Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984.
11
íþrótta- og tómstunda-
miðstöö rís i Öskjuhlíð
Þórhallur Vilmundarson.
— þar sem hægt verður að leika keiluspil, spað og snarbolta
Þeir sem hafa átt leið meðfram
vestanverðri Oskjuhlíðinni undan-
farna daga hafa væntaniega tekið
eftir miklum framkvæmdum í gömlu
grjótnámi í hlíðinni rétt fyrir ofan
Bilaleigu Flugleiða. Þar er nú að rísa
fyrsti áfangi þriggja hæöa íþrótta-
húss sem með tímanum á einnig að
hýsa ráðstefnu- og veitingasali.
Á fyrstu hæð þessarar byggingar,
sem tekin verður í notkun á þessu
ári, á að starfrækja bólíng eða
keiluspil og eru tækin þegar komin til
landsins. Á annarri hæðinni verður
síðan rými fyrir iðkun íþrótta sem í
enskumælandi löndum eru nefndar
squash og racketball en kallaðar eru
spað og snarbolti á íslensku. Á þriðju
hæðinni á síöan aö starfrækja
ráðstefnu- og veitingasali og ef til
vill verður þar dansgólf.
Það eru fyrirtækin Oöal og Sæl-
kerinn sem eru að reisa þessa
íþróttamiöstöð. Að sögn Jóns Hjalta-
sonar, framkvæmdastjóra Oðals,
höfðu þeir lengi leitað að húsnæði
fyrir bólíng árangurslaust er þeir
réðust í að reisa þetta hús. En slíkur
skáli þarf að vera minnst 22 metrar
að breidd og 55 metrar að lengd og
hann fannst hvergi. Bólíng-
brautirnar voru fluttar hingaö til
lands árið 1978 og bíða nú notkunar í
geymslu. I fyrsta áfanga hússins
verða 12 brautir í fyrstu og möguleiki
til fjölgunar um 6 brautir. Fyrsti á-
fangi byggingarinnar mun kosta um
24 milljónir króna.
Jón Hjaltason segir að ætlunin sé
að gera þarna alhliða íþrótta- og
tómstundamiðstöð sem henti fyrir
alla fjölskylduna. Fólk á að geta
komið þarna til að skokka í rjóðrum
Öskjuhlíðar, farið síðan í heita potta,
nudd eða sólarlampa og stundað
íþróttir eins og bóling, innigolf, spað,
snarbolta eöa leikfimi. Og til að gera
öllum auðveldara um vik á aö starf-
rækja þama bamagæslu. Eftir puöið
á síðan að vera hægt að kaupa
veitingar. Fagmaður á hverju sviði á
að reka hverja deild en veitinga-
'i**r..
Svona kemur hin fyrirhugaða iþróttamiðstöð til með að líta út séð úr vestri.
Gólfflötur hússins er um 4 þúsund fermetrar og innanmálið 20 þúsund rúm-
metrar. DV-myndir EÖ
A þessu likani ma sja staösetnmgu
byggingarinnar. Vegurinn til vinstri
er aðkeyrslan að Hótel Loftleiðum og
lágreistu húsin sem standa við veg-
inn eru aðsetur Bílaleigu Flugleiða.
íþróttamiðstöðin stendur í gömlu
grjótnámi sem notað var við hafnar-
gerð fyrr á öldinni.
stofa, böð og skiptiklefar verða
reknir sameiginlega.
Ekki er tQ nein áætlun um hvenær
öllum þessum framkvæmdum
verður lokið en Jón Hjaltason segir
að stefnt sé að því að ljúka
byggingunni á þessum áratug enda
sé þaö gagnkvæmur skilningur eig-
enda og borgaryfirvalda að
óæskilegt sé að framkvæmdimar
taki lengri tíma. En framkvæmda-
hraöinn ræöst auðvitað af því
hvernig keiluspilið leggst í landann,
hvort þaö nær jafnmiklum
vinsældum hér og í Vesturheimi.
-ÖEF.
TVEIR NYIR
VARAÞINGMENN
Slæmt vinnuslys við Esjuna
Tveir varaþingmenn tóku sæti á
Alþingi í gær vergna utanlandsferða
þingmanna og hefur hvorugur þeirra
tekið sæti áöurá yfirstandandi þingi.
Elsa Kristjánsdóttir, bókari í Sand-
gerði, tók sæti Geirs Gunnarssonar,
þingmanns Alþýðubandalagsins í
Reykjaneskjördæmi, en hann er nú í
opinberri heimsókn í París á vegum
franska þingsins. Elsa Kristjánsdóttir
skipaði 2. sætið á lista Alþýðu-
bandalagsins á Reykjanesi í síðustu
kosningum.
