Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR11. APRIL1984. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Óþægilegt Þorvaldur í Síld og fiski er þekktur að þvi að geta svarað fyrir sig. Hann kom í hóp kunningja um daginn og var þá með aðra höndina í gifsi. Menn fóru að spyrja hann hvað hefði komið fyrir og hvemig hann hefðl slasað sig. „Ja, það er svona að vera litli maðurinn í þjóðfélag- inu,” svaraði Þorvaidur að bragði, „það var stigiö ofan á mig.” Brjálaði Billy? Listileg frásögn ÞjóðvUj- ans af leik Englendinga og Norður-Ira í bresku mcistarakeppninni í fótbolta vakti athygU landsmanna aUra. Var þar farið snjöUum orðum um lcikmenn og frammistöðu þeirra. Meöal annars var ShUton sagður hafa varið „tvisvar glæsUega Billy Bingham. frá hættulegasta manni Norður-Ira, BUly Bingham”. Þetta gengur varla upp — nema þá að Bingham hafi tapað sér í hita leiksins og skeiðað inn á vöUinn. Hann er nefnUega framkvæmdastjóri uorður-irska liðsins. Sama nafnið BjórbúUur þjóta nú upp um aUt iand. I Fylki, blaði sjálf- stæðismanna í Vestmanna- eyjum, er greint frá því að þar sé nú verið að breyta samkomuhúsinu i krá. Mun hún eíga að heita „Pöbb-lnn”. En verði svo er hætt við að tU árekstrar komi. I Reykja- vUi er nefnUega krá sem heit- ir líka „Pöbb-inn”. Að vísu mun síöarnefndi staðurinn skráður undir heitinu Veit- ingastaöurinn Hlóöir í ein- hverri misskUinni tilraun ttt að fela starfsemina. En sjálf- sagt telja Reykvíkingar sig eiga einkarétt á nafninu þrátt fyrir það. Forkosning Baldur MöUer mun væntan- lega láta af starfi ráðuneytis- stjóra i dómsmálaráðuneyt- BBðvar Bragason. inu á þessu ári. Þá verður hann sjötugur og mun því eiga að hætta samkvæmt ritúalinu. Segir sagan að einskonar forkosning, að bandarískum sið, sé nú hafin um starf Bald- urs. Bítist þeir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, og Böðvar Bragason, sýslumað- ur á HvoIsvelU, um bitann. Ölafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmáia- ráðuneytinu, hefur einnig verið nefndur tíl þessa leiks en í minna mæli en hinir. Þorsteinn Geirsson. Og enn reynir á Jón Helga- son démsmálaráðherra sem hefur síðasta orðið í þessu máU. Böðvar er nefnUega 1. varamaður Framsóknar i Suðurlandskjördæmi. Örvandi gleð- skapur I greinarkorni sem birtist í Mogga í gær kom meðal ann- ars fram að einhverjir Vest- manneyingar eru nú farnir að kveða örvandi vísur tU Árna Johnsen alþingismanns. Eru þær í framhaldi af kinnhesti þeim er þingmaðurinn gaf KarU Olsen á dögunum og frægurerorðinn. Og þar sem kveðskapur sá er birtist í Mogga er nokkuð snjall tökum vér oss bessa- leyfi tU að birta hann. Stakan sú arna mun vera eftir nema í Stýrlmannaskólanum í Vest- mannaeyjum: Fyrir málstað góöum hart má detta ef satt er sem ég heyri. Þótt skynsamlegt það teljist vart, þá þyrftirðu að berja fleiri. Og svo er bara að bíða og sjá hvort þingmaðurinn tekur hvatningunni og lætur spað- ana ganga. Umsjón: Jóhauna S. Sigþérsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Bióhðlm - PaUI leiftur; Burnett og Arkin í hlutverkum sinum. EKKERT LEIFTUR Bíóhöllin. Chu Chu and the Philly Flash/Palli leiftur. Leikstjóri David Lowell Rich. Aðalhlutverk Alan Arkin, Carol Bumett og Jack Warden. skilið hvað Kanar sjá við hana og ekki eykst sá skilningur með þessari mynd. David Lowell Rich hefur áður eink- um fengist við gerð sjónvarpsmynda og er best fyrir hann að snúa sér aft- ur aö því hið bráðasta. Friðrik Indriðason. Grínistinn Tom Lehrer sagði ein- hvem timann: „Lífið er eins og skólpræsi. Það sem þú færð út úr því fer eftir hvað þú setur inn í það.” Þessu er þveröfugt varið með gamanmyndina PaUi leiftur. I hana er hellt heilmiklu af hæfileikafólki, Arkin, Bumett og Warden, en útkom- an er fremur súr kokkteill þar sem atriði þau sem brosa má að má telja á fingrum annarrar handar. Arkin leikur hér PhiUy Flash, fyrr- um homaboltaleikara sem kominn er neðst í svaðið vegna drykkju. Bumett leikur Chu Chu danskennara með tvo vinstri fætur og einn nem- anda. Þau hittast dag einn er taska nokkur dettur á milU þeirra þar sem þau era að reyna að nurla saman nokkrum aurum, hann að selja ónýt úr en hún sem einmenningshljóm- sveit. Við nánari skoðun kemur í ljós að taskan geymir ríkisleyndarmál og ákveða þau að reyna að hafa eitt- hvað upp úr þessu og hafa samband við eigendur töskunnar. Þeir reynast ótíndir glæpamenn og brátt eiga skötuhjúin fuUt í fangi með að varast þá. Það sem einkum háir þessari mynd er frámunalega lélegt handrit, skrifað af Barböm Dana sem virðist hafa lært list sína hjá „póstnúmers- skóla” í Holly wood og af þessum sök- um hafa leikararnir enga möguleika á að sýna hvað í þeim býr. Alan Arkin hefur lítið haft að gera á undanförnum árum enda er hann mjög sérstakur gamanmyndaleikari sem nýtur sín alls ekki fyrir utan hlutverk á borð við Yossarian í Catch 22 en þessi mynd hlýtur að teljast með lægstu punktunum á ferli hans. Hvað Burnett varðar hef ég aldrei ■PkH múrDéttingar ------*—>***<&■*&. - sprunguviðgeróii TILBOÐ ÚTIBÚIÐ, LAUGAVEGI95, 2. HÆÐ, SÍM114370. Litur: brúnt leður vatnsvarið. Stærðir: 36 og 37. 41 og 42. Áðurkr. T«ML Núkr.SSO. Opið kl. »2-tS virka dat a, kl. 10-12 laugardaga. o Litur: naturieður, vatnsvarið. 36-41 Áður kr.~1.S66 Núkr.450. KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR BYRJENDANÁMSKEIÐ eru að hefjast hjá Karatefélaginu Þórshamri. Kennt verður shotokan karate. Kennsla fer fram að Brautarholti 18, 4. hæö. Karate er alhliða líkamsrækt fyrir alla aldurshópa, kvenfólk jafnt og karla. Innritun og upplýsingar í símum 22225 og 16037. KARATEFÉLAGIO ÞORSHAMAR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.