Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Side 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984.
„Þolir prófið ekki opinberun?”
— spyr Reynir Þór Jónsson, eini læknaneminn sem séð hefur úrlausn sína
„Þaö tók Hannes Blöndal þrjá
tíma aö fara yfir prófiö meö mér. Og
ýmislegt bendir til aö hann geti ekki
sinnt þessu verki nema meö viku eöa
hálfsmánaöar fresti. Samkvæmt
mínum útreikningum tekur yfirferö-
in því 180 tíma fyrir allan hópinn og
meö þessu áframhaldi lýkur henni
ekki fyrr en í fyrsta lagi haustiö
1985.”
Þetta sagði Reynir Þór Jónsson,
einn læknanema á fyrsta ári, sem
fengiö hefur aö sjá prófúrlausn sína i.
svonefndu prófmáli Háskólans. Eins
og kunnugt er báöu 60 nemendur á
fyrsta ári um að fá aö sjá prófúr-
lausnir sínar eftir að einkunnir lágu
fyrir. Því var synjað á þeirri for-
Reynir Þór Jónsson læknaneml.
DV-mynd Loftur.
sendu aö prófdómari heföi yfirfarið
þær. Lögskýringanefnd Háskólans
úrskuröaöi þó aö nemendur ættu rétt
á aö fá aö sjá úrlausnimar ásamt út-
skýringum kennara. Kennarinn,
Hannes Blöndal, ákvaö þá aö aöeins
yrði hægt aö yfirfara úrlausnir meö
einum nemanda í einu, þrátt fyrir aö
nemendur bentu á aö sýna mætti öll-
umhópnum í einu.
Læknanemarnir sættu sig ekki viö
þetta og kæröu til menntamálaráð-
herra.
„Fyrir orö ráðherrans tók hann
viðbragð og kallaöi mig á sinn fund,”
sagðiReynir. „Þarvoru og þrírsam-
kennarar hans og fóru þeir hver og
einn yfir sinn þátt prófsins meö mér.
Fjórir gegn einum bæla auöveldlega
niður alla gagnrýni á prófið þótt ég
sé ekki að segja aö til þess hafi komið
í þessu tilviki.
En hvernig skyldi standa á því aö
ég einn hef veriö kallaður á fund
Hannesar? Kannski vegna þess aö ég
var sá eini úr hópnum sem aldrei
kæröi hann fyrir menntamálaráö-
herra? Getur veriö að prófiö þyldi
ekki opinberun eöa gagnrýni stórs
hóps samtaka nemenda?
Eg ætla að láta öörum eftir aö
svara þessum spurningum. Hins
vegar er ég sannfærður um aö Hann-
es ætlar ekki aö sýna fleiri nemum
úrlausnirnar. Hann hefur veriö veik-
ur síðan 20. apríl og þaö sitja áreið-
aniega önnur verk í fyrirrúmi þegar
hann kemst á fætur aftur,” sagöi
Reynir Þór Jónsson.
Ekki náöist í Hannes Blöndal til aö
bera undir hann þessi orö.
-KÞ
Prófmál læknanema:
Fyrir-
spurn
á Alþingi
„Eg mun beina þeirri spurn-
ingu til menntamálaráðherra,
Ragnhildar Helgadóttur, hvaö
hún ætli aö gera þegar prófessor
viö Háskóla Islands neitar aö
hlýöa hennar boði og um leið lög-
skýringarnefnd Háskólans, sem
eru hans yfirboðarar,” sagöi
Stefán Benediktsson, þingmaöur
Bandalags jafnaðarmanna, í
samtali viö DV.
Stefán mun bera fram fyrir-
spurn á Alþingi í dag varðandi
prófmál fyrsta árs nema. Þetta
er síöasti fyrirspurnatími á Al-
þingi á því þingi sem situr.
