Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR16. APRÍL1984. Andlát Ásrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarkona, Víöimel 19, lést aö morgni 13. apríl í Borgarspítalanum. Guðlaug Elliöadóttir Nordahl, Brekkubæ 2, Reykjavík, lést á heimili sinu 12. apríl. Ása Sigurðardóttir, Hofteigi 14, and- aðist í Borgarspítalanum 12. apríl. Utför hennar fer fram frá Dómkirkj- unni miövikudaginn 25. apríl kl. 13.30. Einar Viöar hæstaréttarlögmaður veröur jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriöjudaginn 17. apríl nk. kl. 13.30. Hrefna Árnadóttir, Hverfisgötu 38, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðviku- daginn 18. aprilnk. kl. 13.30. Kristín Hafliðadóttir veröur jarðsung- in frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriöju- daginn 17. apríi kl. 13.30. Björn Leví Þorsteinsson húsgagna- smíöameistari, Höröalandi 6, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. apríl kl. 10.30. Friðjón Stefánsson frá Norðfirði, sem lést á Hrafnistu 9. apríl, veröur jarö- sunginn frá Áskirkju 16. apríl kl. 13.30 e.h. Gestur Gunnlaugsson, bóndi í Mel- tungu, veröur jarðsunginn frá Foss- vogskapellu þriöjudaginn 17. apríl kl. 15.00. Jón Gunnlaugsson, Stekkjarholti 15, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. april. Tapað -fundiö Þessi köttur fór frá heimili sinu að Urðar- bakka 20 í Reykjavík á mánudagsmorgun sl. og hefur ekki sést síðan. Þetta er ung læða, brún og svört þar sem dökku fletimir era á myndinni en hvít annars staöar. Hún er með bláa hálsól. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 74721. Lyklar töpuðust Lyklakippa í gulu leðurveski tapaðist sl. föstudag i miðbænum. Finnandi góðfúslega skili þeim á lögreglustöðina. Fundarlaun. XQ Bridge Úrslit íslandsmótsins í sveitakeppni fara fram um páskana. 8 sveitir keppa til úrslita, hafa unnið sér rétt til þess í svæðamótum og síöan undanúr- slitum, sem 24 sveitir tóku þátt í. 1. umferð 19. april kl. 13, fimmtudagur. 2. umferð 19. apríl kl. 20, fimmtudagur. 3. umferð 20. april kl. 13, föstudagur. 4. umferð 20. april kl. 20, föstudagur. 5. umferð 21. apríl kl. 13, laugardagur. 6. umfcrð 21. april kl. 20, laugardagur. 7. umferð 22. apríl ki. 13, sunnudagur. Spilaöir veröa 32 spilaleikir allir viö alla og tekur hver leikur rúmar 4 klukkustundir. Einn leikur verður sýndur á sýningartöflu í hverri umferö. Töfluröðin er eftirfarandi: 1. Sigfús Þórðarson, Suðurland. 2. Þórarinn Sigþórsson, Reykjavík. 3. Jón Hjaltason, Reykjavik. 4. AsgrímurSigurbjörnsson, Norðurland-vestra. 5. Sigurður Vilhjálmsson, Reykjanes. 6. Guðbrandur Sigurbergsson, Reykjavik. 7. Armann J. Lárusson, Reykjanes. 8. Runólfur Pálsson, Reykjavík. Meistarastigaskráin er komin út og verður á næstu dögum dreift til félagsformanna sem síöan koma henni vonandi til sinna félaga. Tilkynningar Friðarvika á páskum Um páskana verður Norræna húsið nýtt til hins ýtrasta í þágu friðar í heiminum. Dagana 14.—23. apríl veröur boðið upp á fræðslu, umræður, skemmtun og umhugsun fyrir unga jafnt sem aldna. 