Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 6
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sýktu kartöflurnar frá Finnlandi DV. MÁNUDAGUR 16. APRlL 1984. SU.ÐARVOGI 3-j, 10.4 REYKJAVÍK S 687700 í þremur sendingura af kartöflum sem komu hingað til landsins helur komið í ljós að hluti þeirra er með bakteríusjúkdóminn hringrot. Þetta gerð- ist þrátt fyrir að matvælaeftirlitið í Finnlandi hefði kannað þessar kartöf lur áður en þær föru þaðan. Kartöflurnar sem hér um ræðir eru frá þrernur framleiðendum og alls munu þetta vcrða um 52 tonn. Þessi sjúkdómur hefur ekki verið hér á landi fram að þessu og mikilvægt að gerðar verði allar hugsanlegar varúðarráðstafanir til þess að hann nái ekki að festa rætur hér á landi. I nýrri reglugerð um innflutning á plöntum er nú algjörlega bannað að flytja inn kartöfiur frá fraraleiðendum sem hríngrot hefur komið fram hjá undanfarin tvö ár. APH Sýktu kartöflurnar frá Finnlandi eru nú geymdar í geymslum grænmetisverslunarinnar. Það er mikilvægt að varúðar sé gætt svo smit berist ekki í aðrar kartöflur. Þessar kartöflur verða síðan grafnar í jörðu til að fyrir- byggja alla hugsanlega smithættu. DV-myndBj.Bj. Sýktu kartöflumar geymdar hjá Grænmetisversluninni „Það er alltaf ákveöin hætta á smiti, sérstaklega þegar bæði matar- kartöflur og útsæði fara í gegnum sömu geymslur. En þó að smit- hættan sé fyrir hendi er hún hverfandi lítil. Tíöni sjúkdómsins er einnig mjög lítil og sem dæmi um þaö má nefna aö í einum 25 kg poka sem hringrot var í var einungis ein kartafla sýkt. Til þess aö smit geti borist milli sýktra og heilbrigöra kartaflna verður bakterían að berast inn í heilbrigðu kartöfluna. Það ger- ist ekki nema hún sé borin á milli t.d. Gæðakönnun á kartöf lum — niðurstöður væntanlegar I síðustu viku stóðu Neytenda- samtökin fyrir könnun á gæðum innfluttra kartaflna. Kartöflurnar voru flokkaðar eftir gildandi gæða- mati hér. Niöurstöður þessarar könnunar hafa ekki enn verið birt- ar en búist er viö að þær sjái dags- ins Ijós nú á næstu dögum. Það verður fróðlegt að sjá hverj- ar niöurstöðurnar verða úr þessari könnun og vonandi varpa þær ljósi á þá óánægju scm hefur ríkt meðal neytenda meö innfluttar kartöflur sem hafa veriö hér á markaði nú i vetur. -APH meö verkfærum og komist í snert- ingu við opið sár á heilbrigöri kartöflu. Hættan á smitun er fyrst og fremst fólgin í því að smit berist í út- sæði. Utsæðið er geymt í annnarri geymslu en sýktu kartöflumar og er því þessi hætta nokkuö lítil. En þaö er aldrei hægt að útiloka að hún geti átt sér stað,” sagöi Sigurgeir Olafsson plöntusjúkdómafræðingur þegar DV spurði hann hvort einhver hætta væri á því að hringrot næði að festa rætur hér á landi. „Það er einnig mikilvægt aö þess- ar kartöflur veröi ekki notaðar sem útsæði. Þær hafa reyndar verið spíruvarðar en hugsanlega geta ver- ið kartöflur innan um sem geta spírað. Við höfum varað alla þá sem framleiða útsæði hér á landi við þess- ari hættu. Einnig höfum við verið með fræöslufundi fyrir kartöflu- bændur á Norður- og Suðurlandi þar sem varað hefur verið við því að nota þessar kartöflur sem útsæði,” sagöi Sigurgeir. Hann sagöi aö sýktu kartöflumar væru nú í geymslum Grænmetis- verslunarinnar og væri verið að vinna aö því að flokka þær frá heil- brigðum kartöflum. Hér væri um aö ræöa 52 tonn frá þremur fram- leiðendum í Finnlandi. