Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. 13 NYR FLOKKURÁ NÆSTU GROSUM? Þaö er ekki nýtt aö fólk í forystu verkalýðshreyfingarinnar hugleiði stofnun stjómmálaflokks. Slíkar hugmyndir eru meira en mannsald- urs gamlar. Fyrir 70 árum uröu þær fyrst aö veruleika með stofnun Al- þýðuflokksins. Oft síðan hafa þær verið á dagskrá. A.m.k. tveir flokkar eru nú starfandi sem þannig voru stofnaðir og fleiri voru til sem ekki eru til lengur. Aftur og nýbúnir Siðast skaut þessari gömlu hug- mynd upp á ný rétt fyrir síðustu kosningar. Þá þreifuðu nokkrir verkalýðsforingjar fyrir sér, þeirra á meðal Aðalheiöur Bjamfreðsdóttir í Sókn. Af framkvæmdum varð ekki. Nú virðist hugmyndin vaka á ný ef marka má tvær fréttir sem sagðar voru í síðustu viku. Sú fyrri var um alvarlegan ágreining milli sumra verkalýðsforingja Alþýðubandalags- ins og flokksforystunnar. Agreining- urinn var gerður opinber með for- dæmingarályktun framkvæmda- nefndar Verkalýðsmálaráðs AB á fréttaflutning Þjóðviljans sem svar- aði fyrir sig fullum hálsi. Síöari frétt- in var svo sögð þennan sama dag þegar formaður BSRB kom í kvöld- fréttir hljóðvarpsins og sagðist vera að athuga í samráöi við forystu ASI um útvarpsrekstur og blaðaútgáfu á vegum samtakanna. Rökin voru póli- tísk: Verkalýðsforystan ætti á bratt- an aö sækja í „áróðursbaráttunni” — þ.e. í hinni pólitísku skoöanamótun. Séð í samhengi Þessar tvær fréttir úr herbúðum verkalýðsforystunnar veröa menn að sjá í samhengi. Furðulegt að svo- kallaðir „rannsóknarblaðamenn” skuli ekki löngu vera búnir að sjá hvað hangir á spýtunni. Dæmi um skilningsskort f jölmiðlamanna á fé- lagslegum undiröldum í þjóðfélaginu við fætur þeirra. Hér er vel að merkja ekki um að ræða neinar þreifingar milliviktar- fólks né fjaðurviktarmanna í verka- lýðshreyfingunni sem reynt hafa fyrir sér í framboðum á vegum flokkanna, ekki haft erindi sem erfiði og una illa þeim úrslitum. Hér eru þungaviktarmennimir komnir á kreik. Sjálf hin volduga æðsta for- ysta. Toppur pýramídans. Þessir menn eru engir kjánar. Enginn veit betur en þeir að samræð- ur þeirra snúast ekki um útvarpsstöð eða vikublað þótt sá merkimiði sé hengdur á viðræðumar til þess að láta þær eitthvað heita. Það sem þeir eru að ræða, opinskátt eða undir rós, er auðvitað nýr flokkur. Flokkurinn þeirra sem framkvæmdanefnd Verkalýðsmálaráðs AB ályktaði að AB væri ekki lengur. Hin hefðbundnu rök Og hvað er það sem hugleiðingam- ar snúast um? Samkvæmt hefð- bundnum röksemdum ætti málið að vera næsta einfalt: Nýr stjórnmála- flokkur forystumanna ASI og BSRB hlyti aö verða voldugt stjómmálaafl sem öðrum stjómmálaflokkum í landinu stæði stuggur af. Flokkur forystumanna stærstu félagasam- taka landsins! En sjónvarpið er ekki hefðbundin röksemd. Pólitíkin fer nú fram í fjöl- miðlunum. I sjónvarpinu fæðast framboð og flokkar og þar „deyja” framboð og frambjóðendur. Frammi fyrir þessu miskunnarlausa gagn- rýnisauga almenningsálitsins stend- ur maður einn og óstuddur. Jafnvel tugþúsunda fjöldahreyfingar mynd- ast iiia á sjónvarpsskerminum. Þær eru ekki meira virði þar en andlit og persónuleiki foringjans. Sjái menn dæmið úr Bandaríkjunum. Foringjar allra stærstu og voldugustu verka- lýðssamtaka landsins styðja Mondale. En félagsmennirnir virö- ast ætla að kjósa Reagan. Þessu ræður „þriðja aflið” sem stendur á milli stjómmálamannsins og kjós- andans: hinn silfraði skjár sjón- varpsins. Þeir hugsa um þetta Hin æösta forysta verkalýös- hreyfingarinnar er ekki skipuð nein- A „Pólitíkin fer nú fram í fjölmiðlum. í w sjónvarpinu fæðast framboð og flokkar og þar „deyja” framboð og frambjóðendur.” SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMADUR umkjánum. Þeirvita velaðþaðeraf sem áður var að fólk í voldugum fé- lagsmálahreyfingum greiöi sjálf- krafa foringjum sínum atkvæði til Alþingis bara vegna þess að þeir eru foringjar. Nýtt reginafl ræður því — reginafl sjónvarpsins þar sem hver maðurereyland. Um þetta hugsa þeir nú þegar rætt er um fjölmiðlaátak á vegum verka- lýðsforystunnar, sem er auðvitað ekkert annað en vangaveltur um nýj- an flokk. Myndi slíkur flokkur fá fylgi? Ásmundur og Bjöm, Kristján og Haraldur, Aöalheiður og Einar Olafsson, greint og gáfað fólk — en fá þau fylgi? Því getur sá einn svarað sem af eigin rammleik ekki má mæla: sjónvarpið. Því verða menn annaðhvort að láta kylfu ráða kasti — eða kasta ekki. Eftir þriggja mánaða reynslu af aflamarks kvótaskiptingu á hvert veiðiskip