Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 14
ÖI ÍSLENSKA ÓPERAN ; ___I 111 I GAMLA BiÚ INGÓLFSSTRÆTl Söngnámskeið Islenska óperan verður með námskeið fyrir söngvara frá 9. júli til 2. ágúst. Kennarar verða próf. Helene Karusso og óperusöngvarinn Kostas Paskalis, óperustjóri þjóðaróperunnar í Aþenu. Þau munu leiðbeina söngvurum í raddtækni og vinnu á leiksviði. Þeir sem hafa áhuga tilkynni þátttöku og fái nánari upplýsing- ar í síma 27033 daglega milli kl. 15 og 17. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Einholti 2, þingl. eign Kauplands sf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Þing- holtsstræti 4, þingl. eign Auðar hf., fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri f östudaginn 11. mai 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbi. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta i Barónsstig 19, þingl. eign Hafþórs Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 12. og 15. tbl. lögbirtingablaðs 1984 á hluta i Meðalholti 4, þingl. eign Kristjáns Karlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingabiaðs 1984 á Grettisgötu 54B, tal. eign Vilborgar Karlsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavik, Landsbanka íslands og Gunnlaugs Þórðarsonar hri. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. mai 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Miklubraut 76, þingl. eign Guðna M. Henningssen, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 12. og 15. tbLLögbirtingablaðs 1984 á hiuta i Lind- argötu 36, þingl. eign Jóhannesar G. Þorvarðarsonar o.fl., fer fram eft- ir kröfu Tryggingastofnunar rikisins á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 13.45. Borgarf ógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 82, 3. hæð, þingl. eign Jóns Guðvarðarsonar, fer fram eftir kröfu Gests Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. maí 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Grettisgötu 58B, þingl. eign Árna J. Baldvinssonar, fer fram eftir kröfu Trygginga- stofnunar ríkisins, Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis og Iðnaðar- banka íslands hf. á eigninni sjálfri f östudaginn 11. maí 1984 kl. 10.30. Borgarf ógetaembættið í Reykjavik. CSWKKKKIúKA' ■MM m .4-801 lAM .6 HUDAGUUIVCHM .VQ DV.MIÐVIKUDAGUR9:MATl984: - Menning Menning Menning Tónleikar Sinfóníuhljómsveitor islands f Hó- skólabíói 3. maf. Stjómandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Unnur Sveinbjarnardóttir. Efnisskró: Johann Sebastian Bach: Svfta nr. 5 f g-moll BMW 1070; Áskell Mósson: Konsert fyr- ir lógfiðlu og hljómsveit; Antonin Dvorók: Sinfónia nr. 9 f e-moll op. 95. Ekki ætla ég mér að rengja þá sem skráö hafa og frágengið til flutnings að svítan sú ama, sem hljómsveitin okkar byrjaði tónleika sína á, sé í raun og veru eftir gamla, góða meistara Bach. En það væri auðvelt að telja hverjum sem ekki hefði fyrir því óyggjandi sannanir að svo væri ekki. Svo til að ýta undir efasemdirnar er eins og sá kjami, sem vera kynni eftir Bach, hafi verið lagður í sírópslög hjá Johanni Nepomuk David og bætt á sykri í hönd- um Jacquillats og hljómsveitarinnar. Hreint ekki slæmur leikur—hefði bara átt betur við eitthvað annað en Bach. Eitt afkastamesta tónskáld okkar er Askell Másson og þarf tæpast að tíunda dugnað hans að undanförnu hér. Hljómsveitarkaflinn er laglega unninn með fallegri samtvinnun blásara og slagverks og einleiksþátturinn stílaður upp á að hann léki fiðlungur sem kynni vel um strengi að strjúka. Unnur Sveinbjarnardóttir lék einleikinn í lág- fiðlukonsert Áskels í einu orði sagt frá-. bærlega og þessum áheyrilega konsert Áskels var tekið í samræmi við eðli verksins og meöferð. Tónlist Eyjólfur Melsted Eftir aö hafa skilað lágfiðlukonsert Áskels Mássonar með prýði var eins og „stuöið” væri búið hjá hljómsveitinni. Nýja-heimssinfónían er músíkölsk þjóðsaga. Enn þann dag í dag er veriö að þvæla um áhrif nýja-heimsins ,í henni blessaðri og varla hefur nokkurt verk verið kópíerað jafnrækilega í kvikmyndamúsík vestrans. En ætli það sé ekki með hana eins og T-beins steikina að eiga uppruna sinn í Bæ- heimi og Slóvakíu, en verða fyrir knýj- andi þjóðsagnaþörf hins þjóðsagna- lausa, vestrænust af öilu vestrænu. En