Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. ÚTBOÐ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í jarðvinnuverk á lóð félagsins viö Hvassaleiti. Helstu verkþættir eru þessir: Gröftur um 15.000 m3. Fyllingar um 9.000 m3. Utboösgagna ma vitja til Forsjár sf., verkfræöistofu, Skóla- vöröustíg 3, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriöjudaginn 24. apríl nk. BIFREIÐAEIGENDUR Eigum á lager margar stærðir af Atlas sumardekkjum á hagstæðu verði. !SÖ) BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HJÓLBARÐASALA HÖFÐABAKKA 9 - SÍM1 83490 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM Menning Menning Menning Atómstöðin Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaöinu/Vísi Síöumúla Kæri herra ritstjóri: Mig langar til aö benda þér á smá- vægilegan hlut sem viðgengist hefur í blaöi þínu aö undanförnu og jaörar viö misbeitingu valds. Kanski óvilj- andi. I hverri viku hafið þið ábúöar- mikinn ramma utanum kvikmynda- dóma. Þessir dómar eru birtir óbreyttir viku eftir viku og fá þannig þyngra vægi en gagnrýni alment hef- ur. Því finst mér aö gæta veröi sér- stakrar varúöar í þessum dómum og huga mætavel aö því hvemig þessi texti vinnur. Eg er að láta textann sem þiö klifið þannig á um Atómstöð- ina fara svona þversum í mig. Þar stendur tilaðmynda þetta: „Myndin líöur hjá án mikilla sýnilegra átaka”. Vitaskuld segir þessi setning lítiö annaö en þaö aö dæmandinn er fremur daufgerður áhorfandi og mætti því vel geyma skoöanir sínar bara handa sjálfum sér. Þaö er nefnilega f jarska misvísandi aö ræöa kvikmyndina úm Atómstöðina í þessum luntatón og gefa þaö til kynna aö þetta séu einhver illbærileg leiöindi. Myndin er einmitt þannig aö góöur áhorfandi hefur nóg aö hugsa og meötaka allan tímann. Hún gríp- ur athygli venjulegs áhorfanda og heldur þeirri athygli til loka. Er semsé þaö sem kallað er góö skemtun. Þessi ólundarhljómur í síendurtek- inni umsögn blaösins er þeimun bagalegri sem kvikmyndagerðarviö- leitni okkarjiefur fram til þessa not- iö jafnvel fullmikillar glamrandi aö- dáunar þeirra sem umsagnir smíða. Einmitt á sömu síöunni, innan sama rammans, er birt önnur umsögn um aðra íslenska mynd. Sú umsögn er í gamla upphafna hrifningartóninum. Þaö er þessi samanburður sem mér finst óréttlátur. Fólk sem alment þekkir ekki til á blaðinu hlýtur aö telja báöar þessar umsagnir byggj- ast á sömu forsendunni. Sem þær ekki gera. Vitaskuld hlýtur aö koma aö því aö menn veröi þreyttir á stór- orðu lofinu sem hlaðið hefur verið á innlendar kvikmyndir. Þá veröur að skipta um tón. Og þaö er vandi aö gera það. Þegar svona er fyrirvar- laust slegiö yfrí fýluna og luntalega rætni (Uggur mér viö aö segja) þá er hætt viö aö þetta misskiljist, einsog ég nefndi áöan, fólk haldi semsé aö Atómstöðin sé misheppnuð kvik- mynd þegar hitt er sönnu nær að verkiö hefur bara lent í misheppnuö- um áhorfanda sem fór, illu heilli, að skrifa í blaðiö til síendurtekinnar birtingar. Nú er þessi kvikmynd ekki mishepnaöri en þaö aö margir hafa tahö þetta fyrstu íslensku kvik- rnyndma sem hefur aUa hina mörgu þætti (sögu, persónur, samtöl, myndatöku, klippingu, stjóm og byggmgu) á frambærilegum standard, faglega séö. Þetta er þónokkuö mikiö sagt en þó líklega rétt. Kanski skiptir þaö heldur ekki máli í þessu samhengi. Hitt er mikil- vægara aö kvikmyndin Atómstöðm er góö skemtun fyrir hinn ahnenna áhorfanda og þessvegna er rangt aö fæla menn frá því aö sjá verkið. Aöferðin hálf amböguleg hvort sem því veldur nú athugaleysi eöa skipu- lögð illgirni. - Blöð á ekki að reka í þeim tilgangi að hafa skemtun af fólki. Um þaö getum viö áreiðanlega oröið sam- mála. Eg trúi þvi lika aö þú sjáir mætavel þennan agnúa á starfi blaösins og þá mun væntanlega ekki standa á sanngjarnri lausn — ef ég þekki þig rétt. Meö kærri kveðju Þorgeir Þorgeirsson. hæstu inn/ánsvexti sem bjóöast fyrir sparífé þitt hjá Verz/unarbanka Allt að 22,1% ársávöxtun. Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans sem bundin eru í 6 mánuði bera 6% vaxtaálag umfram almenna sparisjóðsvexti sem nú eru 15%. Með því að endumýja skírteinin eftir 6 mánuði fæst 22,1% ársávöxtun. Skattfrjáls. Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans eru skattfrjáls sem og annað sparifé. Þú ræður upphæðinni. Þú ræður auðvitað þínum eigin spamaði og velur því upphæðina sjálf(ur) þó að lágmarki kr. 1.000. Taktu hæstu innlánsvexti sem í boði eru fyrir sparifé þitt. VCRZlUNfiRBflNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Amarbakka 2 Laugavcgi 172 Umferðarmiðstöðinni Vatnsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, v/Hringbraut Þverholti 6, Mosfellssveit nýja miðbænum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.