Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR16. APRlL 1984. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Hjúkrunarfræðinga viö Heilsuverndarstöö Reykjavíkur við heimahjúkrun, vaktavinna kemur til greina. Barnadeild, heilsugæslunám æskilegt. Fjölskylduráögjafa (tvær stööur) viö áfengisvarnardeild Heilsuverndarstöðvar. Æskilegt háskólanám í félags- eða heilbrigöisfræðum. Einnig eru lausar stööur hjúkrunarfræöinga, ljósmæöra og sjúkraliða til afleysinga viö hinar ýmsu deildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Forstöðumenn á eftirtalin dagheimili: Sunnuborg, Sólheimum 19, Hraunborg, nýtt dagheimili í Breiðholti. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eöa umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, Fornhaga 8, í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 27. apríl 1984. Smáauglýsingadeild verður opin um páskana sem hér segir: Miðvikudag 18. apríl kl. 9—18. Skírdag til páskadags LOKAÐ. Mánudag 23. apríl (2 . í páskum) kl 18-22. Auglýsingin birtist þá í fyrsta blaði eftir páska — þriðjudaginn 24. apríl. Ánægjulega páskaheigi SMÁ-auglýsingadeild, Þverholti 11 — Sími 91-27022. ST0RUTSALA STÓRÚTSALAN Á PRJÓNAGARNI STENDUR ÚT ÞESSA VIKU. Af því tilefni veitum við 10% afslátt aföllum útsaumsvörum SJÓN ER SÖGU RÍKARI PÓSTSENDUM DA GLEGA HOF 1 - INGÓLFSSTRÆT11 Sími 16764 Breytingar á yfir- stjóm Flugleiða Stjóm Flugleiða samþykkti á fundi sínum í fyrradag að stefnt verði að ráöningu forstjóra í stað Sigurðar Helgasonar innan eins árs, í síðasta lagi fyrir aðalfund 1985. Samþykkt var aö skipa þriggja manna stjómarnefnd, sem fjalli um meginstefnumál félagsins á milli stjórnarfunda og taki þátt í undirbún- ingi slíkra mála fyrir stjórnarfundi. I nefndinni eiga sæti Sigurður Helgason stjómarformaður, Höröur Sigurgests- son, forstjóri Eimskips, og Sigurgeir Jónsson, fulltrúi ríkisins í stjórn Flug- leiða. Breytingar voru einnig samþykktar á verkefnum þeirra fjögurra framkvæmdastjóra, sem annast dag- legan rekstur félagsins undir yfir- stjórn Sigurðar Helgasonar stjórnar- formanns. Leifur Magnússon lætur af starfi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviös, en tekur viö starfi framkvæmdastjóra stjómunarsviðs, meö breyttum verk- efnum frá því sem veriö hefur. Hann mun annast samskipti við alþjóðasam- tök (IATA og AEA), skipulagsmál fé- lagsins, svo og sérstök verkefni, þar á meöal þróun flugflotans. Þá mun hann jafnframt fara með málefni tölvudeild- ar, sem til þessa hefur veriö í fjár- málasviði, og kynningardeildar, sem verið hefur í markaðssviði. Erling Aspelund, sem var fram- kvæmdastjóri stjómunarsviös, tekur við flugrekstrarsviöinu. Undir framkvæmdastjóra fjármála- sviðs, Bjöm Thródórsson, bætist stjómunarþjónusta og starfsmanna- þjónusta, sem áður voru í stjórnunar- sviöi. Undir framkvæmdastjóra markaðs- sviðs, Sigfús Erlingsson, bætist hótel- rekstur og bílaleiga, sem áður voru í stjómunarsviöi. -KMU. Harmónikuunnendur æfa fyrir gömludansaball. DV-Myndatökum. Eysteinn Jóhannsson. „FÓTAFJÖR” Á BLÖNDUÓSI A Blönduósi var stofnaður áriö 1981 harmóníkuklúbbur, upphaflega með 12 félögum, en síðan hafa bæst við nokkrir áhugamenn aðrir. Ekki eru allir þessir félagar virkir í klúbbnum en spila þess í stað heima