Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. ARAFAT NÆR SAMAN ÚT- LAGAMNGINU Þaö viröist sem allt sé aö komast á hreint fyrir næsta — og kannski um leiö næstsíöasta — áfangann í sátta- umleitunum, sem staöiö hafa frá því í fyrrahaust, innan þjóöfrelsis- hreyfingar Palestínuaraba, PLO. Einn af nánustu aðstoðarmönnum Yassers Arafats, leiötoga PLO, skýröi frá því í Amman á dögunum aö í þessari viku mundu fulltrúar hinna ýmsu fylkinga innan samtakanna koma saman í Alsír til þess aö á- kveöa hvenær „þjóöarráö Palestínu- araba” veröi kallaö saman. Þaö er útlagaþing Palestínuaraba sem komið hefur saman sextán sinnum. Þetta var enginn annar en Khalil al-Wazir sem betur er þekktur undú- skæruliöadulnefninu Abo Jihad og ætti aö vita viti sínu um þetta því aö hann er talinn aðalmaðurinn í tilraunum Arafats til að tengja saman hin stríöandi öfl innan PLO. Þar ægir saman afar sundurlausum fylkingum meö ólika hugmynda- fræði þótt af sama þjóöerni sé og með þá hugsjón sameiginlega aö endurheimta týnda landiö. Sundrung eflir Líbanon Skoöanaágreiningur þessara fylk- inga komst á suöupunkt fyrir ári þeg- ar bardagar brutust út innbyrðis meöal skæruliöa Palestínuaraba viö Trípólí í Noröur-Líbanon. Haröast böröust þar annarsvegar sú fylking sem notiö hefur stuðnings Sýrlands- stjómar og hins vegar þeir sem héldu tryggö viö kjörinn leiötoga þjóöfrelsishreyfingarinnar. Þaö var innrás ísraelsmanna í Líbanon sumariö 1982 og hrakfarir Palestínuskæruliöanna fyrir þeim sem ollu því aö upp úr sauö. Brott- flutningur PLO-skæruliða Arafats frá Beirút, lítill garpskapur skæru- liöaforingja hans í viðnáminu gegn framrás Israelshers noröureftir Líbanon var meira en margir dug- meiri foringjarnir fengu kyngt. Diplómatísk málamiölunartunga Arafats megnaöi ekki aö draga úr sárindunum og safna liöinu til sam- eiginlegra átaka. Arafat vill enn samstarf við Jórdaníu Arafat valdi aö halla sér aftur aö Jórdaníu þótt forsaga samskipta PLO væri blettuð ægimarkinu sem „svarti september” Husseins konungs í uppgjörinu við skæruliða- samtökin skilur eftir sig í minningu þeirra. Um leið slitnaði aö fullu upp úr samstarfi Arafats viö Sýrland sem æst haföi uppreisnarforingjana til mótþróa við forystu hans. Arafat undi því ekki hve Sýriandsstjórn reyndi óduliö aö ná töglunum og högldunum í samtökunum. Enda blasti viö meö tapinu á Suö- ur-Líbanon í hendur Israel og banda- manna þeirra þar að skæruliðar Pal- estínuaraba ættu ekki lengur aögang aö neinu landsvæöi, semlægi beint að landamærum Israels til hryöju- verkaárása inn í landiö helga. Þungamiöjan í þjóöernisbaráttu PLO hlaut að færast yfir á hernáms- svæöin, vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðið. Klofinn í þrennt Klofningurinn örlagaríki, sem þarna varö, reyndist varanlegri en kannski horföi til í upphafi. Hann leiddi til þess aö í dag eru þaö tvær aðalfylkingar innan PLO sem eru í fullkominni andstööu við Arafat og stefnuhans. önnur þeirra samanstendur af hópunum er tóku þátt í uppreisninni í Líbanon meö Assad-sinnuöu skæru- liðunum. Þessir hópar kalla sig „þjóðarbandalagið” og þeir vilja halda áfram hemaðaraðgerðum gegn Israel. Þeir vilja halla sér aö Sýrlandi og bíða þess aö Sýrland eflist hemaðarlega nóg til þess aö getaögraðlsrael. Hin fylkingin kallar sig „lýðræðis- bandalagiö” og í henni eru áhrifa- mestu hóparnir aðrir en A1 Fatah. Þessi fylking er SovétsinnuÖ og fylgir nokkuö Moskvulínunni. Auk þess að vera andsnúin Arafat og sér- staklega þeirri stefnu hans aö taka upp samstarf viö Jórdaníu og Huss- ein konung þá stendur henni beygur af því aö Sýrland og Assad Sýrlands- forseti nái undirtökunum í PLO og telja þaö munu jafngilda endalokum þjóðfrelsishreyfingarinnar. Útlönd Útlönd Arafat nýtur enn trausts Mikill meirihluti framkvæmda- stjómar PLO styður stefnu Arafats og þá auðvitað Al-Fatah-samtökin sem em bakhjarlinn í áhrifum Ara- fats. Arafat nýtur um leiö mikils per- sónufylgis og trausts meöal Palestínuaraba almennt og einkanlega þeirra sem búa á her- numdu svæðunum. Og raunar einnig meðal margra þeirra sem andvígir eru samstarfinu við Jórdaníu. Eftir að Arafat flutti aöalbæki- stöövar sínar til Túnis í fyrra hefur hann af miklu kappi kostaö að efla tengslin að nýju meö hinum sundruöu fylkingarörmum. Þaö hafa verið tíð fundahöld og viðræður til undirbúnings því aö út- lagaþingið komi saman í sautjánda sinn. Arafat hefur ekki tekist aö af- má ágreininginn en svo er að heyra sem hann hafi tryggt sér hálfvolgan stuðning „lýöræöisbandalagsins”. Hvaö út úr því kemur veit enginn en hitt sýnist ljóst að Arafat hefur styrkt stööu sína aftur frá því aö niöurlægingin var sem mest eftir innrás ísraels í Líbanon. Vandi hans er þó eilíft sá sami. Því meir sem hann leitar stuönings á breiöari grundvelli meöal ofstækis- hópanna því fleiri málamiölanir þarf til. Róttæknin ann hinsvegar aldrei málamiölunum og því veröa allir þessir hópar óánægöir. Og því meir sem Arafat þarf að slaka til í málamiðlunum því minna svigrúm hefur hann til eigin stefnu. Danirgera tilraunir með fisk- og plöntueldi í úrgangsvatni Danskir vísindamenn vinna aö til- raunum meö fiskeldi í heitu vatni og jafnframt vatnaplöntur og vonast til þess aö þróa þessa aðferð til ódýrari framleiðslu á eggjahvítufæöu og sæl- keramat. Þaö er fiskeldisstofnunin danska sem stendur aö þessum tilraunum, en hún var stofnuð í janúar síöasta vetur og er afsprengi vatnsverndun- arstofnunarDana. Hreinsa og endurnýta frárennslisvatn Rekur hún eldisstöð til þessara til- rauna í Aabenraa á Jótlandi, en heita vatnið byggist ekki á hveraorku, heldur er um aö ræöa kælivatn sem hitnaö hefur áður en þaö rennur frá nærliggjandi raforkuveri. Þarna er ræktaður regnbogasilungur, sand- hverfa, skelfiskur og sjávarplöntur sem annars er helst aö finna í Miö- jarðarhafinu. í Hörsholm-rannsóknarstöðinni á Sjálandi er jafnframt unnið aö til- raunum með ódýrar og öruggar leiö- ir til þess aö hreinsa og endumota sérstaklega upphitaö vatn. I þessum tilraunum er notast við úthafsrækju, humar og fisktegundir úr hitabeltis- höfunum. Og þar eru framleiddar um tuttugu smálestir af áli á ári. Álaræktin sérlega hagkvæm Viö tuttugu og fimm gráöa hita á Celsíusmæli ná álarnir 250 gramma vigt á tæpum tveim árum, en í þeirri stærð má reykja þá eöa brytja í bita til þess aö bera á borö fyrir sælker- ana. Aöalkosturinn við álana er sá aö þaö er lítið um aö sjúkdómar herji á þá. