Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 15
15 BV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984. Menning Menning Menning Menning MUSICA NOVA- POLACCA Tónleikar Musica Nova f Fólagsstofnun stúdenta 5. maí. Fly tjendur: Blásarakvintett Reykjavfkur. Efnisskrá: Tadeusz Szeligowski: Kvintett; Tadeusz Baird: Divertimento fyrir flautu, óbó, klarínettu og fagott; Wladyslaw Walentyno- wicz: Trío, fyrir óbó, klarfnettu og fagott; Bronistaw Kazimierz Przybylski: Permutare, fyrir óbó, klarfnettu og fagott; Wlodzimierz Kotonski: Kvintett. Ovíða blómstrar nútímamúsík kröftuglegar en í Póllandi, svo að lík- ast til þurfa menn að fara til Islands til að fá allt að því óhagstæðan saman- burð. Það er því fátt eðlilegra en að Musica Nova hafi á sínum snærum tón- leika sérstaklega helgaða henni og víst er aö til fárra landa hefði mátt sækja jafnmikið úrval samtímaverka fyrir tréblásarahóp. Eitthvað virðist áhugi landans á þessum kröftuga meiði samtímatónlistarinnar vera í öf- ugu hlutfalli við þann áhuga sem nútímamúsík er sýndur yfirleitt hér á landi. En þættir eins og góðviðri, tíma- setning og fieira kunna að hafa nokkru um valdið. Fyrstur á skránni var kvintett Szeligowskys. Að aldri nokkum veginn mitt á milli Szymanowskis og Luto- slawskis, en ári yngri en þeir kumpán- ar og jafnaldrar, Hindemith, Nepomuk David og Orff, en langt því frá metinn að sömu verðleikum hér í vestrinu og þeir. En Szeligowsky stendur við hlið annarra ljóðrænna meistara eins og Bairds sem jafningi og lítil hætta er á að verk þessarra snillinga falli í gleymsku. Víst er að merkja má í mörgu mun heppilegri áhrif frá hin- um pólsku meisturum á fy rri hluta ald- arinnar en frá þeim sem einnig voru Tónlist Eyjólfur Melsted nefndir hér að framan á músík nútím- ans víða hér í vestrinu. Divertimento Bairds er alla vega eitt ljúfasta stykki sem getur á að hlýöa — undur ljóðrænt og blítt en væmnislaust, frumlegt og ferskt og hér, eins og annað, aldeilis ljómandi vel leikið. Ekki var seinni þátturinn síðri, með tríóum Walentinowicz og Przybylskis. Þau eru einna bestu sannanir sem hægt er að fá fyrir því að Ijóðræn og faileg melódísk iina þarf alls ekki að víkja fyrir nýstárlegum og frumlegum WILLARD HELGASON STÝRIMAÐUR, DALVIK og Suðvesturland er bærileg prívat ykkur til handa. A sama tíma og bát- pungur norðlenskur fer á togveiðar er hann umyrðalaust sendur út fyrir 12 sjómílurnar fyrir öllu Norðurlandi. En hvemig er þessu háttað viö Suöur- og Suðvesturland? Jú, þar stunda bát- pungar af sömu stærð togveiðar á köfl- um eins grunnt og flýtur og þetta eina til fjórar sjómílur frá landi og varla hætta á sökum fjarlægðar fyrir okkur norð- anmenn að við rjúfum þaö prívat. Dragnótaveiðar í Faxaflóa prívat. Segja mætti mér að við nánari athugun á prívati almennt yrði munurinn ansi lítill, er allt kæmi til alls. Og sjálfsagt meistaraprívatið þitt, úthafsrækju- veiðisvæðin fyrir öllu Norðurlandi (að- eins) eru þó ekki meira prívat en það að einn af stærstu togurum BUR, sem þú virðist bera svo mikið fyrir brjósti, er nú kominn þangaö á rækjuveiðar, kannski sem svar