það var þetta með stuðið sem gufaöi upp. Eg veit að samkvæmt formúlunni á svona lagaö ekki að geta skeð — að hljómsveit spili ágætlega framan af konsert, en detti svo niður, og það nið- ur fyrir meðalmennskustrikið í glimr- andi lokaverki sem gaman er að spila. En svona er þetta nú samt, jafnvel hjá meistarakokkum getur sósan átt það til að hlaupa í kekki og skilja sig og þetta var bara ekki happadagur hljóm- sveitarinnar að öllu leyti. Hefði ekki komið til enska-homssóló Daða Kolbeinssonar í largokaflanum væri varla nokkurs góðs að minnast frá þessum argintætuflutningi. EM Dreifbýlið og byggðastefnan: Set/a togaraút- geih fyrír sunn- an á hausinn? Það má lesa það út úr skrifum Jón- asar Guðmundssonar rithöfundar í DV þ.20.og30. marssl. Þó svo að mánuöur sé síöan þau skrif birtust almenningi til lestrar þá er þaö svo að viö, sem stundum sjó- mennskuna, fáum blööin ekki reglu- lega, en þess í stað í stórum bunkum. Þessar greinar hans Jónasar eru svo skemmtilega vitlausar á köflum að ég má til að benda honum á nokkur atriði ef það gæti víkkað sjóndeildarhring hans nokkuð sem mér virðist vera fremur þröngur. Þér veröur tíðrætt um þá verkun sem togarar á Suðvesturlandi og Reykjavík fá í sambandi viö skiptingu á þorskinum og er það vel að einhver skuli bera hag þessara útgerða fyrir brjósti eins og þú virðist gera. En hefði ekki verið rétt að athuga forsend- ur þess aö þau skip, sem þú vitnar í, fengu ekki stærri þorskkvóta í stað þess að birta á prenti annað eins rugl og í grein þinni 30. mars sl.? Þar segir þú að BÚR togari fái 470 tonn af þorski aö meðaltali. En hver hefur þá meðal- afli þessara togara verið á ári viðmið- unartímabilið af þorski? Sennilega um 877 tonn á ári sé sömu reikningskúnst >. beitt og fyrir það skip, sem ég er á, en þar var þorskurinn skorinn niöur um 46,4% og ætli við séum nokkuð ánægð- ari með það en þið þama á suðvestur- hominu? Enn sami gamli draugurinn. Allir hafa viðurkennt að við þurfum að draga saman seglin í þorskveiðum, en hvar? Jú, hjá einhverjum öðrum( en okkur sjálfum. Allir vilja halda sínú og helst fá meira, og benda á þann næsta og segja að hann hafi nóg og þar megi minnka við. Þetta gengur víst ekki en er, að mér sýnist, þinn hugsanagangur í þessu máli eins og svo margra ann- arra. Það virðist vera þér þyrnir í aug- um aö U.A., Hólmavíkur- og Skaga- strandartogaramir, sem þú tilgreinir sérstaklega, hafi fengið meira í sinn hlut af gulu kökunni. Skoðaðu aflasam- setningu þessara togara síðustu 3 árin ,og skrifaðu svo aðra harmakveisu- grein um ranga skiptingu þorsksins og kúgun dreifbýlisins yfir Stór-Reykja- vikursvæöinu. Einnig má ráða af skrifum þínum aö við dreifbýlismenn og byggöarstefnan séum valdir að þeim samdrætti í tog- araútgerö sem átt hefur sér staö i Rvk og Hafnarfirði og ert með tölulegar upplýsingar þar um (það dró ekki af því). Sjálfsagt kemst þú aö þeirri nið- urstöðu næst að okkar sé lika sökin að sömu togarar hafa að mestu stundað karfa- og ufsaveiðar undanfarin ár með dágóðum árangri í tonnum talið, á sama tima og togarar dreifbýlisins hafa að mestu skrapað slóðir þorsksins með færri tonnum en sennilega fleiri krónum (betra fyrir útgerðina). Eg kem ekki auga á það réttlæti að ann- arsvegar skip, sem hefur karfa aö uppistööu í afla sínum, og hinsvegar skip, sem hefur þorskinn sem uppi- stöðu viðmiðunartímabilið, séu sett hlið við hlið er að skiptingu þorsksins kemur, enda hafa þeir menn er að þessum málum unnu blessunarlega ekki séð það heldur. Og með því skipt sér heldur mikið af sóknarhætti skipa (nóg er það samt) og einnig að úthluta þeim stærri hluta af þorski sem þeir hafa lítið borið sig eftir undanfarin ár (samanb. aflasamsetn.). Heldur hald- ið sig við karfann. Sjálfsagt má finna þessari úthlutunarreglu allt til foráttu og fæstir ánægðir með sinn hlut. En hún ætti að sýna hverjum og einum í stórum dráttum aflasamsetningu hvers skips eða báts síðustu þrjú árin og menn verða að súpa seyðið af því nú hvernig hún hefur verið, en ekki bölsót- ast út í þá sem kannski hafa fengið eitt- hvað skárri skiptingu. Þú spyrð um viðbrögð Norðlend- inga, hefðu þeir fengið sömu verkun og Reykvíkingar, eins og þú orðar það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.