Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984.
Útlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
VERENJR HÆGT
AÐ SIGRAST Á
INFLÚENSU?
Fyrir 2-3 áratugum var veiruf ræði talin þröng grein innan
vísindanna. Nú er hún talin ein
sú f lóknasta á sviði læknis- og líffræði
— Á síðari hluta þessarar aldar
hefur læknisfræöinni tekist að vinna
bug á mörgum smitsjúkdómum sem
sóttkveikjur valda. Að sama skapi
jukust sjúkdómar sem veirur valda.
Nú eru þekktar yfir 1000 tegundir
þessara sjúkdómsvalda. Þaö er
erfitt að berjast við þessar örsmáu
verur af mörgum orsökum. Veirur
eru mjög útbreiddar í náttúrunni,
þær eiga marga „húsbændur”, lifa í
dýrum, fuglum, skordýrum og geta
borist til mannsins. Þaö er erfitt aö
berjast gegn þeim vegna þess aðlyf,
sem hafa verið mikið notuð og gefið
góða raun í baráttunni við sótt-
kveikjusjúkdóma, koma ekki í veg
fyrirfjölgun veiru.
Þannig mælist Viktor Khdanov,
sem er yfirmaður veirufræðistofn-
unarinnaríSovétríkjunum ogásæti
í vísindaakademíunni sovésku, í
viðtali við nafna sinn, Shvarts frétta-
mann hjá PN-fréttastofunni.
Veirur valda flensu
— Það eru sérstakar, mjög vara-
samar veirur, sem valda inflúensu.
Við vitum hvernig þær „lita út”,
hvemig þær breiöast út og hvaða
áhrif þær hafa á líkamann. En
vísindamenn vita ekki hvers vegna
eiginleikar og eöli þessara veira
breytast stöðugt. Nýjar myndir
þeirra koma fram á nokkurra ára
fresti og vísindin geta ekki sagt fyrir
hvaða tegundir þeirra við munum
eiga viö aö etja, t.d. þegar inflúensa
gengur. Þess vegna gefa allar
bólusetningar aðeins ónæmi að
hluta, þar sem þær byggjast á
veirum úr síðasta faraldri. En meg-
inverkefnið er að segja fyrir um
komandi faraldra.
— Þýðir þaö að baráttan við inflú-
ensuna sé vonlítil? spyr APN-frétta-
maöurinn.
— Alls ekki. Vísindin í dag eru alls
ekki eins hjálparvana og þau voru
áður. Viö getum ekki komið í veg
fy rir faraldur, en getum haft stjóm á
honum. I þessu markmiöi er í gangi í
Sovétríkjunum sérstakt varnarkerfi
gegn inflúensu. Það byggist á fjómm
þáttum.
Bólusett gegn flensu
Fyrst er að bólusetja alla aldurs-
hópa. Sérfræðingar telja að það
veröi að framkalla ónæmi hjá aö
minnsta kosti 70% fólksins svo að
náist árangur í baráttunni við inflú-
ensu. Til þess aö ná til þessa fjölda
fer ekki aðeins fram bólusetning á
heilsuvemdarstöövum, heldur fara
einnig læknar á bamaheimili, í
skóla, stofnanir, í fyrirtæki og vinnu-
staði.
Af einhver jum ástæðum hef ur ein-
hver ekki verið bólusettur á réttum
tíma. Þá tekur næsti þáttur við.
Fyrirbyggjandi aögerðir þegar sjúk-
dómurinn er kominn af staö. Þar
ræður læknisfræöin yfir ýmsum lyfj-
um, sem gefa góða raun, s.s.
remantadin, interferon og fl.
Þriðji þátturinn í kerfinu er aö
hefja sem fyrst meðferð sjúkling-
anna. Það em læknar viökomandi
heilsuverndarstöðvar sem sjá um
það. Rannsóknir vísindamanna hafa
leitt í ljós aö sjúkdómurinn kemur
ekki eins hart niður á fólki ef þaö
kemst undir læknishendur á fyrsta
sólarhringnum eftir að veikin brýst
út. Auk þess er síður um eftirköst að
ræöa. Þeir sem fá remantadin
komast aö meðaltali einum og hálf-
um sólarhring fyrr til vinnu en þeir
sem ekki taka það. Það er ekki erfitt
að sjá hversu hagkvæmt það er fyrir
þjóðfélagið þegar hver veikinda-
dagur kostar þjóðfélagið 40 rúblur.
