Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984. Tækin skrúfuð á Helga. MeO vissu millibili er hert á skrúfunum sem festa tækin og er þaO mjög sársaukafullt. Það hjálpar vaxtarstöðvunum ti! að fara afstað. Ilizarov, tH vinstri, þá Helgi og faðir hans, Óskar Einarsson. Fremst á myndinni og fyrir aftan Heiga eru aðstoðarlæknar. Læknamir ánægöir með árangurinn” segirHelgi Óskarsson, sem verið erað lengja íannaðsinní Síberíu, íbréfi þaðan Helgi erfimmtán áraídag „Þetta er erfitt og ég fæ oft mikla verki en þaö eru allir hér svo góöir viö mig og prófessor Ilizarov er mjög ánægöur meðárangurinn,” segirHelgi Oskarsson, íslenski drengurinn sem lengdur hefur verið í Siberiu, í bréfi frá Kúrgan. Helgi, sem er fimmtán ára í dag, dvelur nú á sjúkrahúsinu i Kúrgan i annað sinn. Var framkvæmd á honum aögerö 5. apríl síðastliöinn þar sem lengdir voru á honum lærleggimir. Eins og kunnugt er var Helgi iengdur um 18 sentimetra í fyrri ferð sinni til Kúrgan. Hann var 114 sentímetrar þegar hann lagöi upp í feröina tU Kúrg- an og 132 þegar hann kom heim. Síöan lengdist hann svo um tvo sentímetra til viðbótar en þaö er algengt aö þetta fólk taki smávaxtarkipp eftir nefnda aö- gerö. ,,Eg hef þegar lengst um fimm sentí- metra viö aögeröina núna,” segir Heigi í bréfinu. „Læknarnir hér segja mér að ég komi til meö aö lengjast um Dataun Chofry QL 1M3, hvttur, ajélfak., út- varp + Mflpfband, aúHúga o. fl„ aklnn 23.000 km.Varú 3*0.000,- Mazda 12* L 10*0, M*r, akbm aðoina 30.000 km,’ rjálfaklpttir, tvalr dakkjagangar o. fl, Varúkr, 230.000,- VkiMoll aporthill, Honda Praluda 11, oullfallagur bill. Varð kr. 300.000.- Waoonaar 1*71, afnrauður, aklnn «.00« mHur, ajúlfak., 0 «yl„ rafatfrl, quatratrac, út- varp, aagulband. Bill I toppatandi. Varð fcr, 420.000,- Skipti, tíu til tólf sentímetra viö þetta núna eftir mánaöarlengingu. Eg þarf svo aö vera meö tækin . í þrjá mánuöi í viöbót meöan beinin styrkjast. Annars er þetta ekkert nema þrot- lausar æfingar. Eg geng þrjú til fjögur hundruð metra á dag og er í æfingum þrisvarádag. Eg hef tekið mjög miklum framför- um og allir eru mjög ánægöir. Aðgerö- in þykir hafa heppnast svo vel,” segir Helgi. Þegar Helgi fór utan núna var hann 134 sentímetrar. Eftir þessa aðgerð veröur hann um 146 sentímetrar og taki hann einnig vaxtarkipp má reikna meö aö hann veröi 150 sentímetrar þegar upp veröur staöið. Helgi á svo eftir aö fara enn einu sinni til Kúrgan en þá veröa handlegg- irhanslengdir. Þegar Helgi fór utan núna síöast var í för með honum 18 ára gömul stúlka, Valgerður Hansdóttir Lindberg, sem einnig hef ur farið í aðgerð á s júkrahús- inu. Voru fótleggir hennar lengdir 5. april. Sú aögerö mun og hafa tekist vel. Valgerður var um 134 sentímetrar fyr- ir aðgeröina. Taki hún sams konar framförum og Helgi og láti einnig lengja lærleggi sína má reikna meö að hún veröi nálægt 165 sentímetrum þeg- ar upp veröur staöiö. Þá eru og í för meö þeim Helga og Valgerði feöur þeirra beggja, þeir Oskar Einarsson og Hans Lindberg. Þeir sjá aö miklu leyti um æfingar barna sinna undir leiðsögn læknanna. -KÞ a»----------... > Valgerður, nýkomin með tækin. Það er faðir hennar, Hans Lindberg, sem er til vinstrl, Óskar Elnarsson tilhægri. Fyrst eftir aOgorðirnar eru sjúkling- * • < ML arn-n þundnir upp Þvl ekkert má Slegið á létta strengi. Það er starfs- ganga á mis. Það er Helgi sem ligg- maður sjúkrahússins sem er með ur i rúminu og faðir hans beygir sig íslendingunum á myndinni. yfirhann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.