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir þeim í Evrópu og markaösverö- iö allt aö 130 krónur fyrir kílóiö. Það er nógu hátt verö til þess að eldið borgi sig, þótt meðhöndla þurfi vatn- iö sérstaklega í þessum aöferöum. „Viö höfum komist aö raun um aö þetta er hagkvæmt,” segir forstööu- maður stofnunarinnar, Karl Iver Dahl-Madsen, í viötali viö frétta- mann Reuters. Hann vonast til þess aö álaræktin í Hörsholm eigi eft- ir aö skila af sér 200 smálestum á ári. Mistök í byrjun Danir stæra sig af því aö fiskeldi hjá þeim eigi sér orðiö aldarlanga sögu. Þeir telja sig stærsta útflytj- anda á regnbogasilungi í Evrópu. Framleiöslan er um átján þúsund smálestir á ári. Kína á þó miklu lengri sögu í flsk- eldi en þar var aðallega um aö ræöa vatnakarfa sem er harðgerðari fisk- ui. Hann er vinsæll í fisktjömum í Evrópuídag. Tilraunir Dananna mt' nota frárennslisvatn úr verksrniöjum, kælivatn sem er orðiö heitt, hafa þó sérstakt gildi fyrir i.ýlega iði. Jd ríki og einkanlega þar sern skortur er á vatni. Dahl-Madsen . 'úr að í byrjun hafi menn rekió sig á ýmsa erfiðleika í þessum tilraunum tn lært af mistökunum, svo sem þegar menn gættu þess ekki -,ö bæta ferskvatni í frárennslisvatnið, en þá vildi salt- innihald aukast hlutfallslega og hafa áhrif á fiskinn. Vatnaplöntur til manneldis Áhugmn fyrir vatnaplöntueldi spratt aö nokkru upp af nauðsyn þess aö afla fóöurs fyrir eldisfiskana, en þar ráku menn sig á ýmislegt jafn- framt. Svo sem eins og aö hitabeltis- planta eins og vatna-híasinta gat pi nig tekiö til sín næringarefni úr menguðu vatni, frai leitt metan- gas sem hægt vrr aö lota til elds- neytis eöa jafnvel lyfj erðar. „Sumar plöntu.. íátti nota beint til manneldú. Þ er margur sjávargróöurirn not; -ur til ætis í Japan og Si ðaustur- \síu. Það mætti alveg eins í Evrópu, en þá þarf fyrst aö byggja upp fyrir þaömarkaöinn.” Fágætum fisktegundum bjargað frá útrýmingu Hugsanlegt þykir aö rækta upp fisktegundir eins og aborra til þess að sleppa þeim síöan á stööum eins og í Miöjaröarhafinu þar sem stofn- inum liggur viö útrýmingu. Raunar er þannig á'”att um sumar f'sktegum’ir í Noröm-E.i pu, eink' ,ega í skip- gengu fljótunum .lan ogHol- landi. MöguleikL.nir v„u; „dala-sir og talað er ur~ .un fisktegunda til þess aó sleppa i stöðuvötn til þess aö vinna á botngróðriiium og slýinu. Einnig hefur komið til tals aö rækta sérstaka maöka bæði til fiskeldis og eins til þess aö vinna á ýmsum líf- rænum úrgangi í landbúnaði. Meöal byrjunaröröugleika, sem Danirnir ráku sig á viö þessar til- raunir, var til dæmis hve ostrur vaxa hægt í kerjum og annar skelfiskur reyndist kvellisj úkur. Þá hefur til dæmis norski humarinn reynst erfiður viðfangs fyrir það að hann á til að óta hver annan en hað dregur stórum úr arðseminni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.