1 sölum kjaliarans leggja myndlistarmenn sin lóð á vogarskálar friðar- ins með myndverkum sem eru sérstaklega unnin fyrir sýninguna og þar veröur einnig starfandi myndsmiðja f yrir börn og fullorðna. I fundarsölum, bókasafni og á göngum húss- ins verða umræðufundir, samfeUdar dag- skrár unnar af Ustamönnum, barnadagskrár og aöstandendur vikunnar munu kynna starf sitt og stefnu. Tilgangur þessara friðarpáska er að vekja fóUc tU umhugsunar um þá kjamorkuvá sem yfir okkur vofir, gefa kost á skoðanaskiptum og jafnframt að hvetja hvern og einn til að bregðast við og finna sína eigin leið tU að starfa að friðarbaráttu. Dagskrá f riðarvikunnar veröur þessi: Friðarvika á páskum 1984 Mánudagur 16. aprU 15.00—22.00 MyndUstarsýning. niðri 15.00 Bamatími. Uppi Kórsöngur. Leikrit: Ertu skræfa? EinarAs- keU í flutningi baraa af skóladag- heimUum. Upplestur: Guðrún Helgadóttir. 17.00—19.00 Fræðslufundur. Uppi Erindi: Afvopnunarviðræður. Söguleg og efnisleg umfjöUun: Gunnar Gunnarsson. Erindi: Hugmyndir um afvopn- un: ÞórðurÆgirOskarsson. PaUborðsumræður: Eiöur Guðnason, Vigfús Geirdal, Guð- rún Agnarsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Fyrirspumir og almennar um- ræður. Fundarstjóri: Helgi Pétursson. 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir börn og fuU- orðna. 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. Bókasafn 20.30 HaUdórs Laxness kvöld. Ur söngbók Garðars Hólm: Hrönn Hafliðadóttir og HaUdór VUhelmsson f ly tja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Tón- list eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Lesið úr Atómstööinni: Guðbjörg Thoroddsen, Rúrik Haraldsson, Jóhann Sigurðarson, Þorsteinn Gunnarsson. Stjóm: Bríet Héöinsdóttir. Lesið úrHeimsljósi: Helgi Skúla- son. Ljóðalestur: Bríet Héðinsdóttir. Lesið úr Kristnihaldi undir jökU: GisU HaUdórsson og Þorsteinn Gunnarsson. Umsjón og kynnir: Helga Bach- mann. Þriðjudagur 17. aprU 15.00—22.00 MyndUstarsýning. Niðri 16.00—19.00 Myndsmiðja fyrir böra og fuU- orðna. Niðri 16.00—18.00 Setið fyrir svörum. Uppi 15.00—16.00 Baraatími. Uppi Leikþáttur í umsjá fóstra. Kór Mýrarhúsaskóla undir stjórn Hlínar Torfadóttur. 17.00—19.00 Fræðslufundur. Uppi Utanríkisstefna Islendinga: framlag til friðar og afvopnunar- mála: FuUtrúar aUra þingflokk- anna flytja stutt erindi. Umræður og fyrirspurair. Skírdagskemmtun eldri Barðstrendinga Barðstrendingafélagið verður með skirdagsskemmtun eldri Barðstrendinga í Domus Medica fimmtudaginn 19. aprU kl. 2. 3 daga skíðanámskeið FRAM í Bláfjöllum Um páskana bjóða Framarar skíðanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna, jafnt böm sem fuUorðna, í skíðasvæði sínu, Eldborgar- gUi. Kennt verður 19. 4. 20.4. 21.4. kl. 13.00- 15.00. Upplýsingar og skrásetning í símum 78318 (Guðmundur) og 72166 (Jón) frá kl. 19.00 tU 20.00. Skíðadeild Fram. Iceland Review Fyrsta tölublað þessa árs af Iceland Review er nýkomið út og er efni þess að vanda hið fjölbreyttasta. Meöal efnis i þessu blaði má nefna grein um Stjómarráðshúsið í Reykja- vik eftir IUuga Jökulsson, frásögn af veiðitúr á togara, einnig eftir Illuga, viðtal og grein um glerlistamennina Sigrúnu O. Einarsdóttur og Sören Larsen í Bergvik eftir Aðalstein Ingólfsson, samantekt Aðaisteins um Hita- veitu Suðurnesja í Svartsengi með ljósmynd- um eftir Guðmund Ingólfsson og grern eftir Don Brandt um teistuna með ljósmyndum Sigurgeirs Jónassonar. Sigurður A. Magnússon skrifar um þýðing- ar sínar á islenskum ljóðum yfir á ensku og birtar eru þýðingar hans á ljóðum eftir Ninu Björk Amadóttur, Hannes Pétursson, Matt- hías Johannessen, Sigfús Daðason, Steinunni Sigurðardóttur og Stefán Hörð Grímsson með grafíkmyndum eftir