Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAI1984. 3 fínnskar kartöflur í kaffipoka frá Kenýa Þaö hefur varla farið fram hjá en ýmis vandamól meö heilbrigöisvott- neinum að kartöfiur hafa verið ofar- lega á baugi upp á síðkastið. Margir eru nú orðnir langþreyttir á því fyrirkomulagi sem ríkir á sölu kart- aflna. Nú hafa nokkrir kaupmenn sagt að þeir treysti sér til að flytja inn betri kartöflur en þær sem verið hafa á boðstólum hér upp á síðkastið. Frá Grænmetisversluninni hefur heyrst að hægt sé að fá nýjar kartöflur orð sem verða að vera í lagi, spomi við slíkum kaupum. En var heilbrigöis- sjónarmiðið allsráðandi þegar þessar kartöflur sem hér eru á myndinni voru keyptar? Þær komu frá Finnlandi í poka sem var utan af kaffibaunum frá Kenýa. Ekki virtist hafa verið haft fyrir því að hreinsa pokann eða jafnvel sótthreinsa hann, því í pokanum voru enn ferskar kaffibaunir frá Kenýa. -APH/DV-mynd Loftur. Hækkun á búvörum Búvörur hækka í dag, nema smjör og undanrenna. Hækkun þessi er til komin vegna ákvöröunar rikis- stjómarinnar um að fella niður niður- greiðslur á sumum vöram og minnka niðurgreiðslur á öðrum. Einn mjólkurlítri hækkar úr 18,70 í 20.60 eða um 10,2%. Hver mjólkurlítri var niðurgreiddur um 4,51 kr. en nú 2.60 kr. Niðurgreiðslur falla alveg niður á ostum, rjóma, kartöflum og nautakjöti. Sem dæmi um niður- greiðslur á kartöflum þá hefur hvert kíló af finnsku kartöflunum sem nú eru á markaðnum verið niðurgreitt um' 2,40 kr. hvert kíló. Nautakjöt hækkar úr 131,70 kr. kilóið í 145,90 kr. Rjóminn hækkar um tæp 11% og skýr um rúm 15%. Niðurgreiðslur á skyrkílói lækka úr 9,22 kr. í 4,80 kr. Smjörkílóið verður áfram niðurgreitt um rúmar 72 krónur hvertkíló. -ÞG Ekki alveg búin að missa vonina um að útvarpslagaf rumvarpið verði samþykkt, segir menntamálaráðherra ,,Eg er ekki alveg búin að missa vonina enn. En mér þætti það afar slæmt ef frumvarpið næði ekki fram aö ganga,” sagði Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra er hún var spurð hvort útvarpslaga- frumvarpiö myndi ekki hljóta sam- þykki á yfirstandandi þingi eins og ýmislegt virðist nú benda til. Málið er nú strandað í mennta- málanefnd neðri deildár og á eftir að fara í gegnum umræðu í efri deild. Framsóknarmenn hafa ýmislegt við framvarp þetta áð athuga og hafa lagt áherslu á að það nái ekki fram að ganga á þessu þingi. „Málið tafðist á undirbúningsstigi i vetur og það er ljóst að nokkrir þingmenn vilja ekki framgang þess,” sagði Ragnhildur. Er hún var spurð hvaða þingmenn þetta væru svaraði hún aðeins: „Eg tel að það sé andstaða ákveðinna þingmanna og það kemur fram i þvi aö ekki er nógu almennur áhugi i nefndum til að málið haf i framgang. ’ ’ AUt virðist hins vegar benda til að frumvarp um fjarskipti verði sam- þykkt á þessu þingi en þessi tvö frumvörp skarast að nokkru leyti. Þannig segir i fjarskiptafrumvarp- inu að Póstur og sími hafi einkarétt á starfrækslu allra fjarskiptakerfa og undir það falla kapallagnir fyrir sjónvarp, en með útvarpslaga- frumvarpinu átti að auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja til að starfrækja kapalsjónvarp. OEF Reynt að svæfa bjórinn í nef nd Mikillstyr stendurnúíaUsherjar- nefnd sameinaðs þings um það hvort afgreiða eigi frá nefndinni þingsályktunartiUögu um að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um hvort leyfa eigi bruggun áfengs öls. Formaður nefndarinnar, Olafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur neitaö að taka máUð á dagskrá nefndarinnar tU aö hægt væri að afgreiða það þaðan. Einn nefndarmanna, Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaðar- manna, sagðist þá ætla að fá máUð út úr nefndinni og til umfjöHunar á Alþingi með því aö leggja fram nefndaráUt. Það er hins vegar ekki hægt nema fundur verði haldinn í nefndinni. Fundur átti að vera í gær- morgun en formaður nefndarinnar frestaði honum og hefur enn ekki boðaðannanfund. hljóðs utan dagskrár í gær og mæltist tU þess við forseta sameinaös þings að hann hlutaðist til um aö fundir yrðu haldnir í nefndinni. Forseti áminnti formann aUsherjarnefndar um að halda nefndarfundi og benti á að þessi nefnd ætti fleiri mál óaf- greidd en aðrar nefndir. Er þetta í annaö sinn sem forseti sameinaös þings rekur á eftir afgreiðslu mála úrallsherjárnefnd. ÖEF Stefán Benediktsson kvaddi sér þá EV- SALURINN 800 FERMETRA SÝNINGARSALUR Á 3. HÆÐ í FIATHÚSINU EV-kjör eru landsþekkt sérkjör sem enginn annar býður því við lánum í 3,6,9, eða jafnvel 12 mánuði. EV-kjör eru kjör sem erfitt er að trúa en eru engu að síður staðreynd. Við bjóðum einnig ÚDÝRA BÍLA ÁN ÚTB0RGUNAR. AMC EAGLE '82. ..■ VOLVO 244 '82, WILLYS JC5 77. FIAT127 '82. CHEROKEE '78 p ■ nc> WILLYS JC5 '66. CHARADE '79. CORTINA '79. 4ásÍ*** HONDA CIVIC '79. jtrr MAZDA 323 '77. FIAT127 '76 DODGE CHARGER '74. FORD EC.LINE '74. ALFA ROMEO '78 FORD LTD '79. FIAT132 78. 1929 notodir bílor - ALLT Á SAMA STAÐ HOILL * eigu umbodssins - SÍFELLD ÞJÓNUSTA - YFIR HÁLFA ÖLD. VILHJÁLMSSON HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.