Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1984. Frjálst,óhó6 dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS P'jÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON. FramkvæmdáStjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON oglNGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugeró: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25 kr. Seintekinn þjóðargróði Nýlega kom fram á aðalfundi eins bankans, að eftir- spurn eftir lánsfé sé þrefalt meiri en framboöið. Slíkt er ástandið enn, þótt vextir séu loksins orðnir jákvæðir og þótt bönkunum hafi verið heimilaö að hefja samkeppni um að laða að sér sparif járeigendur. Verðbólgan hefur komið sér þægilega fyrir í 10% hæga- gangi og er ekki líkleg til að lækka frekar í bráð. Miðað við það er eðlilegt að túlka skakkan lánamarkað þannig, að vextir þurfi að hækka á nýjan leik. Þeir þurfi að verða jákvæöari en þeir hafa verið. Steingrímur Hermannsson hefur að vísu sagt, að vaxta- hækkun komi ekki til greina. Þar með er hann raunar aö segja, að hann treysti sér ekki til að nálgast jafnvægi á lánamarkaði meira en orðiö er. Eftirspurnin muni áfram verða þrefalt meiri en framboðið. Það hefur sínar góðu hliöar, að Steingrími og félögum hans í ríkisstjórninni hefur tekizt að gera ísland að lág- launasvæði. Fyrirtækjum er farið að vegna betur og kjarkur til athafna hefur aukizt. Þetta vekur vonir um efldan þjóðarhag og betri lífskjör í framtíðinni. Aukinn máttur fyrirtækja leiöir til aukinnar sóknar þeirra í lánsfé til uppbyggingar. Ráðamenn þeirra telja fyrirhugaöar fjárfestingar svo arðbærar, að þær muni standa undir hinum jákvæðu vöxtum, sem nú ríkja. Sumar gætu vafalaust staðið undir hærri vöxtum. Hið fullkomna jafnvægi fælist í, að vextir yrðu svo háir, að framboð og eftirspurn væru jöfn. Þá mætti ætla, að einungis væri ráðizt í arðbærustu f járfestinguna. Þannig mundi takmarkað sparifé landsmanna nýtast hraðast, endurnýjast örast til nýrrar f járfestingar. Þar sem ríkisstjórnin hefur ekki þessa hugsjón að leiðarljósi, reynir hún í staðinn aö skammta lánsféð. Hún reynir að velja úr þennan eina af hverjum þremur, sem fær peningana. Þetta hafa ríkisstjórnir alltaf gert og sjaldnast út frá neinum arðsemissjónarmiðum. Ríkisstjórnin hefur beðið Alþingi um heimild til að auka svokallaða bindiskyldu bankanna í Seðlabankanum um 10%. Með því er ætlunin að taka lánsfé af hálfopnum markaði bankakerfisins og færa inn í sjálfvirka kerfið, sem forgangsgreinar njóta í Seðlabankanum. Peningar eru raunar aldrei bundnir í þeim banka. Þeir fara út jafnharðan í formi sjálfvirkra lána á betri kjörum en tíðkast á almennum markaði. Þannig er tryggt, að gæludýrin fái sitt, meðan arðbær verkefni slást um niður- skorið fjármagn bankakerfisins. Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á jafnvægi á lána- markaði er ein af orsökum þess, að enn er krafizt 75% út- borgunar í fasteignaviðskiptum, þótt verðbólgan hafi snarlækkað á einu ári. Þessi útborgun sýnir, að eftirspurn eftir steypu er meiri en framboðið. Dæmin sýna, að hér ríkir ekki kreppa, heldur þensla. Hún gefur vonir um fulla atvinnu í náinni framtíð og bætt lífskjör í fjarlægari framtíð. Þetta er góða hliðin á annars þungbærri láglaunastefnu. En svo viröist, að ríkisstjórnin ætli að láta við þá stefnu eina sitja. Núverandi svigrúm ætti hins vegar að nýta til að koma á jafnvægi og jafnrétti á lánamarkaði, svo að peningar renti sig sem örast og þjóðin verði aftur rík. Meðan framboð á lánsfé er aðeins einn þriðji af eftirspurn verður seintekinn þjóðargróðinn af þessari ríkisstjórn. Jónas Kristjánsson. Eftir helgina Barátta fyrir réttum stalli Þá er kominn eldaskildagi, eöa öllu heldur verður hann á morgun, og lokadagur á vetrarvertíð verður svo hinn daginn, enda komið fram í fjórðu viku sumars, en í lok hennar hófst vorvertíð á þeirri fornu, indælu tíð, þegar betri bændur og byskups- stólar gerðu út hin svörtu skreiðar- skip. Svo kom vinnuhjúaskildagi, þannig að þaö er víðar en í stallhúsi Sjáifstæðisflokksins, er menn telja sig um þetta leyti greina það vor, er kallar á breytingu í verklagi og í búskap. Að vísu á sumarið enn nokkuð örðugt uppdráttar á samlagssvæð- inu. Það deyr í næturfrosti hverja nótt eins og veikt, drukkiö skáld. Og þótt eigi verði annað sagt en aö oftast takist almættinu aö efna í sæmilega kvöldfegurö í noröan, vantar þó enn þann herslumun, er staöfestir það, aö endanlega sé komið sumar; alveg eins og þaö er ekki alveg komið á hreint, hvort Jón í Stóradal sé enn formaður bændaflokksins, eða hvort Þorsteinn Pálsson hafi tekiö til fulls við af Jóni Þorlákssyni, sem for- maður Sjálfstæðisflokksins. Því vakti það töluverða athygli í Reykjavík, þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagöi frá því á fundi úti á landi, aö endurskoða