Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1984. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd „Svörtu hrafnarnir” voru flutningabilarnir nefndir, hugvitsverk Rauffs ofursta, þar sem útblæstrinum var veitt inn í vagnana svo aö gyöingarnir í „farþegarýminu” voru dauöir þegar á áfangastað var komiö. LAGT AÐ CHILE AÐ VÍSA NAS- ISTAFORINGiAN- UM RAUFF BURT UR LANDINU Evrópuþingiö hefur nú fariö þess á leit viö Chile aö Walter Rauff, nasistaforingjanum sem talinn er á- byrgur fyrir dauða 250 þúsund gyðinga, verði vísað þaðan úr landi. Sendiherrar Frakklands og V- Þýskalandsa afhentu utanríkis- ráðherra Chile þessi tilmæli nú í vikunni en áður höfðu Bandarikin, Bretland og Israel mælst til þess sama viö Chilestjórn. Pinochet forseti og stjórn hans hafa áður hafnað slíkum tilmælum og vísaö til þess að dómstólar landsins hafi fyrir 20 árum úr- skurðað á þann veg að Rauff verði ekkivísaðúrlandi. Þessi fyrrverandi SS-ofursti er sagður hafa fundið upp þá aðferð til aflífunar ágyðingum að veita út- blæstri flutningabíla inn í vagnana. Það er taliö að um 250 þúsund gyðingar hafi látið lífið í „svörtu hröfnunum” eins og þessir bílar voru kaliaðir. Walter Rauff, SS-offursti, en þssi mynd var tekin af honum árið 1945. Skæruliðar sýndu Gaddafi tilræði Líbýa sakar Bretland og Súdan um að hafa þjálfað skæruliðana sem sagðir eru hafa verið felldir þegar þeir tóku konur og böm fyrir gísla í íbúðar- blokk í Trípólí í gær. — Segist Líbýu- stjórn áskilja sér rétt til þess að hegna þeim sem þj álfuðu skæmliðana. Hin opinbera fréttastofa Líbýu segir að stjórnarhermenn hafi gert áhlaup á íbúðarblokkina þegar skæruliðamir neituðu að gefast upp, en þeir em sagðir hafa tekið gíslana í gær. Líbýu-útlagar í London segja að 15 skæruliðar hafi veriö stráfelldir í 5 klukkustundar skotbardaga í Trípólí í gær eftir misheppnaða tilraun til þess að ráöa Gaddafi ofursta og leiðtoga landsins af dögum. — Nokkrir lífvarða Gaddafis em sagöir hafa fall- iö. Ætla að gefa upp sakir vegna skattsvika í framlögum til fhkks Aðrar fregnir herma að 30 manna vopnaöur hópur hafi ráðist á herbúflir í útjaðri Trípólí þar sem Gaddafi heldur oft til. Ekki er vitað hvort Gaddafi hafi verið þar staddur þegar árásin var gerð. En sagt er að hermenn í búðun- um hafi gengið í lið með skæruliðunum í árás á lífvarðarsveitir hans. Bardaginn er sagöur hafa staðið í 5 klukkustundir og að æði margir úr líf- varðarsveitunum hafi f allið. Jana, fréttaþjónusta Líbýu, segir að fundist hafi á líkum hinna föllnu skæruliöa upplýsingar um aðra samsærismenn og að þeir hafi síðar verið handteknir. 3»--------------► Muammar Gaddafi ofursti slapp enn , einu sinni frá tllræði sem honum hefur verið sýnt. Stjómarandstæöingar í V- Þýskalandi, með sósíaldemókrata í fylkingarbrjósti, saka Helmut Kohl, kanslara kristilegra demókrata, um að breyta lögunum til þess að halda hlífi- skildi yfir hinum efnameiri og voldugri. Hafa þeir hrundið af stað herferð gegn fyrirætlunum um að gefa upp sakir stjómmálamönnum og framkvæmdastjórum fyrirtækja, sem ekki hafa gefið upp til skattyfirvalda framlög í flokkss jóði. Leiðtogi sósialdemókrata, Hans- Jochen Vogel, veittist í sjónvarpi harkalega að stjórnarflokkunum og sér í lagi Kohl kanslara og Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráðherra og leiðtoga frjálslyndra. Sagði hann að stjórnarflokkamir hefðu í pukri brætt saman tillögu um eftirgjöf saka vegna slíkra skattaundanbragöa og síðan skeDt henni fyrirvaralaust opinberlega á borðið til þess að sem minnst yrði úr almennum umræðum um þetta mál. Kallaöi hann tillögumar „alvarlegt áfall fyrir réttlætið” og