Bjarni Guðnason prófessor hefur
tekið sæti Jóns Baldvins Hannibals-
soknar, þingmanns Alþýðuflokksins í
Reykjavík, sem einnig er í opinberri
heimsókn í París. Bjarni Guðnason
hefur áöur setið á Alþingi sem þing-
maður fyrir Samtök frjálslyndra og
vinstri manna en við síöustu þing-
kosningar skipaöi hann 3. sætið á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Þá hefur Guðmundur H. Garðars-
son einnig tekið sæti á Alþingi sem
varamaður Péturs Sigurðssonar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Guðmundur hefur áður setið sem
varamaður á þessu þingi.
-ÖEF.
Slæmt vinnuslys varð við
flutningaskipiö Esjuna sem liggur í
Reykjavíkurhöfn, síðdegis í fyrra-
dag. Einn af skipverjunum var við
vinnu sina á landgangi skipsins er
hann missti fótanna og klemmdist
annar þeirra milli landgangsins og
skipsins.
Kalla þurfti til slökkviliðið sem
kom með klippur sínar, eða atgeir, til
að losa manninn. Tók það nokkum
tíma en maðurinn er illa fótbrotinn
eftir slysið.
-FRI.
Fyrirlestur
endurtekinn
Fyrirlestur Þórhalls Vilmundar-
sonar prófessors, Hver var hetjan i
Hólminum? vakti mikla athygli, þegar
hann var fluttur fyrir tveim vikum, og
vegna fjölda tilmæla úr ýmsum áttum
verður fyrirlesturinn endurtekinn
miðvikudaginn 9. maí kl. 20.40 í há-
tíðarsal Háskóla Islands.
Ollum er heimill aðgangur.
Vidtalið við John
Peterson:
Samkomurnar
voru í
síðustu viku
I viðtalinu við John Peterson,
Bandaríkjamanninn sem biður fyrir
sjúku fólki og þeim sem eiga í erfiðleik-
um, sem birtist í DV í gær, var sagt að
hann yrði á samkomum í Brautarholti
28 á fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagskvöld. Þessar samkomur voru
haldnar í síðustu viku.
Astæðan fyrir því aö þetta var í
viðtalinu, er sú að undirritaður ræddi
við John Peterson í síðustu viku og
reiknaði með því að viðtalið birtist
áður en samkomurnar yrðu haldnar.
Undirrituðum varð það hins vegar á
aö taka þessa klausu ekki út úr
viðtalinu er það var sett inn í blaðið til
birtingar í gær.
Beöist er velvirðingar á þessu. Jafn-
framt er þeim sem hafa áhuga á að
vita meira um John Peterson, bent á
aðhringjaísíma 78307. -JGH.
Kvartaði
vegnabrytans
— en kærði ekki kokkinn
I frétt hér í blaðinu fyrir skömmu
sagði, að trúnaðarmaður starfsmanna
Litla-Hrauns hefði kært kokkinn fyrir
skemmdan mat. Það rétta er að
trúnaðarmaðurinn kvartaöi viö for-
stjóra Litla-Hrauns vegna brytans á
staðnum. Hér er um að ræða
pylsupakka sem brytinn hafði lagt á
borð fyrir næturvaktina. Á pakkanum
stóð hver væri síðasti leyfilegur
söludagur og var liðinn hálfur annar
mánuður frá þeim degi. Var
pylsupakkinn tekinn úr umferö.
Bjarni Guðnason, varaþingmaður
Alþýðuflokks.
Elsa Kristjánsdóttir, varaþingmaður
Alþýðubandalags.
FISKVERKENDUR - UTGERÐARMENN
■ ■■"V
Er hægt að tvöfalda verðmæti þess tak-
markaða afía sem að landi kemur með
nýjum framleiðsluaðferðum?
Og hvað ef hægt væri að framkvæma
slika verðmætaaukningu á ótrúiega hag-
kvæman hátt?
Hafið þið athugað möguleikana með
gámafrystingu?
Væri hugsanlegt að hægt væri að fjár-
magna fjárfestinguna með framleiðslu?
Við höfum frystigámana, geymslugám-
ana og fíutningagámana.
Hafið samband og ræðum þessar
spurningar, það getur borgað sig.
UPPGERÐIR GAMAR FYRIR KÆLI-
og frystivörur LEIGA EÐA SALA
FRYSTI-OG KÆLIGÁMAR hf SKÚLAGÖTU 63RVK. S.25880