Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 10
rr 10 Mwr ,n«qA ar HiroAnuviÁM vn DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sikkar velgja Nýju Delhí undir uggum Þaö líöur sjaldan langt á milli þess aö blóðugar erjur brjótist ein- hvers staðar út á Indlandi á milli ólikra þjóöarbrota. I fyrra kostuöu átökin í Assamfylki í noröaustur- hluta landsins flest mannslífin. Nú eru sikkarnir í Punjab (sem á landa- mæri aö Pakistan) í suöupunktinum. Morð og óeirðir. Aö undanfömu hafa nokkrir franunámenn, þaj' á meöaJ einn þing- maöur, veriö ráönir af dögum af hryðjuverkamönnum sikka, fyrir utan töluveröan fjölda fallinna og særöra í óeirðum. Hefur verið lýst yfir neyöarástandi í Punjabfylki og þangað hefur veriö sendur liðsauki 20.000 hermanna og 30.000 lögreglu- manna, til þess aö reyna aö halda hryöjuverkaöflunum í skefjum. Hafa þeim veriö gefin fyrirmæli um aö skjóta á óeirðarseggi án frekari viö- vörunar. Arnarhreiður hryðjuverkamanna er í helsta helgidómi sikka. I hinu gullna musteri í borginni Amritsar hafa leiötogar hinna róttækari hreiöraö um sig meö fylgismönnum sínum og birgðum nýtískulegra vopna, auk hinna eldri og heföbundn- ari. — Landsyfirvöld kinoka sér viö að taka musterið meö áhlaupi af ótta viö aö þá muni allt fara í bál og brand. vangur grænu byltingarinnar og á flestum sviöum stendur þaö betur en flest önnur fylki Indlands. Lífskjörin eru almennt betri, meiri menntun, heilsugæsla betri og félagslegt skipu- lág. Samtímis hafa sikkar haft óskert frelsi til þess aö iöka sína trú, sem oft hefur verið lýst eins og nokkurs kon- ar afleggjara af hindú, eöa mitt á milli hindú og íslam. Meöal þeirra sjálfra gætir umburöarlyndis gagn- vart öðrum trúarbrögðum, og til dæmis eru hindúar velkomnir í must- erisikka. 1/eimegunarþjóð Þegar ólgunnar tók fyrst aö gæta í Punjab, fyrir um tveim árum, kom það mjög flatt upp á menn. Engin teikn höfðu sést þess sem venjulega gæti leitt til uppþota og uppreisnar. Ekkert félagslegt óréttlæti, engin undirokun. Þvert á móti hafa sikkar bæöi fyrir og eftir aö Indland öölaöist sjálfstæöi 1947, notiö góöra lífskjara og velmegunar, haft greiöan aögang aö valdaembættum og meiri áhrifum raunar en fjöldi þeirra gæti sagt til um. Af 700 milljónum manna, sem á Indlandi búa, eru sikkar milli 15 og 18miljónir. Leiðtogi ofsatrúar sikka, Jarnail Singh Bhindranwaie, sem „rétt- trúaðir" kalla „dýrling" en andstæðingar „hryðjuverka- mann". Hann sést hér á meðal fylgismanna i gullna musterinu i Amritsat. Zail Singh, forseti Indlands, er sikki. Æöstráöandi í flugher Indlands er sikki og sömuleiðis bankastjóri seðlabanka Indlands. Raunar ber mjög á sikkum í foringjaliöi hersins. Trúfrelsi Punjab hefur veriö einn aöalvett- öfgarnir fá hljómgrunn Samt sem áöur hafa öfgaöflin, undir forystu ofsatrúarmannsins Jamail Singh Bhindranwale, fundiö frjósaman jaröveg meðal trúbræöra sinna fyrir hryðjuverkastefnu þeirra. Einhverjir sikkanna láta sér næg ja aö kref jast þess að trúarbrögö þeirra veröi viöurkennd sjálfstæö trúarbrögö og látin sitja þannig við sama borö og hindú og íslam. Hafa þeir nokkuö tii síns máls um aö þau