Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 27. AGUST1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Pott- réttir með græn- meti Grænmeti skorið niður i pott ásamt kjöti eða fiski er mikill hollustu- réttursem gjarnan má bera fram með hrisgrjónum og brauði. Ferskt grænmeti er tilvalið að láta út í kjöt og fiskrétti. Ef mörgum tegundum grænmetis er blandað saman veröur rétturinn litríkur og lystaukandi. Kræklingar og rækjur gera einnig réttinn fjölbreyttan, svo og allur innmatur. Grænmeti er skoriö mjög smátt niður í strimla eða teninga. Blómkál er tekiö í sundur í smáa brúska. Kjöt og fisk er ráölagt aö skera í b'ýants- þykka strimla. Mikilvægt er að nota til þess vel beittan hníf. Kínverjar gera mikið aö því aö steikja kjöt og grænmeti hvort í sínu lagi og blanda því síðan saman í pott. Slíkir réttir eru fljótlagaðir, auk þess ódýrir og næringarefnaríkir. Ekki er ráðlagt að hafa steikingartima lang- an, það nægir aö fiskurinn og kjötiö skipti um lit. Þar sem bitarnir eru þunnir og smáir verður of langur tími einungis þess valdandi að hrá- efnið verður hart og þurrt. Grænmetisréttur með kjöti 50 g smjörlíki eða 3—4 msk. matar- olía 400 g kjöt 300 g kartöflur 250 g gulrætur 250 g kínakál (eða annað kál) 1 tsk. salt 2 matskeiðar vatn Kjötið er skorið í blýantsþykka um 4 cm langa strimla. Skerið fyrst langs eins og vöðvi kjötsins liggur, síöan þvert á vöðvann. Grænmetið er hreinsað og skorið í örþunna strimla eða teninga. Smjörlíkið eöa olían er hituð vel upp í potti eöa pönnu með þykkum botni. Mælt er með smjöri eða smjör- líki því að olían gerir káliö fitugljá- andi. Kjötinu er snúið í pottinum á alla kanta þar til þaö hefur skipt um lit. Niðurskornum kartöflum og gulrót- um er hellt í pottinn og hrært er í stutta stund eða um eina mínútu. Kálinu er síöan blandað saman við og hrært er í aðra mínútu. Salti og vatni því næst bætt við, hitinn minnk- aður og lok sett á pottinn. Rétturinn er látinn krauma í um eina mínútu, þá er hann tekinn af hellunni og lát- inn standa í pottinum í um 2 mínútur. Grænmetisréttur með físki 80 g smjörlíki eöa 6 msk. olía 400 g beinlaus fiskur 2msk. maizenamjöl 300 g kartöflur 250 g gulrætur 250gkínakál (eða annaðkál) 1 tsk. salt 3msk. vatn Beinlausi fiskurinn er skorinn í strimla. Grænmetið skorið smátt. Helmingur fitunnar hitaður í þykk- botna potti. Fiskinum velt upp úr maizenamjöli og hann steiktur í feit- inni stutta stund eða í um eina mín- útu. Hann er tekinn upp úr og látinn á pappír sem sýgur í sig feiti, til dæmis eldhúsrúllubréf. Hinn helmingur feitinnar er hitaður upp í pottinum, kartöflur og gulrætur steiktar í eina mínútu. Salt og vatn látið í pottinn og fiskurinn látinn aftur í, lok yfir og hitinn minnkaður. Látið krauma við vægan hita í eina mínútu. Potturinn tekinn af hellunni og látinn standa í tvær mínútur. Það sem hæfír með Þyki rétturinn ekki nægilega saö- samur er vel við hæfi að bera fram gróft brauð með réttinum eða soðin hrísgrjón. Ekki er gert ráð fyrir sósu með þessum réttum. Hrís- grjónin má sjóða á venjulegan hátt í vatni, ásamt örUtlu salti eða súpu- teningum. TU að fá meira bragð aö grjónunum er smátt saxaður laukur soöinn meö. Einnig er hægt aö hafa þann hátt- inn á að smátt skorinn laukur er steiktur upp úr feiti. 