Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Síða 13
13 tortr-)-**# <-* orTT t rrr rirrr rr-r-r-% w \ rr-r DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984. „Litla músin” reyndist sigur hinna hörðu gilda Fyrir réttum 2 mánuðum bauð fjármálaráðherra fulltrúum stjóm- arandstöðu í ráðuneyti sitt að skoða „gatiö” í ríkissjóði, sem veriö hefur aðalumræðuefni manna allar götur síðan. Þetta árans gat hefur oröið til- efni ótal fleygra yfirlýsinga, sem sumar eru orðnar að hreinum brand- ara, eins og staðhæfingin fræga um „vin litla mannsins”, sem enn er ver- ið aö leita að í kimum ríkisstjórnar- innar. Þar finnst ekki þessi frægi vin- ur, heldur aðeins „visst próblem” forsætisráðherra. Ávísun á verðbólguaukningu I umræðum um þetta ljóta gat á þingi 8. mars sL talaði fjármálaráð- herra um nauðsyn þess, að þing- menn og þjóðin öll gerði sér grein fyrir þeim mikla vanda, sem við blasti, og sagði í lokaorðum ræðu sinnar, að sá vandi yrði „ekki leystur nema með samstilltu átaki okkar allra hér og þjóöarinnar allrar”. Af þeim tillögum að dæma, sem nú hafa loksins séð dagsins ljós, hefur ákall f jármálaráðherra um samstillt átak ekki enn fengiö hljómgrunn meöal þingmanna stjómarflokk- anna. Eftir allan þennan tíma, eftir allt þetta tal um sparnað og niðurskurð, eftir alla þessa leit að fyllingu i gatið eru helstu niðurskurðartillögumar svo óljósar, að naumast er mögulegt að fjaila um þær. Með öðrum orðum er greinilega ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur, og síðan er meginhluti vandans leystur með því að búa til nýjan vanda, þ.e. erlendar skuldir, sem nema rúmum 2 milljörðum króna. Þessi niðurstaða er ekkert annaö en ávísun á verðbólguaukningu og hrein svik við almenning, sem hefur lagt á sig miklar þrengingar til að hjálpa ríkisstjóminni að ná mark- miðum sínum í efnahagsmálum. Dæmigert ráðaleysi 1. grein frumvarpsins um ráðstaf- anir i ríkisfjármálum, sem lagt var fyrir alþingi 3. maí, er dæmigerð fyr- ir ráðaleysi stjómarflokkanna: „Fjármálaráðherra er heimilt þrátt fyrir ákvæði fjárlaga fyrir árið 1984, að lækka ríkisútgjöld um allt að 370 m.kr.”. I athugasemd við greinina segir svo, hvernig þessum niðurskurði er skipt á milli ráðuneyta og þess getið, að lækkun niðurgreiðslu búvöm- verðs sé innifalin í stærsta liðnum en ekki orð um það frekar, hvaða liðir lendi undir hnífnum. Ekkert kom heldur fram um það í umræðum um frumvarpið daginn eftir aö það var lagtfram. Það virðist ekki ætlunin, að þingiö fái að sjá tillögur ráðuneytanna og f jalla um þær. Og ekkert liggur fyrir um, að fjárveitinganefnd fái þær til umf jöllunar, þótt eftir hafi verið leit- að. Stjómarflokkamir hafa sem sagt endanlega gefist upp á „hinu sam- stillta átaki” og fela ráðherrum sín- um alræðisvald um það, hvernig þeir haga niöurskurðinum hver á sínum stað. Mjúku gildin fótum troðin Aðrar spamaöarráöstafanir miöa að því að skera niður námslán, draga úr kostnaöarþátttöku ríkisins vegna tannlækninga og almennrar læknis- þjónustu, skera niður sjúkradagpen- inga og fresta þvi að siðasta ár skóla- skyldu komi til f ramkvæmda, eins og verða átti í haust samkvæmt grunn- skólalögum. Þetta em ráöin, sem „vinir litla mannsins” gátu komið sér saman um eftir tveggja mánaða leit, allt saman ráðstafanir, sem eiga eftir aö koma illa við almenning, einkum sjúkt fólk og bammargar fjölskyld- ur. Mjúku gildin eiga sér