Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Síða 40
Fréttaskotið
68-78-58
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krðnur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1984
WoHgang Petersen, hinn nýi leik-
stjóri. Hér er hann við töku myndar-
innar „Das Boot".
Wolfgang Petersen
ráðinn í
stað Loncraine:
Listrænn
ágrein-
ingur
— sagðurástæða
brottfarar Loncraine
Tökum myndarinnar Enemy Mine
er hætt hér á landi, leikst jórinn R. Lon-
craine er farinn úr landi og nýr leik-
stjóri hefur verið ráöinn að myndinni
sem haldiö verður áfram með í Ung-
verjalandL
Nýi leikstjórinn er Wolfgang Peter-
sen sem vakti athygli fyrir mynd sína
„Das Boot” en hann hlaut útnefningu
til óskarsverðlauna fyrir þá mynd.
I tilkynningu frá 20th Century Fox
og frá Stanley O’Toole, framleiðanda
myndarinnar, er sagt að Loncraine
hafi farið frá verkefninu vegna list-
ræns ágreinings, hafi brottförin verið
með samþykki allra aðila og verið vin-
samleg.
Loncraine hefur átt í erjum við for-
ráðamenn Fox og framleiðandann
vegna myndarinnar, því eins og getið
var um í DV fyrir nokkrum vikum lá
við að hann hætti við leikstjóm mynd-
arinnar áður en tökur hófust á Islandi. '
-FRI
lukkudagar\
8. MAÍ
3690 - |
HARMÓNÍKA FRÁ I.H. HF.
AD VEROMÆTI KR. 1.500,-
LOKI
Nú gilda boxhanskarnir
í töxtunum í staö
gömlu ökuhanskanna!
LEIGUBÍLATAXTAR
GEFNIR FRJÁLSIR?
— „Ekkert sem bannar nú samkeppni undir hámarkstaxta,” segir verðlagsstjóri
Stríði leigubílstjóra út af tilboöum
í akstur fyrir Borgarspítalann og
samningi spitalans við Bæjarleiðir
er ekki lokið. Á fundum um málið er
meirihluti gegn „niðurboðum” frá
taxta, en þeir segja að Bæjarleiðir
taki nú 21% undir honum. „Það er
ekkert sem bannar nú samkeppni
undir hámarkstaxta,” segir Georg
Olafsson verðlagsstjóri um málið.
Taxtar leigubíla eru undir
verðlagseftirliti, þó þannig að það á-
kveður aðeins hámarkstaxta.
Verðlagsstjóri segir það ljóst að
landslög banni ekki leigubíla-
stöðvum að lækka verð frá þeim
taxta. Samkomulag eða ákvörðun
um slíkt bann geti aðeins staöið á fé-
lagslögum bilstjóranna en ekki
landslögum.
Ef taxtar leigubila væru frjálsir
gilti um þá það ákvæði laga, sem
leggur bann við samkeppnishöml-
um. Þykir nú koma til greina að
leigubilataxtarnir verði gefnir’
frjálsir. Samkeppni sé næg og líklega
um 200 bilum ofaukið á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem nægi 400—500
leigubílar. Tilhneiging leigubílstjóra
til þess að halda uppi háum töxtum
við þessi skilyrði stangist algerlega á
við anda og eðli þeirra frjálsu
viðskiptahátta sem stefnt sé að.
Er í þessu sambandi vísað til þess
að nú hafi Verðlagsstofnun uppi sér-
stakar aðgerðir til þess að koma í
veg fýrir samráð um taxta hjá ýms-
um stéttum, nema þá viðmiðunar-
taxta.
-HERB.
0MARIAREKSTRI
Enginn er hólpinni umferðinni.Ekki einu sinni rallkappinn og bila-
fræðingurinn Ómar Ragnarsson sem þarna klórar sér i kollinum og
virðir fyrir sér skemmdirnar eftir árekstur sem hann lenti i i Nóatún-
inu nú i morgun. Sagt er að Ómar hafi verið irétti. DV-mynd GVA.
Álit Sigurðar Líndals:
Búsetián
lánsréttar
Sigurður Líndal prófessor segir í
áliti sem hann samdi aö beiðni fé-
lagsmálanefndar neðri deildar að
ákvæði frumvarps um Húsnæðis-
stofnun taki engan veginn af tvi-
mæli um aö húsnæðissamvinnufé-
lög eða aðrir sem stofna til félags-
skapar i þvi skyni að eiga og reka
leiguibúöir eigi rétt til lána. Sama
telur hann eiga við búseturéttar-
íbúöir og ráðleggur hann nefndinni
aðsetja hérumskýrariákvæði.
Talsverðar deilur hafa staðið
um þetta atriði milli stjórnarflokk-
anna. Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra er þeirrar skoðunar
að frumvarpið tryggi húsnæöis-
samvinnufélaginu Búseta rétt til
lána úr Byggingarsjóði verka-
manna en sjálfstæðismenn eru á
móti þeirri túlkun eins og ákvæði
frumvarpsins eru nú. Mál þetta
hefur verið til umræðu milli stjóm-
arflokkanna undanfarna daga og
þeim umræðum verður haldið
áframídag.
oef
FALKAEGGIAÞJOFARNK
LAUSIR ÚR HALDI
— grunsemdir um að fleiri ætli sér að iáta greipar sópa í fálkahreiðrum
hérálandi
Fálkaeggjaþjófamir sem teknir
vom í Gilsfirði í siðustu viku eru
lausir úr haldi. Þeir em þó í farbanni
og gert að vera innan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur þar til
rannsókn er lokiö.
Að sögn Hallvarðs Einvarðssonar,
rannsóknarlögreglustjóra ríkisins,
miðar rannsókninni vel áfram.
Ungu, þýsku hjónunum var sleppt á
laugardag, þar sem talið var að þau
hefðu skýrt frá öllu er þau vissu, þótt
gæsluvarðhaldsúrskurðurinn væri til
9. maí. Við yfirheyrslur kom í ljós að
þau komu hingað í þeim tilgangi að
ræna fálkahreiður og þau voru send
hingað af þýskum aðila. Hver sá aðili
er mun ekki með öHu ljóst.
Rannsóknarlögreglan hefur leitað
aðstoðar vestur-þýsku lögreglunnar
til að kanna þá hlið málsins.
Hvort þýsku hjónin hafi haft
íslenska samstarfsmenn er ekki
ljóst, né heldur hversu þungan dóm
þau fá. Þegar rannsókninni verður
að fullu lokið, verður málið sent
ríkissaksóknara sem taka mun
ákvörðun um frekari málatilbúnað.
Þá mun útlendingaeftirlitinu hafa-
borist töluvert af upplýsingum
varðandi fálkaþjófa sem munu vera
væntanlegir hingað til Iands eða vera
staddir hér.
„Við könnum öll svona mál og ger-
um okkar ráðstafanir. Okkar aðilar
og samstarfsaðilar eru í viðbragðs-
stöðu,” sagði Jóhann Jóhannsson hjá
Utlendingaeftirlitinu. „Nánari
upplýsingar get ég ekki gefið, því
það hljóta að vera grunsemdir um
íslenska samstarfsmenn. Slíkar upp-
lýsingar væru til þess eins að vara
þávið.”
Samkvæmt heimildum DV mun
þýskur fuglafriðunarmaður hafa
kært ungu hjónin til vestur-þýskra
yfirvalda í tengslum við þetta mál.
Ekki er ljóst hvað er fólgið í þeirri á-
kæru en líklega mun það vera
varðandi smygl á fálkaeggjum til
Þýskalands, en það var það, sem
ungu hjónin hugðust gera. -KÞ.