Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 40
I Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum vifl fréttaskotum allan sólarhringinn. ReksturÁTVR tilskoðunar Rekstur Afengis- og tóbaksversl- unar ríkisins er nú til athugunar njá sérstakri nefnd sem fjármálaráð- herra hefur skipaö í þessu skyni. Nefndin er þegar tekin til starfa viö að afla sér gagna um reksturinn en erindisbréfið frá fjármálaráðherra erókomið. Að sögn Ásgeirs Thoroddsens for- manns nefndarinnar er það verkefni hennar aö skoða rekstur ATVR með það í huga að auka hagkvæmni og skapa rikissjóði meiri tekjur. Aliir þættir rekstursins eru til skoðunar þar á meðal umboðsmannakerfiö. Sagðist Asgeir gera ráð fyrir að nefndin myndi skila bráðabirgða- skýrslu um niðurstöður sínar upp úr næstu mánaðamótum. Auk Asgeirs sitja i nefndinni Stefán Friðfinnsson framkvæmda- stjóri, Jóhann Magnússon viðskipta- fræðingur, Páll Bragi Kristjánsson framkvæmdastjóri og Ami Kolbeins- sonfulltrúi. 0EF Kartöflu- rannsókn? Neytendasamtökin hafa nú ákveð- ið að krefjast þess að opinber rann- sókn fari fram á kartöfluviðskiptum Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins, sem hún hefur átt við Finnland. I frétt frá samtökunum segir: Fram hefur komið í fréttum að und- anförnu aöýmsir aðilar telja' sig geta flutt inn góðar matarkartöflur á hag- kvæmu verði. I vegi fyrir þessu stendur einkaumboð eins aðila, Grænmetisverslun ■ landbúnaðar- ins, til þess að fly tja inn garðávexti. Kannanir Neytendasamtakanna og reynsla almennings, undanfarna mánuði hafa sýnt að Grænmetis- verslunin hefur ekki valdið því verk- efni að tryggja landsmönnum góðar matarkartöflur. Neytendasamtökin telja aö þaö sé kominn tími til að gerðar verði breyt- ingar á sölu garðávaxta eins og hún hefur veriö um árabil. Þau hvetja til þess að þeim aðilum sem geta sýnt fram á að hingað sé mögulegt að flytja góöar og heilbrigðar matar- kartöflur verði heimilaður innflutn- ingurá þeim. -APH LUKKUDAGAR 9. MAÍ 21182 Flugdreki frá I.H. hf. AD VERÐMÆTI KR. 100,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Maður getur haft lifi- brauð af þvi að skiia spólunuml Herferð Samtaka rétthafa myndbanda: Hafa náð tæpum 100 ólöglegum myndböndum — flest frá Videoheiminum sem 3 lögbönn hvíla á „möppukerfum” þ.e. myndböndum hagsbóta að vera með löglegt efni,” sem höfð eru á bakvið, eða undir sagðiGunnar. borðumíleigunum. Flest myndböndin sem gerð „I þessari herferð hefur komið • hafa verið upptæk koma frá tveimur töluvert af „kópíeruöum” mynd- leigum, Videoheiminum og Video- böndum, mun meira en við héldum sýn. Samtökin hafa átt í mikinm aðkæmi,” sagðiGunnar. erfiðleikum með Videoheiminn en á I máli hans kom ennfremur fram forráðamanni hans hvíla nú 3 lög- að samtökin leggi mikla áherslu á að bönn sem hann hefur ekki tekið mark frumvarp til laga um breytingar á á og hafa forráðamenn samtakanna höfundarlögum, sem nú liggur fyrir margsinnis heimsótt hann með lög- Alþingi, verði afgreitt á þessu regluogtekiðafhonumólöglegtefni. þingi.. . ”þá verður það öllum til -fri Herferð Samtaka rétthafa mynd- banda gegn ólöglegum myndböndum hefúr gengið vonum f ramar og þegar hafa náðst tæp 100 ólögleg myndbönd á videoleigum hér í borginni. Verðlaun eru veitt fyrir hvert ólöglegt myndband, 2000 kr. fyrir mynd sem hefur verið sýnd og 4000 kr. fyrir mynd sem ekki hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis. Að sögn