„Þetta er mál sem verður að
fá botn í sem allra, allra fyrst,”
sagðiStefánBenediktsson. -KÞ
Engar ákvaröanir voru teknar á ráöstefnu ASÍ um kjaramál í gær en niðurstaöan var að umræður um stetnuna
þyrftu að fara fram innan félaganna áður en ákvarðanir yrðu teknar. DV-mynd Loftir.
Tættu og trylltu
við „risafururnar”
— voru síðan handteknir eftir leit úr flugvél
Sex piltar á Bronco-jeppa óku yfir
svæöi kvikmyndagerðarmannanna á
Skógasandi um sexleytið á sunnu-
dagsmorgun. Djúp hjólför komu í
sandinn rétt viö „risafurumar” sem
þeir kvikmyndamenn höfðu komiö
upp á sandinum. Piltamir voru
handteknir eftir aö þeirra haföi verið
leitaöúrflugvél.
Piltamir óku inn á svæöiö úr öfugri
átt og urðu þess ekki áskynja aö þeir
væm að skemma fyrir kvikmynda-
geröarmönnunum í Enemy Mine.
Þeir gáfu sig á tal viö vaktmann á
svæöinu.
Þaö var svo ekki fyrr en piltarnir
höföu ekið á brott sem hann varö
þess var að piltamir höföu
„skemmt” sandinn meö akstrinum.
Piltamir voru handteknir í Mýr-
dalnum á móts við Kaidrananes.
Fariö var meö þá í blóðpruf u og þeim
síöan sleppt.
Hvort hjólförin veröa máö út er
ekki vitað enda allt í óvissu um frek-
arikvikmyndunEnemyMine. -JGH
Ráðstefna ASÍ um kjaramál:
Frekari fundahöld fyrirhuguð
A ráöstefnu sem Alþýðusamband Is-
lands hélt í gær kom það sjónarmið
fram hjá meirihluta fundarmanna að
ekki væm aðstæöur til þess aö taka nú
þegar ákvöröun um hvort segja eigi
upp samningum í haust og grípa til aö-
gerða. Var ákveöiö aö boða til annarr-
ar ráöstefnu síöar í þessum mánuöi og
halda síðan formannafund í júlímán-
uði.
Engin ályktun var gerð á ráðstefn-
unni. Hverju landssambandi og svæða-
sambandi var boöiö aö senda á hana
fimm fulltrúa hverju og fimm fulltrú-
ar voru frá félögum meö beina aðild aö
Alþýöusambandinu. Umræöuefniö var
staöa kjaramála nú og í sumar. Sam-
kvæmt heimildum DV var þaö sjónar-
miö ríkjandi aö stööu þessara mála
þyrfti aö ræöa í félögunum áöur en
ákvarðanir yröu teknar. Þá létu menn
í ljós efasemdir um aö hægt yröi aö ná
betri samningum í haust meö því aö
segja upp núgildandi samningum fyrir
1. september og efna til verkfaUa.
I núgildandi samningum eru þau
ák væöi aö hægt er aö segja þeim upp 1.
september meö mánaðar fyrirvara.
En ef þaö er gert fellur niöur umsamin
3% grunnkaupshækkun sem á aö leggj-
ast á laun 1. september.
oef
j dag mælir Dagfari______________I dag mælir Pagfari_____ í dag mælir Dagfari
Tanngarður í kirkjugarði
Það bar helst til tíðinda í Uðinni
viku að prófdómarar í tannlækna-
deild neituðu að útskrifa einn
nemendanna þar sem prófstykkið
fannst ekki. Það hafði nefniiega
komið í ljós að nemandinn haföi
smíðað tanngarð í sjúkling sem síðan
hafði iátist. Tanngarðurinn var sem
sagt jarðaður suður í Fossvogs-
kirkjugarði enda ekki til siðs á
Islandi að hirða lausamuni af hinum
látnu áður en líkin eru jarðsett.
Auðvitað er ekki við tannlækna-
nemandann að sakast þótt lát
sjúklingsins hafi borið að áður en
prófnefndin gaf sér tima til að skoða
meistarastykkið. Fólk lifir og deyr
eftir öörum náttúrulögmálum en
þeim hvenær það fer til tannlæknis.
