Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1984, Side 32
32
Hverja telur þú mögu-
leika Skagamanna á því
aö verja Islandsmeist-
aratitilinn í sumar?
Viglundur Kjartansson: Já, ég
vona þaö, en annars er ég alveg
steinhættur aö fylgjast meö
knattspyrnunni.
Siguróli Jóhannsson: Þeir eiga
mjög góöa möguleika og ég vona
svo sannarlega aö þeim takist aö
vinna tvöfalt, enda er ég fyrrum
Skagamaöur.
Gunnar Sigurðsson: Eg fylgist
mjög lítið með þessu, en vona
samt aö þeim takist þetta.
Itjarni Þórisson: Eg vona þaö og
ég held að ég myndi veöja á þá ef
eitthvað.
Guörún Elnarsdóttlr: Þeir eru
mjög góöir og eiga alla mögu-
ieika á að vinna titilinn. En ég
vona samt að Valsmenn vinni
þetta.
Þorsteinn Þorsttinsson: Þeir eiga
mikla möguleika, enda meö gott
liö.
„Ég hef mikla trú á því aö mótiö
verði skemmtilegt og þeir sem leggja
leiö sína á leikina ættu aö geta skemmt
sér vel. Leikirnir veröa jafnir og þaö
veröur ekkert lið sem siglir lygnan sjó
i gegnum mótiö. Þaö er ljóst aö viö höf-
um fengiö mikinn liösstyrk þar sem
Karl Þórðarson er og aöeins tveir leik-
menn hafa horfiö frá okkur. Það eru
þeir Davíð Kristjánsson markvöröur
sem lagt hefur skóna á hilluna og
Björn H. Björnsson sem lék nokkra
leiki meö okkur í fyrra.”
„Þriggja stiga reglan
ekkerttöfraorö”
Nú verður þriggja stiga reglan í gildi
í sumar. Hefur þú breytt undirbúningi
ÍA-liðsins fyrir komandi keppnistima-
bil með tilliti til þess?
„Nei, þaö hef ég ekki gert. Viö erum
búnir aö æfa meira og minna í allan
vetur en byrjuðum af fullum krafti um
Hörður Helgason,
þjálfari Skagamanna:
„Karl Þórðarson
verður okkur ómetan-
legur styrkur í
DV. LAUGARDAGUR12. MAl 1984.
ÍA—Akranes—IA—Akranes—IA—Akranes—ÍA—Akranes
ÍA—Akranes—ÍA—Akranes—IA—Akranes—IA — Akranes
..Hef tró á bví að mótið
verði miög skemmtilegt”
„Mér líst mjög vel á komandi íslandsmót og ef leik-
menn mínir koma til leikjanna meö réttu hugarfari og
sleppa við meiðsli ætti þetta að geta gengið. En ég er viss
um að íslandsmótið verður mjög tvísýnt og það er enginn
leikur unninnfyrirfram,” sagði Hörður Helgason, þjálfari
íslandsmeistara Akraness, er við ræddum við hann
stundarkom í vikunni.
—segir Hörður Helgason,
þjálfari Skagamanna, en
hann þjálfar nú liðið
annað arið i röð
„Mér sýnist fljótt á Utið að Skaga-
menn geti orðið mjög sterkir í sumar.
Þeir hafa haldið sínum mannskap svo
að segja frá í fyrra,” sagði PáU Júlíus-
son, framkvæmdastjóri Knattspyrnu-
sambands Islands, er við inntum hann
álits á LA-liðinu.
„Mér sýnist meira aö segja aö þeir
hafi aUa burði til aö veröa sterkari en í
fyrra. Koma Karls Þórðarsonar í liðiö
styrkir þá verulega. A því er ekki
nokkur vafi. Eg hika ekki viö aö spá
þeim einu af þremur efstu sætunum.”
Hvað heldur þú um hin
liðin í deildinni?
„Eg get ekki betur séð en aö útlit sé
fyrir mjög skemmtilegt Islandsmót.
Hin Uðin eru stórt spumingarmerki en
779 leikir
402 sigrar
AUs hafa Akurnesingar leikið 779
leiki frá stofnun IA 1946. Lelkimir
skiptast svona eftir mótum.