hjásér. I vetur hefur veriö blómlegt starf hjá HUH. (Harmóníkuunnendur Húnavatnssýslu). Þeir hafa staðiö fyrir „fótaf jöri”, ásamt Félagsheim- ili Blönduóss og þar hafa gömlu dansamir dunað annaö hvert þriðju- dagskvöld, frá kl. 21 til 23.30, síðan í nóvember með breytingum vegna veðurs eða annarra tafa. Þann 7. apríl nk. verður svo síðasti hannóníkudansleikurinn í vetur og fá konur á íslenskum búningi ókeypis aðgang. Þá vonast þeir félagar eftir góðum gestum úr nágrannabyggðarlögum og veröur varla að efa að mikiö f jör verður þaðkvöld. Leikritið Jói nýtur dæmafárra vinsælda í Færeyjum: Færeyingar í leikför meðJóa tilDanmerkur Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: Leikritið Jói eftir Kjartan Ragnars- son, hefur notiö dæmafárra vinsælda í Færeyjum og gengið svo vel að aösóknarmet var slegið. Frumvarp um selveiðar Lagt hefur veriö fram á Alþingi stjórnarfmmvarp um selveiöar við Is- land. Meginatriöi fmmvarpsins er að lagt er til að yfirumsjón allra mála er varöa selveiðar verði flutt frá land- búnaðarráðuneyti til sjávarútvegs- ráðuneytis. I fmmvarpinu segir að sjávarút- vegsráðuneytið skuli hafa samráð við Náttúruvemdarráð, Hafrannsókna- stofnun, Búnaðarfélag Islands og Fiskifélag Islands um stjóm og skipu- lagningu selveiöa. Þá getur ráðherra með reglugerð bannaö selveiðar á tilteknum svæðum og takmarkaö þær um ákveðinn tíma eða friðað ákveðnar tegundir sela. Þá heimilar frumvarpið ráöherra að ákveða með reglugerö hvaöa veiðiaðferðir eru leyfilegar og um hlaupvídd skotvopna er nota má við selveiði, hvemig gengið skuli frá drepnum selum, setja reglur um veiðar í vísindalegum tilgangi og um aðgerðir er stuðla aö fækkun sela sé A fimmtudaginn fór Leikfélag Klakksvíkur meö leikritið í leikferð til Danmerkur í boði NEXO-teater í Kaupmannahöfn og mun leikritið verða sýnt þar og síðan þrisvar á Borg- undarhólmi. Þetta er í fyrsta sinn sem Færeying- ar sýna íslenskt leikrit erlendis sem er dæmi um áhuga fólks fyrir þessu menningarframtaki. Sem dæmi um áhugann má einnig nefna að skipafé- lag í Færeyjum flytur svið- og leikmuni ókeypis til og frá Danmörku. Jói hefur verið sýndur víða í Fær- eyjum og alltaf viö húsfylli. Þegar Klakksvíkurhópurinn kemur aftur eru áformaðar sýningar á leikritinu á NorðureyjuogáEyrarbakka. -FRI Athugasemd vegna greinar Dagfara: Nær allir vél- sleðamennírnir í björgunarsveitum „Eg finn mig knúinn til að gera athugasemd við grein Dagfara síðastliðinn þriöjudag sem bar yfir- skriftina: Sjálfsmorðssveitir á vél- sleðum,” sagöi Bergsveinn Jónsson, vélsleðamaður í Fnjóskadal, í sam- tali við DV. „Dagfari talar um peninga og fyrirhöfn sem aðrir hafi mátt gjalda til aö bjarga okkur til byggða. Þetta stenst ekki því við komum okkur allir sjálfir til byggða þannig að okk- urvarekki bjargað. Þá má geta þess, að flestir þeir vél- sleðamenn sem voru í Nýjadal eru í björgunarsveitum. Og þaö sem meira er, þetta er kjaminn af vél- sleðamönnum björgunarsveita,. menn sem hafa tekiö þátt í ótal leit- um að fólki á undanförnum árum. Að öðru leyti vil ég aöeins segja um grein Dagfara aö hún er allt of svæs- in ádeila á menn sem leggja mikiö á sig við björgunarstörf þótt auðvitað megi alltaf eitthvað að öllu finna.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.