Hefði enda varla verið ástæða fyrir
sjúklinginn að leggja í þann kostnað
og fyrirhöfn að fá sér nýjan
tanngarð, ef hann hefði séð það fyrir
að andiátið væri á næstu grösum.
Einhvern veginn er þó að skiija að
prófdómarar vilji láta það bitna á
vesalings tannlæknanemanum að
tanngarðurinn er ekki lengur ofan
jarðar úr þvi það telst frágangssök í
prófi i tannlæknadeildinni að smíða
tanngarða i manneskjur sem endist
ekki líf til að láta skoða upp í sig.
Verður ekki betur séð en að
nemendur í tannlækningum verði
hér eftir að biðja sjúklinga sína um
læknisvottorð um góða heilsu og
kaupa sér tryggingu fyrir því að þeir
haidi lífi fram yfir próf. Aö minnsta
kosti sýnist það óvarlegt að smíða
tanngarða i aidraö fólk og heilsuveilt
í Ijósi þeirrar staöreyndar að próf-
dómarar taka ekki mark á prófverk-
efnum sem jarðsett eru í kirkju-
garðinum.
Sýnist þá þrengjast hringurinn
fyrir blessaða nemendurna vegna
þess að nú til dags gerist það æ
fátiðara aö ungt fólk og heilsuhraust
þurfi á gervitönnum að halda i hold
og góm. Hvað þá að það taki út úr sér
gómana þegar það leggst til hinstu
hvildar.
Þegar prófdómarar höfðu visað
nemandanum frá af fyrrgreindum á-
stæðum gerði hann þá kröfu að líkið
yrði grafið upp svo staöfesta mætti
prófstykkið og ágæti þess. Þess er
getið í fréttum að aðstandendur hins
látna séu því samþykkir. Nú hafa
það verið taiin helgispjöU hin verstu
að raska ró látinna manna og róta
upp í gröfum. En í þessu tilviki eru
góð ráð dýr og sjá ailir að mikið
liggur viö þegar um heilan tanngarð
er að ræða sem háæruverð prófnefnd
í akademískum fræðum þarf að
skoða í bak og fyrir. Tanngarðar eru
þeirrar gerðar að hvorki ryð né
mölur fá þeim grandað og ætti góm-
urinn handa prófnefndinni að líta
nokkuð hcillega út, hvað sem líkinu
liður að öðru leyti. Hlýtur það aö
vera gleðiefni fyrir prófnefndina sem
viðurkennlr ekki háskólamenntun út
yfir gröf og dauða. Verður einnig að
viðurkenna að i þessari málsmeðferð
felst festa og strangur prófagi. Að
öðrum kosti gæti svo farið að
tanniæknanemar geri sér það að leik
í framtíðinni að vísa á tanngóma
suður í kirkjugarði án þess jafnvei
að hafa nokkurn tima smíðað þá.
Hitt verður verra að
sjúklingurinn er ekki til frásagnar
um hvernig tanngómurinn hafi
reynst. Hlýtur þaö væntanlega að
vera þungamiðja hverrar tannsmíði
að tennurnar séu þannig úr garði
gerðar að þær séu nothæfar fyrir
þann sem hefur þær uppi í sér. Látið
fólk mun ekki hafa mikiö gagn af
tanngörðum, þótt góðir séu, og er
það í sjálfu sér mikil synd. Þannig
geta úrvals tanngómar farið fyrir
lítið þegar stutt er milii viðgerðar og
dauða. En þar sem mikilvægt er
fyrir prófnefnd, nemanda og æru
heiliar háskóladeildar að lík sé
grafið upp í Fossvogskirkju-
garðinum til að skoða tanngarð,
verður hinn látni auðvitað aö hlíta
því. Mun það verða í fyrsta skipti
sem tanngarður er tekinn til prófs í
vigðri mold.
Dagfari.