augljóslega liðsmenn fáa innan stjórnarflokk- anna. Sigur hinna hörðu gilda er al- gjör. Hvers vegna mátti ekki skera nið- ur ferða- og risnukostnað hins opin- bera um t.d. 100 m. kr., eins og Kvennalistinn lagöi til? Hvers vegna mátti ekki bíða með flugstöðina á Keflavíkurflugvelli? Hvers vegna gátu stjómarflokkamir ekki sætt sig viö niðurskurð í vegamálum og orku- málum? Hvers vegna er ennþá verið að ausa fé í Flugleiðir, sem em full- færar um að standa á eigin fótum? Hvers vegna á Seðlabanka að græð- ast stórfé á tímabundnum vanda ríkissjóðs, sem hann notar síðan til að byggja yfir fé, sem ekki er til? Hálaunamaðurinn = „litli maðurinn" Og hvers vegna mátti fjármála- ráðherra ekki heyra minnst á skylduspamaö hálaunamanna, sem hefði gefið a.m.k. 200 m. kr. í ríkis- sjóð? Þaö var reyndar sú hugmynd, sem var kveikjan að hinni fleygu setningu um „vin litla mannsins” í ríkisstjóminni. Og mér er í minni skelfing fjármálaráðherra, þegar ég orðaði þessa hugmynd í sjónvarps- KRISTlN HALLDÓRSDÓTTIR ÞINGMAÐUR SAMTAKA UM KVENNALISTA þætti. Þá sagði hann það varhuga- vert aö ráðast með slíkum hætti á há- launamenn, það gæti jafnvel endað með því, að þeir heföu það ekkert betra en láglaunafólkið! Skylduspamaður hálaunamanna er ekkert nýtt ráð. Nú i lok síöasta árs fengu hálaunamenn einmitt glaðning í umslagi, tilkynningu um, aö nú mættu þeir sækja í banka þá upphæð með vöxtum, sem þeir höfðu verið skyldaðir til að lána ríkissjóði fyrir 5 árum. Flestir urðu einfald- lega hissa, löngu búnir að stein- gleyma þessu lítilræöi. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins námu þessar endurgreiðslur rétt rúmum 200m.kr. Það er svo aftur önnur saga, þegar blessaðir mennirnir sendu eiginkon- ur sínar aö sækja þessa aura. Fjár- málaráðuneytið hafði sett undir þann leka, kannski til að konumar fæm ekki að eyða þessu í einhverja vitleysu án vitundar eiginmannsins. „Lit/a músin" Þær hugmyndir Kvennalistans, sem ég hef hér minnt á, vom vel framkvæmanlegar og hefðu komið miklu minna við almenning en af- kvæmið, sem fæddist eftir tveggja mánaða umfjöllun stjórnarflokk- anna og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins hefur kallað „litla mús”. Sú niðurstaða, sem nú liggur fyrir í frumvarpsformi, er til marks um dugleysi og sundurlyndi stjómar- flokkanna, sem er meira en mig gmnaöi. Niðurstaðan er uppgjöf, og megin- hluta vandans er sópaö undir skulda- teppi, sem öðrum er ætlað að dusta. Hvers vegna er ég á móti þjóðar- atkvæðagreiðslu um bjórmálið? ólíkan smekk. En mér finnst lögreglu- kylfan, sem sveiflað er yfir höfði mér, alls ekki tilkomumeiri, þótt haldiö sé á henni í umboði einhvers meirihluta. Leyfið mér að umorða hugsunina: Réttlæti er ekki sótt í kjörklefana. Meirihlutaræði hlýtur að takmarkast við þau mál, sem eðlilegt er, að meiri- hlutinn ráði einhverju um. (Eg þekki ekki nokkurn þann mann, sem léti sér til hugar koma, aö meirihlutinn sé eða eigi að vera æðsti dómari okkar um satt og ósatt eða rétt og rangt.) Frelsisreglan Eg er ekki að halda því fram, að menn hafi einhvern helgan, eilífan og óumbreytanlegan rétt til að drekka bjór. Egeraðsegjaalltannað: Þaðer, að viö verðum að velja um tvær megin- reglur í mannlegu samlífi. Onnur er sú, að menn ráði sínum einkamálum sjálfir, en skeri síðan í sameiningu úr þeim málum, sem varða þá alla. Þetta ér frelsisreglan. Hin er sú, að engin slík mörk séu til