við þeim þvættingi. Þannig er flest það sem þú minnist á í þessum skrifum að það má senda það heim til f öðurhúsanna sem blaöur eitt. Það hefur greinilega farið fram hjá þér að skeröingin er meiri í tonnum tal- ið hjá norður- og vestursvæðinu svo að verkunin er meiri þar. En önnur afla- samsetning. Hefðu okkar skip verið búin að stunda karfa- og ufsaveiðar al- farið síðustu ár hefðu þau vafalaust haldiö því áfram nú og fengiö kvóta í samræmi við það. En ekki hlaupið upp til handa og fóta og heimtað eitthvað sem þau höfðu lítið sem ekkert skipt séraf á viðmiöunartímabilinu. Prívat og ekki prívat Varðandi prívat-miðin þín svoköll- uðu sem þú segir að við dreifbýlismenn sitjum einir að. Þá væri kannski ekki úr vegi að upplýsa þig aðeins, þar sem þú hefur ekki haft fyrir því að kynna þér málið. Þeir sem stunda úthafs- rækjuveiðar eru stoppaðir af suður við 64° 301 Það er rétt sunnan við Snæfells- nes að vestan og Hvalbak að sunnan. Hvers vegna? Jú, við Eldey eru rækju- mið sem verið er að gera prívat fyrir ykkur suðvestlinga og loka fyrir þann möguleika að einhverjum dytti í hug að leita að rækju fyrir Suðurlandi og ekki ósennilega halda okkur frá humr- inum. Fiskveiðilandhelgin við Suöur- Hausatölureglan Þú minnist einnig á þvílíkt óréttlæti sem allir 80 þúsund hausamir, sem í Reykjavík búa, séu beittir að fá ekki bróðurpartinn af þeim gula. (Dreifið ykkur út um landiö í stað þess að kyngja þessari meðferð, nóg er pláss- ið). Eg hélt nú satt að segja að við beittum hausatölureglunni alfarið er við þyrftum aö mikla okkur í augum alheimsins, en ekki í innanlandssam- anburði, enda yrði stóri bróðir á suð- vesturhorninu ansi aftarlega á merinni við þann samanburð, nema þá helst í menningameyslu þar sem vinningur- inn er ótvirætt ykkar. En gagnvart kjarna málsins, sem er gjaldeyris- skapandi atvinna á hvern vinnandi ein- stakling, þá er ég hræddur um að dreif- býlismaðurinn hafi betur. Að endingu. Tilgangurinn meö þess- um ritsmíðum þínum er mér hulinn, og getur vart talist viðeigandi af manni sem hefur stundað sjóinn, (ég hef séö þig titlaðan stýrimann) og ættir því að vita hvernig málum er háttaö. Kynntu þér forsendur og staðreyndir mála næst áður en þú birtir annan eins boð- skap og þessar greinar hafa aö geyma. Þér fer greinilega betur að fjalla um musteri og mjólkurhallir en málefni sjávarútvegsins. Blásarakvintett Re/kjavikur. hugsunarhætti í tónsköpun. Að lokum kýldu þessir öndvegisblásarar, sem Blásarakvintett Reykjavíkur skipa, á kvintett Wloszimierz Kotonskis. Bæði er að kvintettinn er úrvals stykki og svo hitt að hann var leikinn af ein- hverri albestu kammersveit sem á Islandi starfar. Hjá Blásarakvintett Reykjavíkur ganga menn aö góðum tónleikum vísum aö svo miklu leyti semþaðer hægt. EM Það gerist eitthvað nýtt íhverri Viku! Við kynnum þátttakendur í Hollywoodkeppninni: Hollywoodstjarnan 1984, sólarstjarna Úrvals og fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar 1984. DRAGIÐ EKKIAÐ SKILA GETRAUNASEÐLUNUM. SKILAFRESTUR í AFMÆLISGETRAUNINNI RENNUR ÚT10. MAÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.