Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 8
DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd Múslimar berjast innbyrðis í Trípófí Sjö menn létu lífið og 35 særðust í áköfum bardögum milli múslima inn- byrðis í Trípólí í gær. Hófust átökin á því að skotiö var á bifreið sem flutti fé- laga í samtökum vinveittum Sýrlendingum, en meirihluti múslima í hafnarborginni er andsnúinn veru sýr- lenska herliðsins í Líbanon. Breiddust skotbardagarnir fljótt út um stóran hluta borgarínnar og héldu áfram fram eftir nóttu. Oftsinnis hefur komið til bardaga milli þessara and- stæöu fylkinga en bardagarnir i gær þykja með þeim alvarlegustu. I Beirút hefur stjórnin slegið á frest í bili framkvæmd áætlunar um að stía sundur fylkingum kristinna manna og múslima en ætlunin hafði veriö að Margfaldir þrettán Skíöamaöur í bresku Kólumbíu lenti í snjóskriðu 13 mínútur yfir klukkan 13 föstudaginn 13. apríl. Var hann þá staddur hjá fjalla- skaröi sem kallað er „Föstudagur- inn þrettándi”. Maðurinn grófst upp að mitti í snjónum en þrír skíöamenn aðrir sáu til hans og meðan einn sótti hjálp grófu hinir tveir hann upp. Meiddist maðurinn innvortis og beinbrotnaöi. setja stjómarhermenn til vopnahlés- eftirlits meöfram allri „grænu lín- unni”, sem aðskilur hverfi kristinna manna frá íbúöarhluta múslima. Alls var þaö um 2000 manna lög- reglu- og herliö sem þama átti að ganga á milli og koma í veg fyrir árekstra kristinna manna og múslima. Um 1250 mönnum hafði verið komið fyrir í varöstöðu en þá þótti vanta liðs- auka. Stöku sinnum í gær mátti heyra skothríð við grænu línuna. Stórskotahríð var haldið uppi á hverfi kristinna manna á föstudaginn og létu 20 manns líf ið. Tveim útlendingum sem rænt var í febrúar, bandarískum háskólaprófess- or og Frakka einum, var sleppt í gær að viðstöddum fréttamönnum. Fyrir lausn þeirra stóðu Amalsamtök músl- ima en þau vildu ekki upplýsa hverjir hefðu ræntmönnunum. sntnuiHHM SÖLUBOÐ nr SYKUR 2 KG Juvel HVEITI 2 KG LENI SALERNIS PAPPÍR SMJÖRLÍKI KARTÖFLU SKRÚFUR /C\ PÁSKAEGG \gjmóna NO. 8 ...vöruverð í lágmarki Götubardagi í Beirút, en vopnahléið hefur verið ótryggt þótt aðilar séu orðnir sammála um framkvæmd eftirlits. 2 BANDARÍSKIR DIPLÓMATAR FÓR- UST í SPRENGINGU SKÆRULIÐA Tveir bandarískir diplómatar létu lífið þegar sprengja sprakk í gær í norðurhluta Namibiu (Suðvestur- Afríku) í gær. Sprengingin lagði í rúst bensínstöð í Okatana (um 80 km frá landamærum Angóla) en þar höfðu diplómatarnir haft viðkomu til aö taka bensín. Einn staðarmanna fórst og fjórir særðust. Yfirvöld kenna skæruliðum SWAPO um sprengjutilræðið en þeir hafa bar- ist gegn yfirráðum S-Afríku í Namibíu. Bandaríkjamennimir hafa starfaö í Windhoek í Namibíu við eftirlit meö því að S-Afríka kallaði heim herlið sitt sem sent hafði verið inn í suðurhluta Angóla. Voru þeir á ferðinni í slíkum erindrekstri. Hartsigr- aöií Arizona Gary Hart þakkaði sigur sinn i for- kosningum demókrata í Arizona í gær því aö kjósendur heföu óbeit á ómerkilegum áróðri Walter Mondale gegn honum. Sigur Harts yfir Mondale var þó ekki stór því að Hart fékk 45% á meöan Mondale fékk 40%. — Fékk Hart 17 landsþingfulltrúa en Mondale 15. — Jesse Jackson fékk 13%. Mondale er nú eftir sigrana í New York og Pennsylvaníu kominn meö 1068 landsþingsfulltrúa á bak við sig og þarf 1967 til þess að tryggja sér útnefn- ingu á demókrataþinginu í júní. Hart hefur595. Tundurdufla- herferðin ber fítinn árangur Tundurduflalagnir hægrisinna skæruliða í Nicaragua hafa ekki spillt aö ráði kaupsiglingum frá landinu, en um þessar mundir stendur sem hæst útflutningur á baðmull og kaffi. Skæruliðamir hafa leitast við að leggja tundurduflin við hafnarborgina Corinto, en þaöan er skipað út um 90% af útflutningi Nicaragua. Corinto tekur jafnframt á móti mestallri olíunni sem Nicaragua flytur inn. Að minnsta kosti tíu skip frá Japan, Hollandi, Panama, Líberíu og Sovétríkjunum skemmdust af tundur- duflum í síðasta mánuöi. Skæruliðamir njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar og margir þeirra hafa hlotið þjálfun hjá CIA-erindrek- um. Náðu þeir á sitt vald smá- hafnarbæ sunnariega á Kyrrahafs- strönd Nicaragua í gær og búa sig undir að halda honum. Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa ályktað að taka eigi fyrir f járveitingar til aðstoðar skæruliðunum við tundur- duflalagnir. — Hefur tundurduflaher- ferðin mælst illa fyrir erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.