Þegar inflúensufaraldur gengur af
miklum krafti em milljónir manna
frá.
Ráðstafanir
gegn útbreiðslu
Og fjórði þátturinn er fyrirbyggj-
andi heilbrigðis- og hreinlætis-
ráðstafanir. Þar er gert ráð fyrir
einangran hinna sjúku heima við og í
alvarlegum tilfellum í einangmn á
sjúkrahúsi. Verði faraldurinn ofsa-
fenginn er hætt að kenna í skólum,
iönaðarfyrirtæki vinna aðeins á einni
vakt, þar sem hægt er að koma því
við, ferðum almenningsfarartækja
er breytt. Það er sem sagt verið að
reyna aö draga úr samskiptum fólks
og þá um leiö útbreiðslu sjúk-
dómsins.
— Verður hægt að finna bóluefni
sem getur komið í veg fyrir þennan
sjúkdóm, þannig að honum verði út-
rýmt?
— Ég held að það sé hægt. En þaö
verður ekki í bráð þar sem erfiðleik-
arnir eru margir. Viö verðum að
hætta við hinar gömlu og
hefðbundnu aðferðir til að fá fram
bóluefni og nota aðrar aðferðir.
Önnur leið er að leita nýrra leiða til
að koma í veg fyrir .inflúensu. T.d.
aö auka mótstöðu líkamans. Ef tekst
vel að örva vamir hans þá getur
verið að ekki sé þörf á bóluefni.
Vandamálið verður leyst á annan
hátt. Vegna lyfja sem hjálpa
líkamanum til að standa gegn
inflúensu, verður sá sem smitast
ekki veikur eða fer mjög létt úr úr
sjúkdómnum. Það er sennilegt að
þetta verði aöalaðferöin í baráttunni
við öndunarsjúkdóma þar sem
einnig er um mikla erfiöleika aö
etja. Þeim valda um 200 veirur, þ.e.
hér er um 200 ólíka sjúkdóma að
ræða. Það er óraunhæft að ætla sér
að búa til mótefni gegn sérhverjum
þeirra.
Baráttan gegn reykingum harönar
Gömul tímaritsauglýsing frá 1926
sýndi ungan mann kveikja sér í
Chesterfield-vindlingi en vinstúlka
hans horfði á löngunaraugum og
sagði: „Blástueinhverjutilmín.”
Þá vom aðrir tímar en í dag. Nú
er hverjum þeim sem kveikir sér í
vindlingi á almannafæri hollara að
gæta vel aö því hvert hann blæs frá
sér reyknum. Það er hafiö stríö um
andrúmsloftið.
Reykingastríðið
Þetta er eiginlega kalt stríð, en
hitnað getur í kolunum á stundum og
orðið af grimmar skærur milli púar-
anna og hinna, sem ekki reykja.
Spörk, barsmíðar og öskrandi rifrildi
hafa svo sem sést á matsöluhúsum, í
lyftum, í langferöabílum, leikhúsum,
fundarsölum og víðar þar sem menn
em innan veggja.
Ein slík senna leiddi til handalög-
mála í gangveginum milli sæta-
raðanna í farþegaflugvél sem var á
leið til Washington. Var flugstjóran-
um loks nóg boðið og lenti flugvélinni
í Baltimore, þar sem áflogaseggirnir
vom látnir yfirgefa flugvélina.
Fjórðungur reykir
Samkvæmt skýrslum heilbrigðis-
og vísindaráðs Bandaríkjanna, sem
hefur skrifstofur sínar í New York,
em 55 milljónir Bandaríkjamanna
tóbaksreykingafólk. Það er
fjórðungur þjóðarinnar. Ráðiö
fullyröir, að um 300 þúsund þeirra
deyi áriega af sjúkdómum sem
rekja megi til tóbaksreykinga:
lungnakrabba, hjartasjúkdóma,
krónísks bronkítis og magasári.
.JWargir þeirra, sem ekki reykja,
telja sig áreitta af sígarettureyk, og
veröa fyrir ýmsum óþægindum af
honum, eins og augnrennsli og
höfuðverk,” segir í bæklingi, sem
stofnunin hefur gefiö út. „Ymsir ein-
staklingar, sem ekki ganga heilir til
skógar, em lungna- eöa hjartveikir
eöa þjakaðir af asma eða nota augn-
linsur, era viðkvæmari fyrir tóbaks-
reyk en aðrir. Þeir finna að þeim
hrakar, ef þeir eru inni í reykjar-
mekkinum.”
