Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 32
36 DV. MIÐVIKUDAGUR11. APRIL1984. Þessi grænlenski strákur á kannski eftir að bera út dagblöð í heimalandi sínu um ókomna framtíð. ífyrstaskipti: DAGBLAÐ Á GRÆNLANDI Stjórn Atuagagdliutit, sem á íslensku útleggst Grænlandspóst- urinn og er grænlenskt vikurit, hefur ákveðið að ráðast í útgáfu dagblaðs sem veröur þá hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Verður það gefið út til reynslu í hálft ár, frá 1. maí nk. að telja. Má vænta að þar verði meöal annars fjallað um eitt helsta deilumál í Grænlandi í dag þar sem er sérstakur grænlenskur fáni. Skiptast menn í tvær fylkingar, annars vegar eru þeir sem sætta sig vel viö danska fánann.rauðan og hvítan, og hins vegar þeir sem vilja nýtt flagg, hvítan kross á grænum grunni. Sem stendur eru stuðningsmenn danska fánans í meirihluta skv. nýj- ustu fregnum. >Ti Bardotá Grænlandi Brigitte Bardot er farið að; förlast enda fimmtug á næsta ári. Fréttir DæVe um fíla- beinssmygl hennar í Kanada sýna svo ekki verður um villst að hún er ekki lengur só bjargfasti dýravin- ur sem hún var þegar henni tókst nær því að eyöileggja eina helstu útflutnings- atvinnugrein Grænlendinga, selskinnssölu. Svo nærri gekk barátta hennar Grænlendingum og öðrum seiveiðiþjóðum að. ákveðið var að bjóða frúnni| til eyjunnar stóru og sýna henni svo ekkert færi milli mála að Grænlendingar veiddu ekkert aunað en fullorðinn sel og létu kópana i j friði. En þaö var einmitt kópadrápið sem fór fyrir BRJÓSTIÐ á leikkonunni. Sjáifur Grænlandsmálaráð- herra Danmerkur hafði fall- ist á að gerast fylgimaður leikkonunnar í Grænlands- ferðinni og voru allir sáttir við það nema formaður græn- lensku landsstjórnarinnar j sem að sjálfsögðu vildi fá hlutverkið og svo eiginkona ráðherrans sem leist síður en svo á þessa kynnisferð bónda síns. Aldrei varð af ferð þess- ari, þó svo að Danadrottning hefði gefið góð orð um að lána; einkasnekkju sína, Danne- brog, til ferðarinnar. Nú er Bardot að verða! fimmtug og smyglar ffla- beini. Grænlendingar eru aftur á móti orðnir rúmlega 50 þúsund taisins og á þeirri þjóð eru engin ellimörk sjá- anleg. Eins og lesa má um hér á siðunum til hliðar hyggjast þeir nú ráðast i útgáfu á dag- blaði og láta fámennið ekki aftra sér í þeim efnum. Frétt um fflabeinssmygl Brigitte Bardot mætti að ósekju verða fyrsta forsíðu fréttin og mundi DæVe ekki telja það eftir sér að iána blaðinu mynd þá sem birtist af frúnni hér til hliðar. -EIR. Indíánar mótmæla Ættflokkur indíána í Brasilíu hefur gert uppreisn gegn yfirvöldum vegna deilna um landrými. Vopnaðir bogum og kylfum tóku þeir útsend- ara ríkisstjórnarinnar sem gísl og lögðu hald á bílaferju á einni af hliðarám Amasonfljótsins. Verða bílstjórar sem ætla yfir Xingofljótið því að láta sig hafa 200 kílómetra aukasnúning til að komast leiðar sinnar. Kvikmyndir og bækur: SINGER HIRTIR STREISAND Singer og Streisand á meðan allt lék i lyndi: Nú segir Singer hana hafa klúðrað öllu. Rithöfundurinn og nóbels- verölaunahafinn Isaac Bashevis Singer er ekki einlægasti aðdáandi leikkonunnar Börbru Streisand um þessar mundir. Astæðan er kvik- myndin Yentl sem gerð er eftir sam- nefndri sögu nóbelskáldsins þar sem Barbra fer meö aðalhlutverkiö auk þess sem hún framleiðir og stjórnar myndinni. Fáar myndir mala jafn- mikið gull um þessar mundir og ein- mitt Yentl. 1 blaðaviðtali sem Singer tók viö sjálfan sig og birtist fyrir skömmu lýsir hann andúð sinni á fram- leiðslunni á eftirfarandi hátt: — Mig tekur það sárt að þurfa aö segja að ég varð fyrir miklum von- brigðummeðkvikmyndina. Listrænt gildi hennar er nær því í núllpunkti og maður kemst ekkí hjá því að bera saman kvikmyndina og svo upp- færsluna á Broadway sem var snöggtum skárri. Þar var Tovah Feldshuh miklu betri en Streisand, hún skildi Yentl og túlkaöi hlutverkiö þvieinsogvera bar. Singer hafði s jálf ur skrifað handrit að kvikmynd Börbru Streisand en leikkonan hafnaöi þvi á síðustu stundu og settist sjálf við skriftir. — Það er nógu erfitt að gera kvik- myndir sem byggja á skáldsögum og frumskilyrðið er að sjálfsögöu það að viðkomandi virði verk skáld- sagnahöfundarins og haldi sig við söguþráöinn. Imyndið ykkur bara hvernig færi ef kvikmynd um Önnu Kareninu endaði á þvi aö hún giftist bandariskum milljónamærági í stað þess að fremja s jálfsmorð. Brigitte Bardot, sem nú er 49 ára, er sem kunnugt er mikill andstæðingur selveiða alls konar. Þar eru veiðar Kanadamanna á Nýfundnalandi engin undantekning og gerir leikkonan því allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa kanadískum skoöanabræðrum sínum. Því sendi hún dýrindis arm- band yfir hafiö til Kanada, metið á um 10 þúsund krónur, en það komst aldrei í hendur dýravemdunarmanna í Quebec. Kanadískir tollþjónar tóku arm- bandið í sínar hendur því grunur lék á aö um fílabeinsarmband væri að ræða og slika hluti er bannaö að flytja til landsins. Kanada er eitt af 86 löndum heims sem bannar innflutning á fila- beini. Bardot mun hafa ákveðið að gefa armbandið dýravemdunarmönnum vegna þess aö fílar eiga undir högg aö sækja hjá veiðimönnum og þvi eins gott aö losa sig við gripinn og verja andviröinu til friöunarmála. Dýravemdunarmennimir í Quebec höföu auglýst uppboð á hinu fræga armbandi en verða nú að fresta því um viku á meðan tollverðir fá úr því skorið hvort hér sé í raun og vem um filabein að ræða. Eins dauði er annars brauð. Bardot berstáfram. Bardot var tekin á (fíla)beinið í Kanada. Hér er hún aftur á móti tekin á löpp. . . Dæmalaus 'V’eröld Dæmalaus 'V’ERÖLD Dæmalaus 'Veröld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.