Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984. Atriði úr Lifmyndir sem leikteiag soinelma *tlar að syna a Norðurlondum. Þroskaheftiri leik- för um Norðurlönd Leikfélag Sólheima í Grimsnesi hyggur á leikför um Norðurlönd með látbragðsleikinn Lífmyndir í júní- mánuði. Lífmyndir er látbragðs- leikur í 14 þáttum, saminn af staris- fólki Sólheima en í öllum hlutverkum eru vistmenn heimilisins sem er elsta starfandi stofnun fyrir þroskahefta hérlendis. Islendingum gefst þó kostur á aö sjá verkið áöur en haldið verður til Norðurlanda því nk. sunnudag, 13. maí verður verkið sýnt í félagsheim- ili Seltjarnamess klukkan 15.00 og 17.00. Þá verður farið með það til Akureyrar og Egilsstaða síðar í mánuðinum. Lífmyndir höfðar sérstaklega til aðstandenda þroskahefta og þeirra sem starfa með þroskaheftum eða láta sér annt um aöbúnað þeirra. Leikarar eru 13, leikstjóri er Magnús J. Magnússon og tónlist eftir Mist Þorkelsdóttur. -EIR. KAUPFÉLAGSSTJÓRA- SKIPTIA DALVÍK Kaupfélagsstjóraskipti uröu á Dalvík um mánaðamótin. Kristján Olafsscn, sem verið hefur kaupfélags- stjóri þar síöan 1972, lét af störfum en við tók Rögnvaldur Skíði Friöbjörns- son. Rögnvaldur hef ur verið skrif stof u- stjóri KE A á Dalvík. Kristján kveður ekki Dalvík þótt hann hætti sem kaupfélagsstjóri. Hann veröur sjávarútvegsfulltrúi kaup- félagsins og með aðsetur sitt á Dalvík. Meginhlutverk hans verður að fylgjast meö sjávarútvegi og fiskvinnslu hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. JBH/Akureyri ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Suðurf jarðarveg í Fáskrúðsfirði. (3,0 km, 45.000 m3). Verkinu skal lokið fyrir 1. nóvember 1984. Utboösgögn verða afhent hjá Vegagefö ríkisins í Reykjavík og á Reyðarfirði frá og meö 10. maí nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14 þann 21. maí 1984. VEGAMÁLASTJÓRI. UMBOÐSMENN VANTAR STRAX HAFNIR Upp/ýsingar hjá afgreiðslunni í síma 27022 ÓLAFSVÍK Upplýsingar gefur Anna Valdimarsdóttir í síma 93- 6443. Einnig eru aiiar uppiýsingar á af- greiðsluDV, Þverhoiti 11, sími27022. Þingsályktunartillaga Hjörleifs Guttormssonar: Athugun á þjón- ustu flugfélaga „Sú staðreynd að flugfélögin hafa einokunaraðstöðu á tilteknum flugleið- um hefur ótvírætt þá hættu í för meö sér að dregið er úr þjónustu viö far- þega umfram það sem væri ef um virka samkeppni milli flugfélaga væri að ræða. Þessu þarf að mæta með skýrum reglum sem flugfélögunum sé gert að fara eftir varðíuidi þjónustu við farþega og liður í því hlýtur að vera ákveðiö lágmark starfsmanna til að sinna farþegum.” Svo segir í greinargerö meö þings- ályktunartillögu sem Hjörleifur Gutt- ormsson hefur lagt fram á Alþingi. I tillögunni er gert ráö fyrir að ríkis- stjómin láti fara fram ítarlega úttekt á þjónustu viö farþega á flugleiðum inn- anlands og á samgöngum viö flugvelli og geri tillögur til úrbóta. Verði sér- staklega könnuð aðstaöa flugfélaga til að rækja eölilega þjónustu við farþega, núverandi þjónusta af hálfu flugfélag- anna við farþega í áætlunarflugi, með- al annars þegar tafir verða, og sam- göngur að og frá flugvöllum, meðal annars með sérleyfisbifreiðum, og reglur um snjóruðning af vegum í því sambandi. Lagt er til að úttektinni verði lokið fyrir 1. desember næstkomandi og þá skilað um hana greinargerð til Alþing- is. OEF Skáldið