Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR16. APRÍL1984. Menning Menning Menning Fjörmikil sýning Menning Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á Kardemommubænum eftir Thor- björn Egner. Leikfólag Akureyrar: Kardemommubœrinn eftir Thorbjöm Egner. Þýöing: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalœk. Leikstjóri: Theódór Júlíusson. Leikmynd: Þráinn Karlsson. Búningar: Frey- gerflur Magnúsdóttir. Dýragervi: Anna G. Torfadóttir. Lýsing: Viflar Garðarsson. Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam. Fólk og ræningjar í Karde- mommubæ trúi ég aö þetta stykki hafi upphaflega heitiö þegar Guölaugur Rósinkranz valdi þaö til sýninga í Þjóðleikhúsinu. Frægöar- ferillinn hófst 27. janúar 1960 og óslitið hefur þaö átt gífurlegum vinsældum aö fagna hjá nokkrum kynslóöum áhorfenda. Hylli leiksins á sér nokkrar skýringar, þar bland- ast saman áhrif víöa aö: Akureyr- ingar áttu sinn hlut í Kardemommu- bænum þegar í upphafi — söngvana þýddi Kristján frá Djúpalæk af al- kunnri smekkvísi. Danir áttu sinn fulltrúa í sviðsetningunni, Erik Bid- sted þá ballettmeistara Þjóðleik- hússins. En aðalstraumurinn kom frá Egner, fjölhæfum listamanni og mannvini, þaö var hlýr straumur. „Okkar líf er yndislegt" Þessi vetur veröur í minnum haföur hjá Leikfélagsmönnum á Akureyri, hvert stórvirkiö af öðru ráöast þeir í: eitt á eftir aö líta dags- ins ljós, þeir máttu fresta Galdra- Lofti vegna Ladýinnar, eins og þeir segja. Kardemommubærinn er síöasta verkefnið á leikárinu og veröur örugglega vinsælt, þetta er fjörmikil sýning og kraftaverki næst aö hún skuli rýmast á þröngu sviöinu, þökk sé haganlegri leik- stjóm og leikmynd sem gerö er af mikilli útsjónarsemi. Litauögi og suöræn sæla skín af öllum umbúnaöi. En meinbugir em á sýningunni, einkum í nettleika sem nauðsynlegur er gamanleik af hvaöa tagi sem er. Þaö er verulegur áhugamanna- bragur á sýningunni í leikstílnum, ekki vantar að þaö heyrist skýrt í öll- um, og einhvern veginn á svokölluð norölenska vel viö málblæ Tobíasar og Kaspers, synd aö ekki skuli fleiri hafa tamið sér hann. Mikiö væri gaman ef allur leikhópur Leikfélags- ins legði sig eftir því. Hér á landi gleymist það alltaf að til eru lands- bundin máleinkenni, við emm ekki lengra komin í leikmenningu okkar. Stóra táin á Jesper Sem sagt hiö smáa í gaman- seminni veröur útundan, stundum er ofgert, til dæmis hjá Sunnu Borg í Soffíu frænku. Hjá öörum vantar á, Bastían Bjöms Karlssonar náöi of skammt, Jónatan rak ööru hvoru upp kunnuglega skræki sem brutu í bága viö snotra manngerð Gests E. Jónassonar. Ljósastur var skortur leikaranna á litlum, fyndnum brögö- um í söngvum sem eru náma af til- efnum til þess háttar leikbragða. Þar bar mest á gróft dregnum dráttum. Kardemommubærinn er samt skemmtilegur á Akureyri. Börnin nutu hans sannarlega og fullorönir líka. Verkið er fjölskylduskemmtun og oft sprenghlægilegt, aldrei leiöin-. legt. Og ekki mega bæjarbúar fyrir nokkum mun láta sýninguna fram hjá sérfara. „.. .því það er svo gaman" Mikiö er þaö furöulegt aö bæjarfé- Leiklist Páll B. Baldvinsson lagið skuli enn láta leiklistarstarf- semi L.A. búa viö jafnþröngt hús- næöi og raun ber vitni. Er ekkert fariö aö huga aö nýbyggingu? Hvers vegna höföu verkalýðsfélögin ekki sýningarsal í nýja húsinu sínu? Ætl- ar bæjarstjómin á Akureyri aö vera jafnaum og sú í Reykjavík sem lét alltof langt líöa áöur en byggt var Borgarleikhús og er nú aö heykjast á aö koma því upp 1986? Er þetta ekki höfuðstaður Norðurlands? Þaö þarf máski einhvers konar Soffíur til aö reka slyöruoröiö af Bastíönum bæjarstjómar Akureyr- ar. Leikfélagið getur ekki oft ráðist í verk sem em mannmörg og viða- mikil, einkum ef listræn gæði minnka vegna skorts á húsnæði, tíma, kröftum og peningum. Að ógleymdri listrænni ögun og hugviti. I hljómsveitargryfjunni spilar hópur af ungu hljómlistarfólki skringilega skemmtilega tónlist Egners. Bíður það þeirra aö reisa húsnæöi sem hæfir verkum sem þessu? Veröa þaö krakkarnir í hlut- verkum Tomma, Kamillu, hunda og katta sem njóta aðstöðu sem Leik- félag Akureyrar á skilið? Kona rænd á Sunnutorgi Seint í fyrrakvöld var framiö rán viö sölutuminn viö Sunnutorg og komst ræninginn undan