Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. Útlönd Útlönd Danir stærstír i bamakiáminu Maf íumorð eru ekkert nýmæli á ítalíu. Dræmar undirtektir i hafnarverkfallinu Meira en 600 hafnarverkamenn í tveim hafnarbæjum Englands hafa hundsað yfirlýsingar stéttarfélaga sinna um allsherjarverkfall í höfnum Bretlands. Þykir þaö líklegt til þess aö hafa áhrif á atkvæðagreiöslur í stéttar- félögum annarra hafnarbæja í dag og næstu daga. I Immingham og Grimsby féll vinna viö höfnina niður á föstudaginn vegna félagsfundarhalda, en þessir 600 sneru aftur til starfa á laugardag eftir aö félagsdeildirnar í Immingham og Grimsby felldu verkfallstillöguna. Landssamtökin meö samtals um 36 þúsund hafnarverkamenn innan sinna vébanda hafa hvatt félagsdeildir allra hafnarsvæða aö hefja allsherjarverk- fall. „Þetta hefur ekkert meö okkur aö gera,” sagöi einn verkamannanna í Immingham sem greiddi atkvæði gegn verkfalli aö þessu sinni þótt þátttakan hafi veriö almenn í landinu í .12 daga verkfallinu fyrir sex vikum. — I þaö sinn haföi deilan staöiö um aö breska stáliöjan hafði notaö aðfengiö vinnuafl til aö flytja farma þegar hafnarverka- menn einstakra bæja neituöu aö af- greiða sendinguna til aö styöja verk- fall kolanámumanna. Veröi óeining um verkfalliö að þessu sinni þykir hætt viö aö til ryskinga geti komiö eins og viljað hefur brenna við milli verkfallsvarða kolanámumanna og svo námumanna, sem haldiö hafa á- fram störfum. Leiðtogar hafnarverkamanna hafa gert þaö ljóst að þeir styöji kola- nánumenn í verkfallinu sem staðið hefur í rúmlega hálft ár. Vinnustöövunin á föstudag var gerð þegar breska stáliöjan lét skipa upp 95 þúsund lesta kolafarmi sem ætlaöur er skoska Ravenscraig-stálverinu, en bræösluofnar þess voru orðnir kola- lausir. 12 helstu hafnir Skotlands eru lamaöar vegna deilunnar og nokkrar hafnir í Englandi og þar á meðal Lond- on, Liverpool og Hull. — I Wales og Englandi eru 26 hafnir ennþá starfandi eins og Dover og Felixstove, en í þeirri síöarnefndu er aðalmóttaka á gáma- flutningum. 25 skoskar hafnir eru enn starfandi. I dag og næstu daga veröur gengiö til atkvæöa í félögum nokkurra þess- ara bæja um hvort efnt skuli til verk- falls. Kveöur viö misjafnan tón hjá hafnarverkamönnum sem þykir ýms- um verkfall aö þessu sinni hafa pólitískan keim og aðallega boðaö til höfuös Thatcherstjórninni. Furstadæmiö Liechtenstein í Mið-Evrópu fær nú nýjan prins eftir 46 ár. 46 ÁRA VALDATÍÐ LOKIÐ Franz Josef II, prins af Liechten- stein, sagöi af sér í gær og viö völdum tók sonur hans, Hans Adam. Franz Josef haföi ríkt í Lichten- stein í 46 ár, lengur en nokkur annar þjóöhöföingi í Evrópu. Liechtenstein er 160 ferkílómetra furstadæmi í Alpafjöllunum á mi'ii Sviss og Austurríkis. Síöasta verk Franz Josefs var aö fá samþykktan kosningarétt handa konum nú í sumar. Sonur hans, Hans Adam, segist hafa áhuga á aö koma þessu 26.000 manna landi inn í Sam- einuðu þjóöirnar í valdatíð sinni. dómsmálaráðherra láti þegar í staö til skarar skríða gegn kláminu I Dan- mörku er ekki bannaö aö prenta bama- klám svo fremi sem myndimar séu ekki teknar þar í landi. Dómsmálaráð- herra hefur lofað aö starfsemi hjón- anna ofannefndu veröi rannsökuð. -GAJíLundi. Óttast geisla- eitrun Franskt flutningaskip meö geisla- virk úrgangsefni meöal annars farms í lestum sínum sökk undan strönd Belgíu um helgina. Utgerðarfélagið leitar nú ráöa um hvernig ná megi farminum upp af hafsbotni hiö fyrsta. Franska skipafélagiö CGM segir í tilkynningu um farminn aö engin hætta sé á mengun út frá farminum sem var úraníum hexaflúóríö. Það var geymt í innsigluöum tunnum og síöan í