hvatti kjós- endur til þess að láta mótmælabréfum rigna yfir forvígismenn þjóöarinnar,. — „Það gengur ekki að sérlög séu látin gilda fyrir stjórnmálamenn,” sagði Vogel. Þingflokkarnir þrír, sem standa að stjórn Kohls kanslara, munu hafa oröiö ásáttir um tillöguna í síöustu v&u. Nái hún fram að ganga munu feUd niður 1800 mál um skattaundan- brögð varðandi framlög fyrirtækja til flokkssjóöa. — KristUegir demókratar segja að lögin hafi verið óljós varðandi ákvæðið um framtalsskyldu á fjár- framlögum tU stjómmálaflokkanna Sovéski andófsmaðurinn Andrei Sakharov hefur heitið því að svelta sig tU bana ef konu hans verður ekki leyft aö fara tU Vesturlanda til lækninga. — Fréttin af hungurverkfaUi hans barst með bréfi sem smyglað var úr SovétrUcjunum tU aðstandenda í Bandaríkjunum. I bréfinu skorar Sakharov á alla vini (ef þau fóm yfir tiltekna nokkuð háa upphæð) og að mönnum hefðu oröið á mistök án þess að hafa ætlaö að hagnast ólöglega á því. Hin fyrirhugaða eftirgjöf saka mun þó ekki taka tU málsins gegn Otto Lambsdorff efnahagsmálaráöherra sem sakaður er um að hafa þegið mútur fyrir að hafa beitt sér tU skatta- ívUnunar handa Flick-fyrirtækjasam- steypunni. sína í heiminum að leggja að Sovét- stjórninni að leyfa konu hans, Yelenu Bonner, að fara tU Vesturlanda til hjartameðferðar. Er bréfiö skrifaö í janúar en þar boðar hann hungurverk- fall 2. maí. Sakharov fór í hungurverkfall 1981 og fastaði í 17 daga uns tengdadóttur hans var leyft að yfirgefa Sovétríkin. Sakharov í hung- urverkfall á ný Taugaveikií Júgóslavíu Taugaveikifaraldur hefur lagt 34 í sjúkrarúmið í Kasovo í Júgóslavíu og er rakinn til mengunar drykkjarvatns. Varö hans fyrst vart i námabænum Titova Mitrovica um síðustu helgi. — I undirbúningi er nú bólusetningarher- ferð til að stemma stigu við útbreiðsiu veikinnar. Kanínaísviös- Ijósinu Oliver MUes, fyrrum sendUierra Breta í Líbýu, hefur vcrið kaffærður i hatursbréfum fyrir að hafa skilið eftir í Trípóli, þegar hann fór þaðan i síðasta mánuði, kauinu sem var gæludýr fjöl- skyldunnar. Kaninan gleymdist i öUu írafárinu og oUi það slíku uppnámi meðal dýra- vina á Bretlandseyjum að eitt lands- málablaðið lagði fram fé tU þess að hún yrði flutt frá Líbýu tU Bretlands. Sendiherrann segist sárgramur yfir fíflsku almennings í þessu máU og sendiherrafrúin segir: „Ég vildi óska að við hefðum étíð kaninuna áður en við fórum.” Háspenna— lífshætta 1 AUahabad á Norður-Indlandi fórust fjörutíu manns i iangferðabU þegar farangurshrúgan á þaki bUsins rakst í háspennulinu. I bUnum voru 80 farþeg- ar og slapp heimingurinn lífs mcð einhverjum dularfuUum hætti en bUIinn brann til ösku. Fasturígryfju fsexdaga SlÖkkvUiðsmenn björguðu 15 ára pilti sem í sex daga hafði setið fastur niðri í tíu metra gryfju, nærlngar- og drykkjarlaus. Borgarstarfsmenn í Genf, scm voru að huga að brú til viðgeröar skammt frá, heyrðu hróp i drengnum og komu honum tU bjargar. Læknar segja hann Ula haldinn af nær- ingarskorti en þó úr lifshættu. Þröngt var um drenginn í gryfjunni því að hún var aðeins 80 sentimetra víð. Heimtaandlits- blæjuríbanka Breskar starfskonur í Lundúnaútibúi stærsta banka Irans eru sárgramar vinnuveitanda sinum, sem skipað hefur þeim að hylja höfuð og hand- leggi, vera dökkklæddar og með sem minnsta andUtssnyrtingu. Bankinn hefur hótað að reka þær úr starfi verði þær ekki við þessum fyrir- mælum. Stéttarféiag kvcnuanna hefur ráðlagt þeim að hunsa þessa skipun. Múhameðstrúarkonur hylja andlit sitt blæjum en Mellebanki írans krefst þess sama og meira enn af breskum starfskonum í Lundúnaútibúinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.