam- dráttarskeiöinu hafi þar meö lokið. Og aö lokum veröa rifjaðar hér upp niöurstööur greinar minnar í DV sl. sumar: 1. Heildarlán opinbera húsnæðis- lánakerfisins hækkuöu um 15,1% frá 1977 til 1981. 2. Lán Byggingarsjóðs verkamanna hækkuöu um324%frá 1980. 3. Engum hefur veriö neitað um lán frá Húsnæðisstofnun þessi tvö ár sem greinarnar fjalla um. 4. Ibúðalán sem hlutfall af bygg- ingarkostnaöi hafa ekki lækkað. • „Þessar efnislegu niðurstöður ættu að nægja til þess að afhjúpa ósannindi um húsnæðislánakerfið í tíð fyrri ríkisstjórnar.” Kjallarinn SVAVAR GESTSSON ALÞINGISMAÐUR Útlán sjóðsins hafa einnig .... margfaldast. . . ” Þaö skal enn tekið fram aö allar tilvitnanir, einnig þær sem hér eru á undan, eru úr opinberri skýrslu sem er uppáskrifuð af Húsnæðisstofnun ríkisins. Niðurstaða 1. Fjöldi veittra lána jókst um 6,7% 1982. 2. Nýbyggingarlánum fjölgaöi um 10,3%. 3. A árinu urðu nýbyggöar íbúðir 18,5% fleiri en áriö áöur. 4. Byggingarsjóöur verkamanna jók sina starfsemi verulega. Þessar efnislegu niöurstöður ættu aö nægja til þess aö afhjúpa ósann- indin um húsnæðislánakerfið í tíö fyrri ríkisstjórnar. Þá var heldur ekki safnaö hundruöum milljóna í skuldir viö Seölabankann eins og nú er gert. Þá var festa og öryggi í stjórn opinberra húsnæðismála. Nú er húsnæðislánakerfið allt í uppnámi vegna óvandaðra vinnubragða, óheiðarlegra yfirlýsinga og loddara- leiks. Heildaryfirlit um lánveitingar til húsnæðismála 1978 - 1982. - Milljónir króna - Á verðlagi hvers árs. 1978 1979 1980 1981 1982 Opinber lán (1) 100.5 164.9 234.3 398.5 633.1 Vísitölur 100 112 102 115 117 Lífeyrissjóðslán 84.7 116.2 196.5 375.0 495.0 Vísitölur 100 94 102 128 108 Innlánsstofnanir 50.5 117.5 183.0 325.0 416.0 Vísitölur 100 159 159 186 153 Samtals 235.7 398.6 613.8 1098.5 1544.1 Vísitölur 1978:100 100 115 114 135 121 Af greinunum hér á undan má sjá aö siöasta heila árið sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sat aö völdum tókst aö snúa viö blaöinu eftir það áfall sem raunvaxtastefnan varð fyrir f járhag húsbyggjenda: Taflan sýnir: 1. Opinber lán til húsnæðismála hafa hækkað frá 1978 um 17%. 2. Lífeyrissjóðalán hafa hækkað um 8% á sama tíma, en hafa lækkað milli áranna 1981 og 1982. 3. Bankalán hafa hækkað um 53% á sama tíma en lækkað verulega milli áranna 1981 og 1982. FRIÐUR — KEMUR HANN ÍSLENDINGUM VID? A meöan ofbeldi, misrétti og ófrelsi eykst á Islandi tala Islending- ar um frið. Meö annarri hendinni eru samþykktar fagurlega oröaðar yfir- lýsingar um það hve friöur sé mikil- vægur en meö hinni er efnahagslegt, andlegt og siðferöilegt ofbeldi aukiö á öllum sviðum. Hvernig er hægt aö fordæma vopnabrak stórveldanna í austri og vestri á meðan hér heima fyrir rík- ir kerfi sem ýtir fólki miskunnar- laust í enn meiri sjálfsflótta, geð- truflanir og sjálfsmorð en nokkurn tímann áöur. Mikiö er talaö um allar eldflaug- arnar og hvaö þær geti gert en alveg gleymist að geta þess hvers vegna þær eru til komnar. I allri umræö- unni um afleiðingarnar gleymist or- sökin, en án þess aö þekkja hana er tómt mál aö tala um einhverja lausn. Tilurö þessara og annarra vopna er vegna hugsunarháttar sem réttlætir ofbeldi. Hugsunarháttar