I síðasta mánuði fór þetta ráð þess
á'leit við sex bandarísk tóbaksfyrir-
tæki, að þau greiddu hverjum
Bandaríkjamanni 3.959 dollara, sem
er hans hluti af heildarkostnaði, er
bandarískt efnahagslíf hefur beðiö af
reykingasjúkdómum á síöustu 20 ár-
um. — Tóbaksráðið, sem ávallt hef ur
haldiö því fram aö þaö sé ósannað að
reykingar geti verið banvænar,
hafnaöi þessari tillögu og kallaði
upplýsingar hins ráðsins staðlausa
stafi, ótrúverðugar og óverðugar til
íhugunar.
Setja lög og reglur
gegn reykingum
En eftir að fram hafa komiö
fullyröingar um að fólki sem
umgengst mikið reykingamenn í
vinnu eða á heimili sé hættara við
reykingasjúkdómum en öörum sem
alveg eru lausir við að þurfa að anda
að sér reykingarlofti, þá hefur stríðið
harðnað.
Seinni árin hefur þetta stríð verið
háð meö frumvörpum og þings-
ályktunum í Bandaríkjunum. Þótt
ekki sé eins harkalega farið fram og
þegar hnefamir eru látnir skera úr
þá hefur sú baráttuaðferð orðið
áhrifaríkari. Um 30 riki í Banda-
ríkjunum hafa leitt í gildi reglur, eða
jafnvel lög, sem takmarka reyking-
ar. Sumar sýslur, sum bæjarfélög,
hafa sínar sérreglur innan síns
umdæmis.
San Fransisco innleiddi reglur
sem þykja ganga hvaö lengst í þess-
um takmörkunum. Voru þær mjög
umdeildar og mættu hatrammri and-
stöðu og nutu andstæðingamir 1,2
milljón dollara fjárstyrks (aðallega
frá tóbaksframleiöendum) sem
dugöi þóekkitil.
Þessar reglur sem tóku gildi 1.
mars síðastliðinn skylduðu til dæmis
vinnuveitendur til þess aö skipta
vinnustöðum sínum í reykingarsvæöi
og ekki-reykingarhluta, eða gera
aðrar þær ráðstafanir sem báöir
hópar gætu sætt sig við. Þeir sem
ekki reykja njóta í þessum reglum
meiri réttar. Ef einn starfsmaður á
vinnustað mótmælir reykingum
verða allir að hætta að reykja í
vinnunni.
Yfir þessu síöasta atriði ráku
margir nikótínistar upp mikið rama-
kvein. ,,Eg verð að hætta í þessari
vinnu,” sagöi skrifstofustúlka hjá
einu tryggingarfélaginu. „Það er ein
kona héma sem þolir mér ekki að
reykja.”
Heilbrigöisfulltrúi San Fransisco
fylgist með því að þessum reglum sé
framfylgt. Hann reykir sjálfur hálf-
an pakka á dag.
Matsölustaðir
banna reykingar
Miami hefur ákveðiö, að reykingar
verði bannaðar um borð í nýju hrað-
lestinni, sem tekin verður í notkun
20. maí næstkomandi. Hins vegar
var fallið frá því að banna tóbaks-
auglýsingar á lestarvögnunum að
ráði lögfræðinga fylkisins sem töldu
að slíkt bann gæti strítt gegn stjórn-
arskránni.
I St. Louis em ekki í gildi neinar
reykingareglur, en æ fleiri mat-
söluhús hafa tekiö upp hjá sjálfum
sér að setja hömlur á reykingar í
matsölunum. Reynsla þeirra kennir
þeim að ekki-reykingarsalir fyllist
fyrst af matargestum, og að þeir
sem komist upp á bragðið hjá þeim
einu sinni í reyklausu lofti, sæki aftur
til þeirra. — Lungnavamarfélag I
austurhluta Missouri ætlar að gefa út
bækling á þessu ári með tilvísun á
matsölustaði þar sem reykingar eru
ekki leyfðar.
I Minnestota era hvað strangastar
reglur. Frá því 1975 hafa verið í gildi
reglur sem banna reykingar
innandyra, nema á einkaheimilum,
en leyfðir eru sérstakir reyksaiir í
öllum byggingum. Brot á þessum
reglum varða allt að 100 dollara sekt.
Umsjón: Guðmundur Pétursson