Gunnars Guðmundssonar, lögfræðings samtakanna, beinist herferðin aðallega að svokölluðum Þessum Skoda var lagt á Hverfisgötunni i gær og ökumaðurinn, sem var kona, læsti slg inni i honum. Krafðist hun að hafa talaf varðstjóra ilögreglunni. Lögreglumaður talaði við hana og kom þá íIjós að hún vildi mótmæla óróttlæti i „kerfinu". Máiið leystist svo farsællega og fókkst konan tilað láta afmótmæl- um sínum eftir samtalið við lögreglumanninn. O V-mynd Ingvar Guðmundsson. Ungur meðlimur Votta Jehóva á Landspítalanum: Neitar blóðgjöf af trúarástæðum Þrltugur meöllmur Votta Jehóva safnaðarins sem nú liggur á Land- spitalanum hefur neitað blóðgjöf af trúarástæðum en samkvæmt heim- ildum DV er blóðgjöfin nauðsynlegur þáttur í meðferð sjúkdóms þess sem hann býrvið. Sigmundur Magnússon, yfirlækn- ir á Landspítalanum, sem stundar sjúklinginn, sagði í samtali við DV að hann vildi ekkert tjá sig um þetta mál í fjölmiðla þar sem hann taldi máliö vera einkamál viðkomandi sjúklings. Hann sagði þó að eins og er væri maðurinn ekki þungt hald- inn. Svanberg Jakobsson, talsmaður Votta Jehóva safnaðaríns, sagöi í samtali við DV að alkunna væri að meðllmir safnaöarins neituðu blóö- gjöfum af trúarástæðum... „enda teljum viö að slíkt eigi sér skýran grundvöll í biblíunni,” sagði hann. -FRI Finnsku kartöfhimar. neitarað gefa upp um- boðslaunin „Við erum umboösaðilar fyrir finnsku kartöflumar og fáum aö sjálfsögðu umboðslaun fyrir það,” sagði Snorri Egilsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar sambandsins. Snorri vildi ekki upplýsa hversu há þessi umboðslaun væru og sagði að slíkt tíðkaðist yfirleitt ekki í viöskiptum. Aðspurður hvort samhengi væri á milli útflutnings dilkakjöts héðan til Finnlands og kartöfluviðskiptanna, sagðist hann ekki vita til þess. Hann hefði sjálfur gengið frá þessum samningum og heföu þeir verið gerðir áður en samningar voru gerðir með sölu dilkakjötsins. Það var erfitt að fá kartöflur á þessum tíma og Sambandiö kannaði ýmsa möguleika á kartöflukaupum i Evrópu. Það var að lokum samþykkt að ganga að þessum kaupum í Finnlandi enda vora þær kartöflur á hagstæðuverðL -APH. Sæsímastrengur yf ir Eyjafjörð slitnaði: Truflanirá fjarskiptum íflugumferð Sæsimastrengurinn yfir Eyjafjörð slitnaði í gær þegar átti að flytja hann til hliðar vegna dýpkunar í Sandgerðisbót á Akureyri. Afleiöingamar urðu þær að síma- sambandslaust var við Grenivík frá kl. 13 til kl. 22. Einnig kom þetta niður á fjarskiptasambandi vegna flugumferðar þar sem ekki var hægt að nota tæki staðsett á Vaðlaheiði. Að sögn Hreins Sveinssonar hjá Pósti og síma voru í morgun nokkrir bæir við EyjafjÖrð enn símasam- bandslausir en hann sagðist vona að hægt yrði aö koma þessu í lag seinni- partinn í dag þegar búiö væri að bæta í strenginn stykki til að lengja hann. JBH/Akureyri Tveir piitar fundu skjöi á klósetti Leiktækja- salarins í Keflavík: Ránsfengur eða rusl? Tveir piltar, sem fóru á klósettið í Leiktækjasalnum, fundu þar bunka af skjölum á bak viö spegla sem eru á staðnum. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur nú þetta mál til meðferðar en að sögn hennar er ekki ljóst hvort þama er um ránsfeng eöa rusl aö ræöa. Ekkert fémætt var í skjalabunkan- um, heldúr nótur og kvittanir en RLR hafði ekki náö tali af eiganda þeirra í gær. Engin kæra hefur borist til RLR vegna stulds á þessum pappíram. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.