þyrfti ráðherralista og stalla upp í ríkisstjórninni. Og þær yfirlýsingar, sem á eftir hafa komið, staðfesta, að byskupsskip muni ekki standa uppi lengiúrþessu. Leynlskýrsla um mjólk Um helgina voru mörg mál á dag- skrá. Vond vertíð, vondar kartöflur og verölagning á búvörum. Þaö sem einkum vekur athygli ómegöar- manna, er leyniskýrsla, sem pöntunarfélagiö Hagvangur gjörði fyrir forsætisráðuneytið árið 1981 um verðmyndunarkerfi í mjólkuriönaöi, en skýrsla þessi hefur nú komist í umferð. Það sem einkum vekur þó athygli manna, er að sexmanna- nefnd fær allar upplýsingar sínar, til að verðleggja mjólk eftir, frá Mjólkursamsölunni sjálfri, enda kemur í ljós að framleiöni í mjólkur- iðnaði hefur ekkert aukist á tíma- bilinu 1970—1980, þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Einnig kemur í ljós, að fjölgun hefur átt sér stað á starfs- fólki á sama tíma, þrátt fyrir minnk- andi mjólkurmagn og að nýmjólk er ekki haldiö aöskildri í reikningPfrá samsölubrauði, mangó, kókó og jógúrt og öðru, er sexmannanefnd varðar ekkert um. Að vísu skal það játað, að vitað var að sexmanna- nefndin borðaði ekki sjálf, heldur var hún mötuð. Hliðstæður í tölum hennar er hins vegar naumast að hann verður sendur í verslanir á ný; en þar á bæ er talið að vondar kartöflur verði góöar, ef þeim er raöaö. Ekki skal amast við því að ríkiö raði sínum kartöflum aö vild, það er aö segja svo lengi sem þær koma ekki í búðir. Hitt er öröugra aö um-, bera og skilja, hvers vegna Island skuli eitt landa, stööugt geta keypt skemmdar kartöflur, því erlendis munu aðeins rottur og svínabændur komast í þá gæöaflokka er Eyvindur rauður, finnur með sínu gullauga, á ferðum sínum um sorphauga Evrópu. Og eftir langar ferðir og margar ferðir vítt um heiminn, minnist maður þess nú ekki að hafa haft á borði sínu kartöflur, sem hefur veriðraðað. Kartöflur í verslunum, á vinnu- stöðum og á heimilum manna í út- löndum virðast aðeins vera góöar. Og svo eru þær ódýrari, því þeim hefur aldrei verið raöað, eins og gjört er hér heima. Og meira að segja í heimsstyrjöldinni fyrri og þeirri síðari líka, virtust aðeins vera til góðar kartöflur, er menn suðu í bensíndunkum, þegar tíðindalaust var á vesturvígstöðvunum, eöa þegar skriðdrekarnir fóru ekki í gang í frosthörkunum við Stalingrad. Um það eru heimsbókmenntirnar tU vitnis. Og þyrfti Island því endilega > að sneiða framhjá þeirri náðargáfu, sem farið hefur verið eftir tU þessa við kartöfluinnkaup erlendis. Það er skUjanlegt, að brugðið geti til beggja vona hjá kartöflubændum á Islandi. En í innflutningi munum við ekki til eiUfðar sætta okkur við það raðaða svínafóður, sem grænmetið býður okkur upp á, ár eftirár. Ennógumþað. Sunnudagurinn kom gráklæddur innyfir landið, og í birtingu sást ekki til sólar á Suðurláglendinu. Hafið var samt blátt og frá ströndinni sáum við bát á siglingu vestur meö landi. Fuglar þögðu og hafið stundi, því ekkert virðist ganga upp á Islándi lengur. Meira að segja páskahrotan brást okkur að þessu sinni. Verkstjórinn í frystihúsinu sagði mér, að skata, keUa og langa, væru nú helst á krókum línubáta, og ef það væri ekki ýsan, sem togbátamir koma með að landi, væru frystihúsin búin að ioka. Sem dæmi um afla- samsetningu nefndi hann, að bátur, er landaði 23 tonnum, var aðeins meö 3 tonn af þorski. Annaö var verölaust gams að kalla. Við í votasefinu og vegarfanum bíöum nú sumars og horfum til hvítra fjalla, er gnæfa yfir gjald- þrota landið. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. finna í víðri veröld, nema ef það væri, þegar brotist var inn í innanríkisráðuneytið í PóUandi tveim dögum fyrir kosningar fyrir nokkram árum og kosningaúrslitun- um varstolið. Sumsé; verð á mjólk er ekki byggt á framleiöslukostnaöi, heldur er alfarið stuðst við upplýsingar Mjólkursamsölunnar og við skáld- skap. JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Að vísu höfum við framsóknar- menn lengi reynt að halda uppi réttri lyrikk í voru dalalífi og landbúnaði, en maður hélt þó að sexmanna- nefndin leitaði ekki einvörðungu til Mjólkursamsölunnar með ráð í sínum vanda, eða sæti með öðrum orðum undir mangótrénu sjálfu við að semja reikning, enda er útkoman í samræmi við það. Mjólk er dýr, léttmjólk er dýr, h'ka undanrenna, en rjómi er hins vegar fremur ódýr, enda framleiddur mest í fátækum vinnslubúum langt frá samlagssvæði eitt. Er t.d. aðeins 300% dýrari í búð en rjómi er í Dan- mörku, samanber skyndikönnun á verði matvæia, sem gjörð var á Norðurlöndum, nýverið til saman- burðarviðlsland. Kartöflur valdar með gullauga Hitt aðalmál helgarinnar, er menn ræddu, var skemmdu kartöflumar, en landið verður nú að vera kartöflu- laust í nokkra daga, meðan Grænmetisverslunin er að raða óhugnaðinum upp á nýtt, áður en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.