á bolfiskveiðum á fiski- miðunum viö Islandsstrendur er nú aö koma glöggt í ljós hve illa var unnið að undirbúningi þess máls og hve annmarkar þessarar kvótaskipt- ingar eru margir. Ef litið er til baka kemur eftirfarandi í ljós: 1. Umræða um sjávarútvegsmál sl. sumar og haust fjaliaði um allt aðra þætti gagnvart fiskvinnslu og útgerð en hugsanlega aflatakmörkun með þeim hætti sem síðan varð val- inn. 2. Ákvöröunartakan um kvótann var fljótfæmis- og hentistefnuleg og alls ekki byggö á samráði við „hags- munaaðila” eins og þó var látið í veðri vaka. Umræða um sjávarút- vegsmál Þegar'Hálldór Asgrímsson tók viö ráöherrastörfum í sjávarútvegsráðu- neytinu var það hans fyrsta verk að standa að gengisfellingu, breytingu á hlutaskiptum og verðlagningu á fiski. Stór hluti útgerðar varð fyrir mjög miklum skakkaföllum af þess- um aðgeröum og sjávarútvegsum- ræður sumarsins og haustsins voru um skuldir útgerðar — sérstaklega togara — sem aö stórum hluta voru til orðnar vegna gengisbreytingar- innar frá því um vorið. Ekkert var gert til að lækka vexti eða fjár- magnskostnað um sumarið, hvorki fjárfestingar- né reksturslánavexti — þótt sagt væri að verðbólgan hefði veriðstöðvuð. Ráöherrann hélt fundi úti um land — nefndi ekki kvóta — og sagðist vera mótfaliinn valdi til ráðherra sem ráðherra gæti beitt við stjómun fiskveiða. Ákvörðunartaka um kvótann Þegar kom fram á haust fóru að heyrast raddir um stjómun fiskveiða — takmarkaða aflasókn — karfi, ufsi, ýsa, þorskur, allt ofveitt. Yms- ar skemmtilegar tillögur heyrðust, m.a. aö stefna íslenskum fiskiskip- um til Ameríku og Afríkumiða. Sú til- laga sem mest var þó rædd var að leggja hluta togaraflotans, þeim hluta hans sem gerður er út frá þétt- býlissvæðinu við Faxaflóa. Eftir á séð virðist þessi umræða hafa verið grín, engin alvara fylgdi máli. .. sjavarútvegsumræður sumarsins og haustsius voru um skuldir út- gerðarinnar — sérstaklega togara — sem að stómm hluta voru til orðnar vegna gengisbreytingarinnar frá því um vorið.” Svo gerist það að Fiskiþing sam- þykkir ályktun um aflamarkskvóta, hvernig hann skuli reiknaður út og hvemig honum skuli úthlutað. Fiski- þing getur ekki talist hagsmunaaðili sem jafnist á við aðila sem rætt var við þegar stóraðgerðir til jafns við kvótaskiptinguna hafa verið ákveðn- ar. 1969 og 1976, þegar lagasetningar og reglur um stjórnun fiskveiða vom segja að allsherjar samstaða lands- manna og samhugur hafi staöið bak við ákvarðanir Alþingis í bæði skipt- in. Þau vinnubrögð sem notuð voru við ákvörðunartökuna í sambandi við kvótaskiptinguna eru nú að hefna sin og munu gera þaö í auknum mæli . á næstu mánuðum — ef heldur fram sem horfir. settar, voru allir þingflokkar hafðir til samráðs, haldnir fundir um allt land í sveitarstjómum, verkalýös- félögum, útvegsmannafélögum og almennir borgarafundir þar sem mættir voru fulltrúar sjávarútvegs- ráðuneytis. Landhelgislaganefndin sem starfaöi 1968—1969 og skipuð var af þingmönnum undirbjó frumvarp um fiskveiðar í fiskveiðilandhelginni sem samþykkt var sem lög 1969, fór í ferðalag um landið og hélt fundi um málið á 9 stöðum. Nefnd sem undir- bjó lagasetningu sem samþykkt var 1976 og var skipuð fulltrúum hags- munaaðila og síöar fulltrúum þing- flokka hélt einnig 9 fundi úti um land um málefnið auk þess sem báðar nefndirnar kölluöu til sérfræðinga og hagsmunaaðila til ráðgjafar og um- ræðu og málin voru rædd á þingum og fundum hagsmunaaðila. Þegar núverandi kvótaskipting var ákveðin voru engir fundir haldn- ir og samráð mjög takmarkað og enginn var viðbúinn þeirri stjómun og inngripi ráðherravalds í einka- hagi manna sem kvótaskiptingin hef- ur í för með sér, eru þar mörg dæmi um. Fyrirtæki og byggðarlög voru und- ir sömu sök seld, aðlögunartími þeirra var alltaf stuttur. Sömu sögu er að segja af þeim sem tóku sér valdið, þeir eru ráðvilltir, reglur þeirra jafnt sem leiðréttingar á þeim reglum bera þess merki að þá skorti yfirsýn yfir þaö verkefni sem þeir hafa í hendur fengið. 1969 og 1976 þegar fiskveiöistefna var ákveðin var öðruvísi aö málum staöið. Afrakstur þeirra vinnu- bragða var góöur svo næstum má Slæmur undir- búningur kvóta- skiptingar SKÚLI ALEXAND ERSSON ALÞINGISMAOUR ALÞÝDUBANDALAGSINS Kjallarinn lll „.. .þeir eru ráðvilltir, reglur þeirra jafnt w sem leiðréttingar á þeim reglum bera þess merki að þá skorti yfirsýn yfir það verk- efni sem þeir hafa í hendur fengið.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.