sem telur eðlilegt aö litiö sé á manninn og hann meðhöndlaður sem hlutur. Hér áöur fyrr fór maðurinn að nota hnefana á meðbræður sína þegar hann var hræddur. Seinna sá einhver aö meiri áhrif haföi aö nota lurk. Enn síöar komu menn sem dunduöu sér viö aö nota hugvit mannsins til að finna upp fullkomnari drápstæki: Boga, spjót, byssur, sprengjur, vél- byssur, kjarnorkusprengjur og nú síðast eldflaugar. Sé litiö þannig á málin má segja aö eldflaugar séu framlengdur löðrungur og hræddur er ég um aö Hallgerði langbrók heföi brugöiö meir viö þann kinnhestinn. Styrjaldir Engir hlutir, hvorki vopn né aðrir, hafa nokkru sinni komið af staö styrjöld en þaö hefur maðurinn gert meö þeim heimskulega hugsunar- hætti sem réttlætir of beldi. Sæmilega greindur maöur myndi hugsa sem svo aö rökrétt væri aö álykta aö úr því aö maðurinn beitti ofbeldi væri eina leiöin til aö útrýma því aö finna orsök þess að maðurinn beitti því, fyrr yröi vopnum, misrétti, fátækt, kynþáttahatri, pyndingum og styrj- öldum ekki útrýmt. Allt ofbeldi, hvort sem um er að ræða að beita hnefa eöa stórri kjarn- orkusprengju, má rekja til ótta og þær lausnir sem ekki taka þaö meö í reikninginn virka einfaldlega ekki. Aö tala um friö og ýta í leiðinni undir ótta fólks við fátækt, einmanaleika og dauöa er eins og aö sitja á goshver og tala um hvaö þaö sé hættulegt. Auk þess sem þaö er bæöi siðlaust og heimskulegt. Hrædd bjarndýr slá stórt. Maður- inn er oft á tíðum ekki ósvipaöur dýrunum. Aö halda uppi „jafnvægi HRANNARJONSSON LEIÐBEINANDI í FÉLAGSMÁLADEILD SAMHYGÐAR óttans” eins og gert er í dag á milli stórveldanna tveggja, sem berast mest á í byssuleiknum, hlýtur fyrr eöa síöar aö leiða til þess að annað þeirra slær. Einhver sagöi mér aö það högg myndi eyöa jöröinni nokkr- um sinnum þannig aö ekki er enda- laust hægt aö hlaða lóöum á jafn- vægisstöng línudansarans. Raunverulegur friður Þjóöfélög veröa ekki friðsöm ef einstaklingamir innan þeirra eru þaö ekki, ofbeldi hefur aldrei leitt af sér friö heldur enn meira ofbeldi eins og sést á f riðnum í heiminum í dag. Ef ætlunin er aö stuöla raunveru- lega aö friöi er nauðsynlegt aö segja skiliö viö þaö þjóöfélag sem byggir á ofbeldi þar sem maöurinn er tæki til hagvaxtar og þar sem leiðtogarnir tala um friö en beita svo og stuöla aö ofbeldi. Viö þurfum að sýna öörum þjóðum fordæmi; vinna aö friöi á öllum svið- um mannlegs lifs: I huga, hjarta og athöfnum, á milli nágranna, í borg- um, á milli landa og í heiminum öll- um. Til þess aö friður geti oröiö aö veruleika, þurfum viö að útrýma þeim hugsunarhætti sem réttlætir of- beldi og vera friösöm í verki. Viö þurfum aö koma fram viö aöra eins og viö viljum að komiö sé fram viö okkur. Síðast en ekki síst þarf aö auka virkni og þátttöku allra þeirra sem vilja veröa betri menn í betri heimi. Viö viljum þjóöfélag þar sem fólk hefur eitthvaö aö segja yfir eigin lífi. Þá fyrst erum viö farin aö vinna aö friði á Islandi. ^ Þjóðfélög veröa ekki friðsöm ef einstakling- amir irnian þeirra eru það ekki, ofbeldi hefur aldrei leitt af sér frið heldur enn meira ofbeldi eins og sést á friðnum í heiminum í dag.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.