hafi meira eða minna veriö dregin í dUk meö hindú. — Landsyfirvöld hafa ítrekaö lýst því yfir aö þau taki þessa kröfu tU greina. Jafnframt vilja aörir sikkar aukna sjálfstjórn til handa Punjab fylki og hjá öfgaöflunum heyrast kröfur um aö Punjab rjúfi alfarið sambandið við Nýju Delhí, sem stjórnin þar getur alls ekki tekið tU greina. Sikkar eru raunar aöeins í naumum meirihluta í Punjab. Afgangurinn eru hindúar. Fælast nýja tíma Aö baki hryðjuverkum öfga- manna sikka grUUr í tvær skýringar. I aöra röndina finnst mörgum sikk- um þeir ekki fá aö njóta nema lítUs hluta ávaxta sinna. I hina, sem er mikilvægara, kvíöa þeir því að þeir séu aö glata þjóöarsérkennum sín- um, og eiga þeir þaö sameiginlegt með mörgum öörum þjóðarbrotum og minnihlutahópum. Meöal ungra nútímalegri sikka er þaö aö verða al- gengara aö þeir leggi tU hUöar vefj- arhöttinn eöa túrbaninn og raki af sér skeggiö, auk þess aö láta af ýms- um gömlum siðum og jafnvel kvæn- ast út fyrir stéttina, þar sem konan leiðir þá út í nýjan lífsstíl. Þaö ööru fremur hefur framkallaö viöbrögö ofstækismannanna sem fylgja Bhindranwales. Þeii' ætla að vemda með valdi ef nauösyn krefur. Þótt sítt skeggiö, klæönaöurinn og annaö yfirbragö sikkanna minni helst á tíma Gamla testamentisins hafa þeir kannski aUra þjóöarbrota mest á Indlandi oröiö fyrir nútíma- legum áhrifum. Má vera aö þessar hræringar núna séu í því tUliti af svipuöum toga og ólgan, sem bylti keisaranum í Iran þegar hann ætlaöi aö nota oUumUljaröana til þess aö færa þjóöhættina til nútímalegra sniös. En aUt um þaö eru góð ráö dýr fyrir stjórn Indíru Gandhí í leit að lausn á þessum vanda. Því harðar sem hún tekur óeirðarseggjum, því meir harönar andstaöan. Eftirgjafir fela þó í sér ýmsar hættur eins og hvatningu fyrir önnur þjóöarbrot aö rísa upp. Rafeindatækn- ináaðstöðva flóttafólkið Að baki miklum byggingarfram- kvæmdum meðfram landamærun- um, sem deUa Þýskalandi í tvennt, Uggur sú hugmynd aö skipta á hinum banvænu sjálfskjótandi hindrunum / gaipla múrsins og hlaöa í staöinn • upp annan, nútímalegri rafeinda- múr, sem gerir strok vestur yfir enn torveldara. Ekkert ríki kemst þá meö tærnar þar sem Alþýöulýöveldiö Þýskaland (austur) hefur hælana í landamæravörslunni. Vegna 22 ára gamals rafeinda- fræöings, Bernd Enders frá Eisen- ach í A-Þýskalandi, veit Bonn- stjómin upp á hár, hvaö þaö er sem Austur-Þjóðverjar eru aö reisa meö- fram landamærunum. I febrúar í vetur fór hann ásamt tveim starfs- bræörum sínum í fylgd tveggja „Grepo” (landamæravaröa) aö landamærunum til viögeröa á skemmdum eftir flóö, skemmdum á landamæragiröingunni. Honum tókst aö stinga hina af og komst yfir þriggja metra háa síöustu girö- inguna meö því aö stökkva af bílþaki flutningabílsins. skothríö. Þaö vekur menn til um- hugsunar um þaö hvort yfirvöld A- Þýskalands hafi afturkallað fyrir- mælin, sem áöur giltu, um aö skjóta á hvem þann sem reyndi aö strjúka. Kannski er þaö árangur af viðleitni Helmuts Kohls kanslara til þess aö draga úr kalanum milli hægri afl- anna í V-Þýskalandi og kommúnista- stjórnarinnar í austri. Kannski hugsa leiötogar alþýðulýðveldisins aö nóg sé