gámum. ' Umhverfisverndarsamtök græn- friðunga hafa varaö menn mjög við hrikalegum afleiöingum á sjávarlíf í Noröursjónum og mannlíf í ná- grenninu ef geislaeitrun hlytist af slysinu. „Mont Louis”, 4200 tonna flutninga- skip, var á leið til Riga viö Eystra- saltiö meö 450 smálestir af eiturefnum þegar þaö lenti í árekstri við farþega- ferju á laugardag. Um borö í ferjunni voru um 1000 manns. Engan sakaði. Franskir sérfræöingar segja enga hættu á því geislavirka efnið leki úr ílátum sínum í að minnsta kosti heilt ár. En jafnvel þótt eitthvað örlítiö síaöist út yröu áhrif þess hverfandi. — Geröar hafa veriö geislamælingar á slysstaönum og ekkert komiö fram á mælum. Skipiö liggur á 15 metra dýpi um tíu mílur frá hafnarborginnu Ostende. Grænfriöungar óttast mest aö sprenging veröi ef gat kemur á ein- hverja tunnuna viö björgunaraögerðir og skora þeir á sjómannasamtök aö neita aö manna skip sem standa í flutn- ingum á þess konar efni eftirleiöis. Fjöldamorö fyrir utan kirkju eftir messu Atta manns létu lífið og 10 særöust í Napólí á Italíu á sunnudag í einhverju versta mafíudrápi sem þar hefur sést. Fólk í bænum Torre Annunziata var aö koma út úr kirkju þegar nokkrir menn stukku út úr nálægum sendiferöabíl og hófu skothríð á hóp manna. Talið er aö moröin tengist stríöi tveggja glæpa- flokka sem berjast um völd í undir- heimum héröasins. Lögregla setti þegar upp hundruö farartálma í kringum Napólí en morö- ingjarnir hafa-enn ekki náöst. Tveir menn hafa veriö handteknir, grunaöir um aö vera tengdir stríöi glæpaflokk- anna tveggja og níu menn aörir hafa verið yfirheyrðir. Glæpaflokkarnir, sem hér um ræöir, munu vera aö berjast um yfirráö í Camorra glæpasamtökunum. Þeir eru Nýju Camorra samtökin, og Nýja fjöl- skyldan. Leiötogi þeirra fyrri er Raffaele Cutolo og þau síöari eru sam- tök ættflokka sem eru á móti Cutolo. Sovétmenn prófa lang- drægar stýrif laugar Sovéska varnarmálaráöuneytiö til- kynnti um helgina aö Sovétmenn heföu hafiö prófanir á langdrægum stýri- flaugum. Ráöuneytið sagði þetta vera svar við hemaðaryfirburðastefnu Bandaríkjanna. Tilkynning ráðuneytisins sagöi einn- ig aö Sovétríkin myndu áfram reyna aö ná samningum um fækkun kjarn- orkuvopna. Vamarmálaráöuneytiö í Banda- ríkjunum hefur sagt aö Sovétmenn séu næstum búnir að hanna þrjár gerðir langdrægra stýriflauga, þar á meöal til notkunar í kafbátum. Mafíumorð: Danir framleiða allra þjóöa mest af bamaklámi. Þaö kom fram í frétta- þætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinn- ar NBC sem sýndur var bæði í Svíþjóö og Danmörku um helgina og hefur vak- iögífurlegaathygli. Fréttamaður NBC náöi undir fölsku flaggi tali af dönskum hjónum sem hann segir vera höfuöpaurana í fram- leiöslu bamaklámsins. Þóttist hann hafa klámmyndir til sölu og hjónin buöu honum tíu þúsund dollara fyrir aö fá einkaréttinn á þeim innan Evrópu. Bandarísk yfirvöld telja aö stærsti hluti þess barnakláms, sem sé á mark- aöi í Bandaríkjunum, komi frá Dan- mörku og síöan Hollandi en einnig frá Svíþjóö. Þess vegna hefur póstur frá þessum löndum veriö rannsakaöur sérstaklega og er þar komin skýringin á því hvers vegna bréfasendingar frá þessum löndum skila sér seint til viö- takenda í Bandaríkjunum. Bertil Zachrissson, póstmálastjóri Svía, hefur boriö fram mótmæli viö bandarísk yfirvöld vegna þessa og sömuleiðis sent Dönum tóninn og segir aö Svíar veröi að gjalda fyrir spilling- unaíDanmörku. Frétt NBC hefur og valdiö miklum hræringum í danskri pólitík. Margir krefjast þess aö Erik Ninn Hansen Fjölskylda viröir fyrir sér framboðið í klámverslun í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.