Valgarð Gunnarsson. Kynntur er leðurfatnaður eftir íslenska hönnuði og birtar eru Ijósmyndaðar hugleið- ingar Max Schmid um vetur á Islandi. Iceland Review hefur ætíð gert sér far um- að kynna íslenskan iðnað og atvinnulíf á er- lendri grundu, en frá og með þessu tölublaði verða skrif um íslenska verslun, viðskipti og þjóðarhag aukin til muna. Fjallað er um 70 ára afmæli Eimskips, fyrirhugaða sjávarút- vegssýningu, „Icelandic Fisheries ’84” í Laugardalshöll í september nk., flutninga með flugi til og frá Islandi, uppgang fyrir- tækisins Hildu hf., nýja prenttækni á Morgun- blaðinu og aukin umsvif Arnarflugs. Loks fjallar Björn Matthíasson hagfræðingur um hjöðnun verðbólgu á Islandi. Ymislegt annað efni er i biaðinu sem er 88 bls. á stærð. Iceland Review kemur út árs- fjórðungslega og kostar 150 krónur í lausa- sölu, en áskrift innanlands kostar 595 krónur. Gjaf aáskrift til útlanda kostar 695 krónur. Iceland Review hefur nú verið gefið út í meira en tvo áratugi. Ritstjóri og útgefandi er Haraldur J. Hamar. Kvenfélag Bæjarleiða heldur félagsfund í safnaðarheimili Lang- holtskirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Safnaðarheimili opnað í Garðabæ Kirkjuhvoll, safnaðarheimilið í Garðabæ, hefur formlega verið opnað og tekið í notkun. Sali hússins er hægt að fá Ieigða tU funda- haida, leiksýninga, hljómleika, fermingar- og brúðkaupsveislna o.þ.h. FuUkomið eldhús er í húsinu. Upplýsingar um útleigu og not á hús- inu eru gef nar í símum 42968 / 45380. IMáttúrufræðistofa Kópavogs Opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 13.30—16. 1984: Ár Orwells? Félag frjálshyggjumanna heldur kvöld- verðarfund miðvikudaginn 18. apríl nk. um það hvort árið 1984 sé ár OrweUs. Þeir Þór Whitehead sagnfræöingur og Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur flytja erindi og Matthías Johannessen skáld les upp ljóð. Síðan verður gengið til kvöldverðar þar sem Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður heldur hátíðarávarp en hann var einn af út- gefendum bókar Orwells á sínum tíma hér- lendis. Fundurinn og kvöldverðurinn verða í veitingahúsinu 1 kvosinni við Austurstræti. Fundurinn hefst kl. 18 en kvöldverðurinn kl. 19.30. Þeir sem hafa hug á þátttöku verða að tilkynna það tU Araa Sigfússonar fyrir mánudagskvöld 16. apríl i simum 82963 eða 21018. ~ 1 - ~ Minningarspjöld Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysi hfl, Aðalstræti 2, Jóhannesi Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49, Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, Bókbúðinni Bók, Miklubraut 68, Bókhlöðunni Glæsibæ, Versl. Ellingsen hfl, Ánanaustum, Grandagarði, Bókaútgáfunni Iðunni, Bræðra- borgarstíg 16, Kópavogsapóteki, Háaleitis- apóteki, Vesturbæjarapóteki, Garðsapóteki, Lyfjabúð Breiðholts, HeUdversl. Júlíusar Sveinbjömssonar, Garðastræti 6, Mosfells- apróteki, Landspítalanum (hjá forstöðu- konu), GeðdeUd Barnaspítala Hringsins, Dal- braut 12, Olöfu Pétursdóttur, Smáratúni 4, Keflavík, Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27. Minningarkort I^ndssamtaka hjartasjúklinga fást hjá eftir- töldum aðUum: Reynisbúð, Bræðraborgar- stíg 47, Bókaverslun Isafoldar, Framtíðinni, Laugavegi 45, frú Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7, Seltjarnaraesi, Bókabúð Böðvars,. Hafnarfirði, Sigurði Olafssyni, Hvassahrauni 2, Grindavík, Alfreð