2 dl af hrís- grjónum er blandaö saman við feit- ina og látið steikjast ásamt laukn- um í um 1/2 mínútu. Þá er 3 dl af sjóöandi kjötkrafti hellt yfir grjón- in. Krafturinn mætti til dæmis samanstanda af uppleystum súpu- teningum í vatni. Hrært í þar til sýður. Suöutími er sá sami og hrís- grjón almennt þurfa. -RR Enginn þarf að gráta við að skera lauk ef notaður er vel beittur hnifur. Hálfur laukur er skorinn langs og þvers eins hratt og unnt er. Laukur er mikill bragðauki i flesta rótti, einnig tilvalið að sjóða hann með hrís- grjónum og grænmeti. Kartöflumálin: Ekki í takt við tuttug- ustu öldina — segirSigurður Sigurðarson, formaður Neytendafélags Reykjavíkur Neytendasamtökin og Neytendafélag Reykjavíkur hafa samþykkt eftir- farandi: Neytendasamtökin og Neytenda- félag Reykjavikur og nágrennis leggjast alfariö gegn þeirri hugmynd sem fram hefur komið af hálfu Lands- sambands kartöflubænda, aö því veröi falin stjórn Grænmetisverslunar land- búnaöarins. Fyrirsjáanlegar og löngu tíma- bærar breytingar á verslunarháttum meö kartöflur og grænmeti gera Græn- metisverslun landbúnaöarins óþarfa í núverandi mynd. Nýlegar yfirlýsingar frá forystu Landssambands kartöflu- bænda gefa til kynna, að hún sækist eftir einhliöa stjórnun framleiðenda á sölumálum kartaflna. Neytendasamtökin og Neytenda- félag Reykjavíkur og nágrennis telja slíkt með öllu óviöunandi og aö gera verði sölumálin mun frjálsari en verið hefur til þess aö gefa neytendum kost á sjálfsögðu valfrelsi. Grænmetis- verslun landbúnaöarins á aö sinna öðrum afurðum en kartöflum, en reynslan hefur sýnt aö vandamál á sviði verslunar með almennt grænmeti eru enn meiri en með kartöflur. Það væri því í hæsta máta óeölilegt nú að fela kartöflubændum einum forræði yfir gögnum og gæðum stofnunar sem reist hefur veriö á kostnaö neytenda. Þaö eru því kröfur Neytendasam- takanna og Neytendafélags Reykja- víkur og nágrennis aö landbúnaðarráð- herra breyti reglum um Grænmetis- verslun landbúnaðarins í því skyni, að stofnunin geti gjörbreytt hlutverki sínu og þjónað sem gæðaflokkunarmið- stöð fyrir alla sem það kjósa, auk þess að vera grænmetismarkaður allt áriö. Einnig gæti stofnunin annast bæði inn- flutning og heildsöludreifingu kart- aflna og grænmetis í samkeppni við aðra aðila. Ofnréttur úr ódýra blómkálinu Blómkál hefur til þessa verið það dýrt eða á annað hundrað krónur hvert kíló aö margir hafa sleppt því að kaupa það. Nú hefur káliö lækkaö um meira en helming og er hægt aö fá væna blómkálshausa fyrir 25 krónur. Menn láta því eftir sér að kaupa kálið í dag, jafnvel einungis til að borða þaö hrátt. En blómkál má bera fram á marga vegu sem og annað grænmeti. Eftirfarandi til- lögur má eflaust nýta sér viö matar- gerðina. Til aö losna við allt kvikt sem kann að vera í kálinu og borist hefur frá kálgarðinum er ráðlagt að láta kálhöfuðið liggja í ediksblöndu í um eina klukkustund áður en það er mat- reitt. Blandan gæti verið þannig: 1 teskeið edik á móti 1 lítra af vatni. Ef kálhöfuðið er soðið í heilu lagi þá er suðutími um 15 mínútur en blómkál soðið í bitum þarf rúmlega 5 mínútna suðutíma. Blómkál er best að taka úr pottimeðfiskspaða. Spaghetti og blómkál Blómkál er soðiö sér í bitum. Sósa er búin til úr smjöri, hveiti, soðinu af blómkálinu, rjóma, rifnum osti eða smurosti og kryddi. Soöiö spaghetti og blómkál er látið í smurt eldfast mót. Reykt kjöt er skorið í bita og því blandað saman við, einnig má nota soðið kjöt sem til fellur. Ostasósunni er hellt yfir réttinn, því næst er stráð yfir rifnu muskati og rifnum osti og fáeinum smjörbitum. dreift yfir. Rétturinn er látinn vera í 250 gráða heitum ofni þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn. Borið f ram með brauði og hrásalati. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.