meö um 40 þúsund krónur. Málsatvik voru þau aö afgreiöslu- stúlka í söluturninum var á leið inn í bíl sinn að lokinni vinnu. Meö sér haföi hún tvær handtöskur, aöra sem inni- hélt peningana en í hinni voru persónu- legir munir. A meðan hún var aö opna dyrnar á bílnum lagöi hún töskurnar frá sér á gangstéttina. Skipti þá engum togum aö maður kom aövífandi og hrifsaði með sér töskuna meö peningunum í og hljóp á brott. Konan gat litla sem enga lýsingu gefiö á manninum þar sem hann var klæddur hettuúlpu. Eins og fram kemur af málsatvikum virðist ránið hafa veriö skipulagt. -SþS. DV-mynd S. Lögreglan kannar kringumstæður við söluturninn við Sunnutorg þar sem ránið var framið. Li't WtM Eiiil ffé 1 <*i| ■ /j » .■ - g 11 Ð Itfjal L • Ui I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Veggfóðursala stjórnarformannsins Þaö er nú meira hvað Þjóðviljan- um og kommunum er uppsigað við Halldór H. Jónsson. Því er slegiö upp á forsíðu með heimsstyrjaldarletri aö Halidór hafi selt Eimskipafélag- inu innréttingar frá eigin heildversl- un. Rétt eins og mennirnir haldi aö Halldór geti selt innréttingar og veggfóöur frá öðrum en sjálfum sér! Og til hvers haida þeir að heild- verslanir séu nema tii þess aö selja vörur? Ef heildverslun Garðars Gisiasonar flytur inn veggfóður þá er það til þess að selja veggfóður. Ut á það gengur bisnessinn, hvort sem kommamir skilja þaö eða ekki. Gagnrýni Þjóðviljans sýnist beinast að því að Halldór sé stjórnar- formaður hjá Eimskip og þess vegna megi ekki kaupa veggfóður frá Garð- ari. En mætti í allri vinsemd benda þeim Þjóöviljamönnum á þá stað- rcynd að Halldór er einnig formaður og aö minnsta kosti stjómarmaður í fleiri fyrirtækjum. Hann situr í stjóra Bændahallarinnar, íslenskra aðalverktaka, Áburðarverksmiðj- unnar og gott ef ekki einnig í stjóm íslenska álfélagsins. Ekki kæmi á L -______ óvart þótt hann hefði útvegað þess- um fyrirtækjum veggfóður frá Garð- ari og ekki talið sig minni mann fyr- ir. Ef blessaöur maðurinq vUI leggja það á sig að gerast formaður og stjómarmaður í aðskiljanlegum fyrirtækjum til þess aö geta selt þeim veggfóöur þá er ekki nema allt gott um það aö segja. Þaö sýnir að Haildór hefur bisnessvit. Og ein- hvem veginn verður að selja vegg- fóðrið. Ekki getur heildvcrslun Garð- ars Gíslasonar setiö uppi með birgðir af fínu og óseljanlegu veggfóðri fyrir þá sök eina aö tengdasonur fyrir- tækisins er stjórnarformaður í öllum meiriháttar fyrirtækjum i landinu. Eða til hvers ætti Halldór að leggja slikar fundarsetur og ábyrgöarstörf á síg ef þaö þýddi að ekkert vegg- fóður seldist hjá Garðari? Þeir sem á annað borð hafa kynnt sér frásögn Þjóöviljans af veggfóðr- inu hjá Eimskip og afskiptum Hali- dórs H. Jónssonar af þvi máli hljóta einnig að iesa svar Halldórs sem hljóðar á þessa leið: „Eg er tiltölulega vandur að virð- ingu minni svo ég held að ég myndi ekki gera það ef ég teldi svo vera,” sagöi Halldór aðspurður hvort hann teldi ekki óeölilegt að hann hannaði sjálfur verk hjá Eimskip og seldi þeim síðan veggfóður. Af þessu svari sést að Halldór telur sig tiltöluiega vandaðan mann. Ekki ■l'.Wl"]"?'!’!' kannski fullkomlega og algjöriega vandaðan en tiltölulega vandaðan. Þegar menn eru tiltölulega vandaðir er það fullgild ástæða og heiðarleg skýring á hvaða veggfóðurssölu sem er. Það hljóta allir að skiija og þess vegna vekur þaö furðu aö Þjóðviljinn er að ofsækja mann með svo tiltölu- lega vandaða virðingu. Á því er ekki nema ein skýring. Halldór geldur þess að vera útvalinn og löggiltur erindreki Sjálfstæöisflokksins í öii- um þeim þýðingarmiklu formanns- stöðum sem flokkurinn getur úthiut- að. Hefur svo verið um árabil enda mun almannarómur meðal sjáif- stæðismanna vera sá að dugiegri og fjölhæfari flokksmann sé ekki að finna. Þeir em svo sannarlega ekki á hverju strái kandidatarair sem bæði geta stýrt fyrirtækjunum, teiknað fyrir þau húsin og selt þeim vegg- fóður á spottprís. Hlýtur að vera af þessu geysimikið hagræði, bæði fyrir fyrirtækin og flokkinn að sameina alla þá kosti í einum og sama mann- inum. Þeir gerast ekki margir siíkir, veggfóðraramir á íslandi. Dagfari. l.'.U". B.i'.U.'IIU' j ___________J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.