G. Alfreðssyni, Holts- götu 19, Njarðvik. Stundakennarar HÍ: Fella niður kennslu í dag Stundakennarar við Háskóla Islands fella niður kennslu i dag og hafa boðað til fundar um kjaramál sin. Áð sögn háskólaritara eru um 800 manns í stundakennslu við HI á hverju ári. -HÞ. Útboð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í jarðvinnuverk á lóö fé- lagsins við Hvassaleiti. Helstu verkþættir eru þessir: Gröftur um 15.000 m3 Fyllingar um 9.000 m3 Útboösgagna má vitja til Forsjár sf., verkfræðistofu, Skólavöröustíg 3, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö þriðjudaginn 24. apríl nk. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Um þessa helgi flytjum við starfsemi okkar úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu að Suðurlandsbraut 34, á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Um leið fáum við nýtt símanúmer, 68 62 221 í stað fyrri númera, 18222 og 86222. Vinsamlegast sýnið starfsfólki okkar þolinmæði fyrstu dagana meðan við komum okkur fyrir. Við erum þakklát fyrir að sem flestir greiði gjaldfallna orkureikninga í banka. Kveikt í rusli og matur brann Slökkviliðiö í Reykjavík var kvatt tvívegis út um helgina. I fyrra skiptið aö Maríubakka þar sem kveikt hafði verið í rusli og reyk lagði inn geymslu- gang. Var eldurinn slökktur í snatri og munu engar skemmdir hafa orðið. I fyrradag var svo slökkviliöið kallað út að Hraunbæ 166 en þar var mikill reykur í íbúð. Kom í ljós að húsráö- endur höfðu gleymt matvöru inni í ofni er þeir brugðu sér frá og brann hún til kaldra kola. Ekki er taliö að neinar skemmdir hafi orðið á ibúöinni. -SþS. Þjófaráferð Innbrotsþjófar voru á stjái nú um helgina. Brotist var inn í verslun að Týsgötu 3, einnig inn í félagsmiðstöð- ina Arsel í Arbæjarhverfinu og þá voru þjófar á ferð við leikskólann að Fögru- brekku í Kópavogi. Ekki var enn vitað um hverju hafði verið stolið eða hversu miklum usla þessir þjófar höfðu valdið á þessum stööum. En hér mun hafa verið um minniháttar innbrot að ræða. -APH Þrjú útköll — vegna sinu- íkveikja Nú um helgina var slökkviliðið í Reykjavík kvatt þrisvar sinnum út vegna sinubruna. Ekki hlutust nein slys eða skaðar af þeim að þessu sinni. Nú er sá tími sem sinubrunar geta ver- iö varasamir. Slökkviliöiö vill koma því á framfæri til fólks að gæta að þvi að böm séu ekki aö fikta við þennan leik. Þegar kveikt er í sinu í nágrenni við hús getur eldurinn auöveldlega borist að húsum þegar einhver gola er og einnig geta hlotist slys af þessu. Oftast er um minniháttar bruna að ræða og vill slökkviliðið helst komast hjá slikum útköllum til að geta sinnt öðrum mikilvægari verkefnum. APH Leiðrétting 1 viötali við Grím Bjarnason í Olafsfiröi í DV laugardaginn 14. apríl eru nokkrar villur. Þar stendur „Bald- ur Eiríksson, rafvirki og rafveitu- stjóri,” en á að vera Baldur Stein- grímsson, rafvirki og rafveitustjóri. Einnig er sagt að Baldur hafi veriö ættaður frá Siglufirði en hiö rétta er að hann fæddist á Hrauni i Oxnadal í Eyjafjarðarsýslu. Aftar í greininni má skilja að Kristinn Guömundsson sé eigandi bíós- ins á Siglufirði. Það var Hinrik Thorarensen sem átti bíóið og þaö hét og heitir enn Nýja bíó. Kristinn Guömundsson var sýningarstjóri bíósins. SGV. Gaman að þú skyldir koma í leifarnar — við getum þá aldeilis haft nóg að vaska upp saman á eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.