Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Qupperneq 3
I I '’l »TÍ I. M'i f'Í.IHI DV. LAUGARDAGUR12. MAl 1984. Konungur bitlinganna. Baltasar sýnir Konung bitlinganna Baltasar listmálari opnar málverkasýningu í boði bæjar- stjómar Bolungarvikur í ráðhúsi Bolungarvíkur dagana 13.—20. maí nk. Sýndar verða 50 myndir málaöar á árunum 1983—1984, þar á meðal sú umdeilda mynd Konungur bitling- anna sem nokkm umróti hefur valdið. Kaupfélag Árnesinga samþykkir að SÍS segi sig úr ísfiim: ísfilm hitamál- ið á aðalf undi SÍS í vor? Kaupfélag Arnesinga hefur bæst í hóp þeirra kaupfélaga sem ályktað hafa að Sambandið segi sig úr Isfilm og stefnir nú allt í þá átt að aðild Sam- bandsins að Isfilm verði aöalhitamáliö á aöalfundi Sambandsins í vor. Sá sem flutti tillöguna um aö Sam- bandiö segði sig úr Isfilm á aðalfundi KA er Guðmundur Birkir Þorkelsson, bóndi í Miðdal við Laugarvatn, en til- Póstur og sími leggur620 sjálfvirka sveitasíma: Kostnaður er að meöaltali 130 þús. á hvern síma Póstur og sími mun í sumar leggja 620 sjálfvirka sima á sveitabæi víöa um landið en alls er áætlað að verja til verksins 116 milljónum sem þýðir að kostnaður er að meðaltali um 130 þús- und kr. á hvern sima en inni i 116 milljónunum eru framkvæmdir sem ná til fleiri þátta en símanna 620. Olafur Tómasson, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, sagði í samtali við DV að þetta verkefni væri hluti af þeirri ákvörðun Alþingis, sem staðfest var með lögum 1981, að leggja sjálf- virka síma í allar sveitir landsins á 5 árum. Upphaflega heföu þetta verið 3300 símar en eftir sumarið í ár væru aðeins um 550 símar eftir. Byrjað hefði verið á ódýrustu lögnunum og nú væru aðeins dýrustu símarnir eftir. „Við höfum gert stórátak í þessum málum á undanfömum árum,” sagði Olafur. -FRI laga hans var samþykkt með 23 at- kvæðum gegn 11 eftir miklar umræður. Hann sagði í samtali við DV að ástæöur þess að hann hefði flutt til- löguna væru einkum tvær, annars veg- ar aö þetta mál heföi enga umfjöllun hlotið í hreyfingunni áður en stjórn Sambandsins samþykkti þetta og sam- rýmdist það ekki grunnhugtakinu, „einn maöur, eitt atkvæði”, og hins vegar heföu margir ótrú á að tengjast helstu málsvörum einkaframtaksins í landinu. TiHögur í svipuðum dúr og þessi hafa verið samþykktar á deildarfundi hjá KRON, aðalfundi hjá KASK og vitaö er um andstöðu gegn Isfilm í fleiri kaup- félögum en þannig er að fulltrúar kaupfélaganna, sem sækja aðalfund Sambandsins, eru i sjálfu sér bundnir þvi að vinna tillögum, sem samþykkt- ar eru á aðalfundum kaupfélaganna, framgang á aðalfundiSambandsins. Athygli vekur að á aðalfundi KA tók stór hluti fundarmanna ekki afstöðu meö eða á móti Isfilm. Um 90 manns sóttu fundinn en aöeins 34 greiddu at- kvæöi um tillöguna. Hún kom hins veg- ar seint fram á fundinum og höfðu nokkrír fulltrúanna farið er að henni kom. -FRI. sólbaðstækin 10 peru bekkur og 10 peru himinn í setti Verð kr. 72.100 (gengi 12.4.‘84) Þegar 2 eða 3 slá saman verða kaupin leikur einn. Greiðsluskilmálar. Nú er rétti tíminn að panta, verða brúnn og ná úr sér vetrarbólgun- um. Stuttur afgreiðslufrestur. Eigum einnig til ljósa- perur til afgreiðslu strax: Bellaríum Bellaríum S frá Wolf System, V-þýskar „SUPERSUN" raest seldu sólbaðstækin á íslandi frá byrjun Páll Stefánsson umboðs- eg heildverslun Blikahólar 12 Sími (91) 72530 TVÆR GLÆSILEGAR BILASYIMINGAR SAMTIMIS, EIN í REYKJAVÍK OG ÖNNUR Á AKUREYRI, KL. 2-5 LAUGARDAG OG SUNNUDAG í sýningarsalnum Mela- völlum við Rauðagerði, Reykjavík, verða sýndar: Subaru 1800 hatchback GLF 4wd, Subaru 1800 station wagon GLF 4wd, Nissan Cherry, 5 dyra, GL 1,5, Nissan Bluebird 2,0 GL station wagon, Nissan Stanze, 5 dyra, GL 1,6, Trabant fólksbíll, Wartburg pickup. Hjá Sigurði Valdimarssyni, Óseyri 5A Akureyri, verða sýndir: Subaru 1800 station wagon GLF 4wd, Nissan Micra GL, Nissan Cherry, 5 dyra, GL 1,5, Nissan Sunny Sedan, 4 dyra, GL 1,5. Sýndur í fyrsta skipti á Akureyri: Nissan Bluebird Sedan 2,0 GL, 4 dyra, og í annað sinn í heiminum sem hann er sýndur á bílasýningu (fyrsta skipti var á Auto '84). Nissan 250 Cedric 2,8 dísil, 4 dyra, lúxusbrfreið - arftaki 280 L Cedric - mun koma þér alveg í opna skjöldu fyrir glæsileikasakir, fegurð og gæði. Sölumaður frá Ingvari Helgasyni hf. verður á Akureyri báða dagana. HT 1l INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. SIGURÐUR VALDIMARSSON, ÓSEYRI5A AKUREYRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.