og Framsóknar flokkurínn „Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins tekur að sér að úrskurða á fundi sínum í þessu máli, aðeins tveimur dögum eftir aðalfundinn án þess að málið væri þar á dagskrá ...” Myndin er frá miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins á Akureyri. Enda þótt ég kunni vel að meta skáldsagnagáfu Indriöa G. Þor- steinssonar, þykir mér verra, þegar hann blandar henni saman við raun- veruleikann, eins og gerðist í kjaUaragrein hans í DV sl. föstudag, er hann fjallaði um aðalfund fulltrúaráös framsóknarfélaganna í Reykjavík. Mér finnst Indriði nokk- uð djarfur að bera á borð ósannindi um fundinn, vitandi, aö á annað hundrað manns voru viðstaddir þennan aðalfund og hafa aðra sögu að segja en skáldið. Sannleikurinn er sá að á umræddum aöalfundi var framið óvenjulegt brot á almennum fundar- reglum, sem orsökuðust vegna van- hæfni fundarstjóra. Kjósa skyldi tvo aðila í húsbyggingarsjóð Framsókn- arflokksins. Frá framsóknarfélögun- um komu fram tillögur um Kristin Finnbogason og Guðnýju Laxdal, sem sátu fyrir í stjórn, en Indriöi G. stakk upp á Tómasi Ola Jónssyni, forstöðumanni bifreiðadeildar SlS. Meðan atkvæðaseðlum var dreift, var fundarstjóri spurður, hvort at- kvæöaseöill væri gildur, ef einungis kæmi fram eitt nafn. Svaraði hann því játandi. En um það bil, sem at- kvæöagreiðslu er að ljúka og byrjað að safna atkvæöaseðlum, breytir VALDIMAR K. JÓNSSON FORMADUR FRAMSÓKNAR- FÉLAGS REYKJAVlKUR fundarstjóri fyrri ákvörðun, og telur nú, að atkvæðaseðlar séu því einungis gildir, að fram komi tvö nöfn. Þaö var því að vonum, að menn væru ekki á eitt sáttir um úrslit kosningarinnar, þegar í ljós kom, hvemjótt vará munum. Augljóster þó, að fyrri úrskurður fundarstjóra hlaut að gilda, úr því að síðari úr- skurðurinn var ekki tilkynntur, fyrr en eftir aö byrjað var aö safna saman atkvæöaseðlum. Það er rangt hjá Indriða, að síðari úrskurður fundarstjóra hafi verið tilkynntur í upphafi kosningar. Um það er fjöldi vitna. Athyglisverður eftirleikur Eftirleikur þessarar kosningar er athyglisveröur. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins tekur að sér að úrskurða á fundi sínum í þessu máli, aöeins tveimur dögum eftir aöalfundinn án þess aö málið væri þar á dagskrá, og hirðir ekkert um að fá umsagnir beggja deiluaðila, en lætur sér þess í stað nægja einhliða upplýsingar índriða G. og Þorsteins Olafssonar fundarstjóra. Það sem verra er, að í dómarasætum í fram- kvæmdastjórn eru ýmsir aðilar, sem voru stuöningsmenn Tómasar O. og voru því sannarlega vanhæfir að taka þátt í meðferð framkvæmda- stjómarinnar á málinu. Eru þessi vinnubrögð óneitanlega í Suður- Amerikustíl og yfirstjórn Framsókn- arflokksins lítt tilsóma. Máli þessu er þó ekki lokiö. Stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur hefur beðið mig að kanna lagalega hlið þess. Vel kann því svo að fara, að leita verði úrskurðar út fyrir flokkinn, þó að ég voni, að menn sjái að sér áður. Um þátt Indriða G. Þor- steinssonar mætti skrifa lengra mál, en eins og einum fundarmanna varð aö orði, þegar hann sá hve hart Indriði barðist fyrir SlS-liöið, að „æ sérgjöftilgjalda”. • „Eru þessi viðbrögö óneitanlega í Suður Ameríkustíl og yfirstjórn Framsóknar flokksins lítt til sóma.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.