komiö af blóðdrjúpandi fyrirsögnum vestrænna fjölmiöla um flótta yfir múrinn, og hví kalla yfir sig sh’ka landkynningu fyrir einn og einn strokumann, þegar 500 A-Þjóö- verjar fá leyfi til þess að fara dag- lega meö löglegum hætti til vesturs? Hættir að skjóta? Þaö óvenjulegasta viö flóttann þótti þá, að aftur henti þaö aö landa- mæraveröirnir létu vera að hefja Öflugur múr Af síðustu árskýrslu landamæra- vörslu Vestur-Þýskalands, sem birt- ist í mars, kemur fram að „giröing- in” meðfram 1393 km löngum landa-. mærunum er hvergi farin aö láta á sjá að austanverðu. Tvær háar jám- girðingar liggja meö landamærun- um, en misjafnlega breitt á milli þeirra. Þar tU viðbótar kemur 154,4 km langt jarösprengjubelti, 392,2 km kafla er gætt af sjálfskjótandi dráps- vélum, 29,7 km eru steinsteyptur múr, 241,3 km eru baðaðir Umsjón: Guðmundur Pétursson ljóskösturum og 86,6 km er gætt af samtals 1063 grimmum úlfhundum. Þar aö auki hefur alþýöulýðveldiö látið grafa 838 km langan skurö til þess aö hindra að aka megi þungum vörubílum á giröinguna, ogmeöfram þessu öllu eru 786 skotbyrgi og 713 varðtumar. Landspildan meöfram giröingunni er plægð reglulega svo aö sjá megi strax fótsporin ef ein- hver laumast yfir. Frá því í september síöasta haust hafa austurþýsk yfirvöld látiö taka niöur sjálfskjótandi drápsvélar meö- fram 54 km kafla og reisa í staðinn rafeindavædda girðingu, sem liggur um 500 metrum aö baki landamæra- línunni. Þessi nýtækni-girðing er raunar oröin um 90 km löng nú þegar. Fyrst er steinveggur steyptur hálf- an metra niöur í jörðina, en síöan er tildraö ofan á hann jámgiröingu meö skörpum brúnum. Þetta jám er fengið aö vestan í aukinni verslun þýskra viö þýska. Þetta geröi er 2,5 metrar á hæö og inn í þaö er ofið 20 rafeindaþráöum, auk átta til viðbót- ar ofan á geröisveggnum, en allir gefa þeir viðvörunarmerki. Ofan á geröisveggnum liggja strengir í v- laga víravirki og efst er gaddavírs- strengur. Ef einhver strokumaöur rýfur straum (60 volta spenna er á strengjunum), veit landamæravarsl- an nákvæmlega hvar hún á strax aö hef ja leitina. Hún hefur rúman tíma, því að langt er enn til landamæranna frá giröingunni. Hliðin í þessum mikla þýska múr eru rafeindastýrð og opnast ekki nema landamæra- vöröur segi í símann rétta lykiloröið og um þaö er skipt daglega. Ráðið frá því að strjúka þessa ieið Ymsir veikleikar eru þó á rafgirð- ingu þessari. Rjúfa verður raf- strauminn í þrumuveðrum og raf- tæknifræöingar treysta sér til aö tengja framhjá svo aö í friöi megi skera sig í gegn. Ekki er þó mælt meö slíku og raunar hafa yfirvöld í Bonn varaö austantjaldsmenn viö því aö reyna strok í gegnum giröing- una. Þeim fer fækkandi sem sleppa þannig yfir. I fyrra komust 51 vestur yfir (þar af níu í einkennisbúning- um), en 72 árið áöur. Fremur er reynt aö flýja frá öðrum austan- tjaldslöndum. RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA ERU BETRIKOSTUR. OFNASMÐJA NORÐURLANDS FUNAHÖFÐA 17-v/ÁRTÚNSHÖFÐA SÍMI82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK i m§mwmmmmtmwwmmFwmwm§amnmn i n . *•. i»- -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.