ISLANDSMÖT:
394 leikir. 82 jafntefli, 203 unnir og
109 tapaðir. Markatalan 816—523.
BDCARKEPPNIKSI:
69 leikir. 43 sigrar, 5 jafntefli og 21
tap. Markatalan er 155—106.
LITLA BIKARKEPPNIN:
114 leikir. 68 sigrar, 21 jafntefli og 25
töp. Markatala 290—154.
MEISTARAKEPPNIN:
24 leikir. 5 sigrar, 8 jafntefli og 11
töp: Markatalan er 29—48.
EVRÖPUKEPPNIN:
20 leikir. 1 sigur, 3 jaf ntefli og 16 töp.
Markatalan 12—61.
AUKALEDCIR:
158 leikir. 82 sigrar, 25 jafntefli og 51
tap. Markatala 442—348.
AUs hafa þvi Skagamenn leUdð 779
leiki, sigrar hafa unnist í 402 leikjum,
144 sinnum hefur orðið jafntefU og
markatalan samanlagt er 1744—1241.
-sk.
Frábær árangur IA
EUefu sinnum hafa Skagamenn orð-
ið Islandsmeistarar í knattspyrnu. Tíu
sinnum hafa þeir lent í öðru sæti og
fjórum sinnum í bronssætinu.
Fjórum sinnum hefur Akranes-liðiö
lent í f jóröa sæti, tvisvar í fimmta sæti
og einu sinni hefur liðiö falliö í 2. deUd.
Sannarlega frábær árangur á þeim 33
Islandsmótum sem Skagamenn hafa
tekíð þátt í. -sk.
— segir Páll Júlíusson,
framkvæmdastjóri KSÍ
ég held aö þau geti veitt Skaganum
haröa keppni. Nokkur Reykjavíkurfé-
laganna hafa leikið ágætlega í Reykja-
víkurmótinu en hafa verður þaö í huga
aö ekkert er að marka leikina á möl-
inni. Þaö er ekki það sarna aö leika
knattspymu á möl eöa grasi. Nú mér
skilst aö Skagamenn iiafi ekki æft á
grasi enn sem komið er þannig aö þeir
hafa ekki forskot á Reykjavíkurfélögin
að því leyti,” sagði Páll Júlíusson.
-SK.
mánaöamótin febrúar/mars. Ég er
síðan farinn aö fækka æfingum núna.
Þriggja stiga reglan er ekkert töfraorö
í okkar eyrum. Við förum alltaf í leiki
til aö sigra. Skiptir engu máli hvort viö
fáum þrjú stig fyrir sigur eöa tvö. Eins
og ég hef áöur sagt og ítreka enn, þá er
það hugarfar leikmanna sem öllu máli
skiptir. Að þeir vilji vinna leikina. Þaö
er lykillinn aö Islandsmeistaratitlin-
um.”
„íslandsmótið byrjar
aíltof snemma”
Hefur þú séð til andstæðinga þinna í
þeim leikjum sem fram hafa farið?
„Ég hef lítið fylgst meö Reykja-
víkurmótinu, séö einn leik held ég. Þaö
er ekkert aö marka þessa leiki á möl-
inni. Og ég er mjög óhress meö aö ís-
landsmótiö skuli byrja svona snemma.
Ég heföi viljað aö mótinu heföi verið
seinkaö um heila umferö. Þá heföi
verið öruggt aö fyrstu leikirnir heföu
farið fram á grasi. Eins og staöan er
nú getum viö ekki leikiö fyrsta heima-
leik okkar á grasvellinum. Völlurinn er
mjög blautur og ekki tilbúinn undir
átökin.”
Þið hef jið titilvörnina á Skaganum á
föstudaginn og fáið þá Fram í heim-
sókn. Hvernig leggst það í þig?
„Leikurinn leggst vel í mig. Framar-
ar eru meö gott lið, marga góöa leik-
menn, og þaö er víst aö leikurinn
veröur erfiöur fyrir okkur. Við verðum
aö hafa mikiö fyrir því að sigra en ætl-
um okkur samt aö standa uppi sem
sigurvegarar í lokin eins og alltaf í
sumar,” sagöi Höröur Helgason.
-SK.
„Spái ÍA
einu af
þremur
efstu
sætunum”