á milli einkamála og stjómmála og að tiltekinn hópur manna viti, hvað sé öllum fyrir bestu, og eigi því að stjóma öllum. En þetta - .............................. er regla, sem flestir hljóta að hika viö að velja, þegar þeir láta sér skiljast, að þeir geti alls ekki treyst því að vera í hópi stjómendanna — þegar þeir komast að því, að þeir geti eins orðið þolendur og gerendur, lent í hópi þjón- anna, en ekki húsbændanna, orðið í minnihluta fremur en meirihluta. Drýgstu rökin fyrir frelsisreglunni eru sennilega þau, að við getum öll orðiö í minnihluta í einhverjum málum. Sá, sem er í meirihluta í bjór- málinu, er áreiöanlega í minnihluta í einhverju öðru máli. Kærir hann sig um, að meirihlutinn taki þar af honum ráðin? Þess vegna er skynsamlegast að hafa frelsisregluna — þola þeim, sem drekka bjór, að gera það gegn því, að þeir þoli öðmm eitthvað annað — láta menn meö öðrum oröum í friöi. Hvers vegna geta þeir, 'sem ekki drekka bjór (og ég er í þeirra hópi, því að mér finnst bjór satt að segja bragð- vondur), ekki látið hina í friöi, sem gera þaö? Þessi rök fyrir frelsisregl- unni eru í rauninni þau, að viö eigum ekki að leggja einstök mál fyrir þjóðina, heldur almennar reglur. Og þjóðin hefur fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum, valið um reglur. Frelsisreglan er færð í letur í mann- réttindabálki stjómarskrárinnar, þótt hún hafi oftar en ekki verið brotin af Hæstarétti, Alþingi og öðrum stofn- unum að ógleymdum þeim kappsömu mannbótamönnum, sem reyna að taka af okkur ómakiö að velja og hafna. Bjórmálið Einu rökin fyrir banni viö fram- leiðslu og sölu áfengs bjórs, sem eru leyfileg samkvæmt frelsisreglunni, eru, að sá, sem bruggar bjórinn og selur, og hinn, sem kaupir hann og drekkur, séu að skaða aöra með þessum viðskiptum sínum — að þeir séu aö nota rétt sinn til aö brjóta sama rétt annarra. Eg get ekki komið auga á neinar þær staðreyndir, sem styðji slík rök (nema hugtökin skaði og réttur séui skilin einhverjum fráleitum skilningi). Og ríkiö hefur ekki þurft litla hræsni til að selja áfengi og tóbak í fimmtíu ár, en banna fólki aö selja bjór! Eg er í rauninni ekki að saka fylgismenn bjór- banns um mannvonsku eða drottnunargimd, heldur um hitt að kunna ekki að hugsa. Annaðhvort gildir frelsisreglan eða ekki, og sala bjórs er leyfileg, ef hún gildir. Lögin um bjórbann eru ólög, og þaö er frá heimspekilegu sjónarmiði séð full- komið vafamál, hvort mönnum beri siðferðileg skylda til að hlýöa þeim. En mannlífið er því miöur ekki svo einfalt. Stundum verðum við í stjórn- málum að velja á milli óþægilegs kosts og óþolandi, eins og Edmund Burke sagði. Eg er á móti þjóðaratkvæða- greiöslu um bjórmálið, af því aö frelsi manna til að drekka bjór er svo sjálf- sagt, að ekki á að greiða þjóðaratkvæði um það. En hinn kosturinn — að það sé lögbrot aö framleiða og selja bjór — er óþolandi. Þetta bann verður því að fella úr gildi svo fljótt sem auðið er! Eg vel því óþægilega kostinn — þjóðar- atkvæðagreiðsluna — til þess aö losna viö óþolandi kostinn — áframhaldandi 'bjórbann. Eg tek því þrátt fyrir allt undir tillögu Jóns Magnússonar. Við þurfum stundum aö taka eitt skref aftur á bak til að geta síðan tekið tvö skref fram á við. En við þurfum líka að vita, hvað snýr fram og hvaö aftur, og ég skrifaði þessa grein um það, hvað mérsýnistumþað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.