Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 24
DV. MÁNUDAGUR16. APRlL 1984. íþrótt íþróttir íþrótt 24 Iþróttir íþróttir Morten Frost. — í einliðaleik karla íPreston Danski badmintonmaöurinn Morten Frost varð Evrópumeistari í einliða- leik þegar hann vann landa sinn Jens Peter Nierhoff í úrslitaleik í Preston 15—8 og 15—2. • Enska stúlkan Helen Troke varð sigurvegari í einliðaleik kvenna — vann Sally Podger frá Englandi í úr- slitaleik 11—5 og 11—2. • Martin Dew og Mike Tredgett frá Englandi urðu sigurvegarar í tvíliða- leik karla — unnu Frost og Nierhoff 15-8 og 15-10. • Dew og Gillian Gilks urðu sigur- vegarar í tvenndarleik — unnu Thomas Kihlstrom og Maria Bengtson frá Svíþjóð 15—5 og 17—15. • Gill Clarke og Karen Chapman frá Englandi urðu sigurvegarar í tvíliða- leik kvenna — unnu Gilks og Karen Beckman. -SOS. Öruggt hjá Frost Hamburger lagði Mönchengladbach geysileg spenna í baráttunni um V-Þýskalandsmeistaratitilinn Frá Hilmari Oddssyni — frétta- manni DV í V-Þýskalandi: — Baráttan um V-Þýskalands- meistaratitilinn verður nú alltaf meira og meira spennandi. Fjögur félög berj- ast um meistaratitilinn — Bayern Miinchen, Stuttgart, Hamburger SV og Borussia Mönchengladbach. 60.500 áhorfendur sáu Hamburger leggja „Gladbach” að velli 2—1 í Hamborg. Uppselt var og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem uppselt er á heims- leik Hamburger. Það voru leikmenn „Gladbach” sem uröu á undan til að skora. Það var Frank Mill sem skoraði markið á 19. min. og mótmæltu leikmenn Ham- burger því — töldu Mills vera rang- stæðan þegar hann fékk knöttinn. Wol- fram Wuttke náði aö jafna 1—1 á 46. mín. og síöan skoraöi varamaðurinn Dieter Schatzschneider sigurmarkið á 68. mín. Þetta var fyrsta mark hans frá því í janúar, en Schatzschneider kom inn á sem varamaður fyrir Jurgen Milewski semmeiddist. Ásgeir skoraði og átti góðan leik • Ásgeir Sigurvinsson átti mjög góðan leik þegar Stuttgart vann stór- sigur 6—0 yfir Diisseldorf. Asgeir og Guido Buchwald voru bestu leikmenn Stuttgart. Það var aðeins fyrstu 20 mín. leiksins að leikmenn Diisseldorf náöu að veita Stuttgart keppni en siðan ekki söguna meir. Ásgeir skoraði annað mark Stuttgart úr vítaspyrnu en hin mörkin skoruðu þeir Hermann Ohlicher (2), Peter Reichert, Buch- wald og Andreas Miiller. 34.900 áhorf- endur sáuleikinn. • Bayem vann góöan sigur 4—2 í Niirnberg eftir að hafa verið undir 0—2 eftir aöeins 10 mín. Þeir Alois Reinhart og Dieter Lieberwirth skoruðu mörkin. Hans Pflugler skoraði 1—2 fyrir Bayem og síöan tók varamaðurinn Reinhold Mathy, sem kom inn á fyrir Michael Rummenigge, til sinna ráöa og skoraöi tvö mörk. Fjórða markiö skoraði Norbert Nachtweih. 40 þús. áhorfendur sáu leikinn sem var mjög góður. Urslit urðu þessi í V-Þýskalandi: Stuttgart—Diisseldorf 6-0 Kaisterslautem—Bochum 2-0 Urdingen—Braunschweig 4-0 Bielefeld—Offenbach 3-1 Niimberg—Bayern 2-4 Frankfurt—Köln 0-2 Hamburger—„Gladbach” 2-1 Dortmund—Mannheim 4-1 Leverkusen—Bremen 0-0 Harald Schumacher átti snilldarleik í markinu hjá Köln þegar félagið vann Frankfurt 2—0. Klaus Allofs skoraði bæði mörk Köln eftir mikinn einleik. Staða efstu liöanna í V -Þýskalandi er núþessi: Bayem 28 17 6 5 69-31 40 Stuttgart 28 15 9 4 63-28 39 Hamburger 28 16 6 6 61—31 38 „Gladbach” 28 16 6 6 62-38 38 Bremen 28 14 7 7 59-35 35 -SOS. V-Þjóðverjinn Uli Stielike tryggði Real Madrid sigur 2—1 yfir Sporting — meö marki á síðustu sek. leiksins. Þetta mark Stielike er mjög þýðingarraikið fyrir Real Madrid. Diego Maradona skoraöi mark fyrir Barcelona sem lagöi Saia- manca að velli 2—0. Spánarmeist- arar Bilbao unnu Malaga 2—1 á umdeildri vítaspyrnu sem Urtubi skoraði úr. Bilbao og Real Madrid eru með 45 stig eftir 32 leiki en Barcelona er meö 44. Atletico Madrid er í fjórða sæti með 41 stig. -SOS Lárus Guðmundsson — átti góðan leik með Wa sjánni. Oryggi, ekkert > umstang. Engin sölulaw^ eöa SkffoJi j Me?> þessu Skapast lánstraust i jpuLiiaur IBBónus Ég 5kipti viö banka sem er fgrstur meö nýjungamar .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.