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að komast hjá því að fara með þessar sýktu kartöflur í geymsl- ur Grænmetisverslunarinnar sagði Sigurgeir að hér væri um þrjár sendingar að ræða. Þegar fyrsta sendingin kom og vart varð við þenn- an sjúkdóm var ekki talið að heimild væri fyrir því aö stöðva sendinguna vegna þess að ekki var gert ráð fyrir hringroti í þágildandi reglugerð. Þeirri reglugerð hefur nú verið breytt á þann veg aö ekki er heimilt að flytja hingaö til landsins kartöflur frá framleiðendum sem þessi sjúk- •dómur hefur komið upp hjá undan- farin tvö ár. Þegar svo önnur send- ingin kom var ekki hægt aö flokka sýktu kartöflumar úr á hafnar- bakkanum vegna veðurs og var taliö að hætta væri á frostskemmdum. Þriðja sendingin var hins vegar flokkuð á hafnarbakkanum vegna þess að þá voru viöunandi veöurskil- yrði. Þrjár tegundir kartaflna eru flutt- ar inn frá Finnlandi, bintje, rekord og sabina. Sjúkdómurinn hefur ein- ungis komið fram í rekord tegund- inni. Sigurgeir sagði að þaö væri mikil- vægt að ailar sýktu kartöflurnar frá þessum þremur aðilum kæmu fram. Að ósk Finna verða þessar kartöflur síðan grafnar í jörðu og að átta mán- uöum liðnum hverfur smithættan af þeim. Eftirlitiö í Finnlandi er með þeim hætti að 600 kartöflur frá hverjum framleiðanda eru skomar í sundur og kannaöar. Þetta eftirlit virðist ekki hafa verið nægilegt í þessi skipti. Einnig er hugsanlegt aö sjúk- dómseinkennin hafi komið greinileg- ar í ljós á meöan á flutningunum hingað til landsins stóð. -APH Kartöflusjúkdómurinn: Eftirlitið í Finnlandi brást „Það er full ástæða til þess að brýna fyrir fólki að láta ekki finnskar kartöflur komast í snertingu við aðrar kartöflur, svo sem íslenskar, og einnig ástæöa til að minna á aö þaö ætti enginn að setja þessar kartöflur niöur,” sagði Eðvald Malmquist, yfirmatsmaöur garöávaxta, í viðtali við DV. Hann sagði einnig að það væri mikilvægt að gera allt til að foröast þaö að þessi sjúkdómur, sem orðið hefur vart við í finnskum kartöflum verði landlægur hér á landi. Þessi sjúkdómur gæti verið mjög skæður. Hann olli miklu tjóni í Ameríku fyrir nokkrum árum. Þessi sjúkdómur væri landlægur í Finnlandi og einnig heföi borið á honum í Norður-Noregi. Norðmenn vora búnir aö ákveða að kaupa kartöflur frá Finnlandi í vet- ur, en hættu viö þaö þegar í ljós kom að þessi sjúkdómur var í þeim. „Þessi sjúkdómur er mjög lúmsk- ur og getur verið hættulegur og þess vegna ætti ekki að kaupa kartöfiur frá löndum þar sem hans hefur orðið vart,” sagði Eðvald. „Það ætti frek- ar áð kaupa kartöflur frá löndum þar sem ekki væri um þessa sjúkdóma að ræða, s.s. í Póllandi eða Holiandi.” Eðvald sagði að þessar finnsku kartöflur heföu einnig mjög lítið geymsluþol og væru í þeim ýmsir geymslusjúkdómar. Þó svo að reynt væri aö tína úr þeim hér áöur en' þeim væri pakkað væri nokkuð mikið af skemmdum kartöflum sem kæmu í hendur neytenda. Það væru því mjög ódrjúg innkaup fyrir neytendur að kaupa þessar kartöflur vegna þess hversu úrgangssamar þær væru. Það mikilvægasta, aö sögn Eðva lds, er að gera allt til aö forðast þaö að þessi sjúkdómur nái að setj- ast að hér á landi. Það heföi átt aö koma fram í Finnlandi að þessar kartöflur væru sýktar en eftirlitið þar hefði brugðist. -APH HÚSBYGGJENDUR - MÁLARAR í Málingarvörudeild hinnar nýju og glæsilegu Byggin8avöruverslunar Húsasmiðjunnar býðst einstakt úrval lita og tegunda málningar ásamt ýmsum gerðum fúavarnar- og þéttiefna. Notfærið ykkur reynslu starfsmanna Málningar- vörudeildarinnar við ráðgjöfum litaval, magn innkaupa og þá tegund málningar og áhalda sem best henta hverju sinni. Notið tækifærið og kynnið ykkur samtímis hið ótrúlega og vandaða vöruval í öðrum deildum Byggingavöruverslunar Húsasmiðjunnar. MALNINGAVORUR Jafnt til eigin nota sem í atvinnuskyni HÚSA SMIOJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.