Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 14
14
DV. MANUDAGUR 27. AGUST 1984.
Menning
Menning
Menning
Menning
Tríóið sem varð að kvartett
Jasstónleikar i Norræna húsinu 19. ágúst.
Flytjendur: Sigurður Flosason, Reynir
Sigurðsson, Tómas Einarsson, Pétur Grétars-
son.
Eiginlegir, formlegir jasstón-
leikar eru ekki algengir, hvorki hér-
lendis né víöa annars staöar. Til eru
ótalmargar skýringar á því hvers
vegna jass allt að því eigi og þurfi
að vera fluttur í öðru og drungálegra
umhverfi en önnur tónlist. Margir'
vilja meina aö viö þaö aö flytjast í
formlegt konsertumhverfi hljóti
jassinn óhjákvæmilega aö glata
ýmsum séreinkennum sínum, þá sér-
staklega frelsissvipnum. Svo eru til
þeir sem eiga þann draum aö heyra
jassinn metinn aö veröleikum í
sömu sölum og aöra tónlist.
Kammertónleikar af betri
sortinni
Þaö er annars furöulegt hvernig
þessi tónlist, já, jafnvel nafniö eitt,
getur megnaö að lokka kreddur fólks
gagnvart hinum mismunandi
geröum og stefnum tónlistarinnar
upp á yfirboröiö. Og þaö eru máske
harkaleg kredduviðbrögð sjálf-
skipaöra hreintrúarpostula í röðum
tónlistarinnar njótenda sem fyrst og
fremst hafa fælt alvarlega þenkjandi
jassleikara frá hinum heföbundnu
konsertsölum.
Fjórmenningarnir, sem lékn í
Norræna húsinu á þessu sunnudags-
síðdegi, þurftu ekki aö biöja einn eöa
neinn afsökunar á tónlistarflutningi
sínum. Satt að segja hefur maöur oft
heyrt tónlistarmenn, sem standa
nokkrum flokkum neöar, flytja ríkis-
styrkta list sína í sama húsi, oft meö
þeim árangri einum aö festa meö
áheyrendum sínum þá skoöun aö
staöall tónlistarinnar á Islandi sé
síður en svo í lægri flokkunum. En
hér var boöiö upp á úrvals jassleik.
Eiginlega ætti frekar aö segja —
þetta voru kammertónleikar af betri
sortinni.
Ungir og kappsfullir
Þaö sem auglýst var sem tríó
var oröiö aö kvartett þegar til tón-
leikanna kom. I hópinn haföi bæst
Tónlist
Eyjólfur
Melsted
ungur þrumutrýmbill, Pétur
Grétarsson, nýkominn heim frá
námi. Eg verö aö játa aö ég þekkti
Pétur lítiö áöur en hann hélt utan
til náms en hér birtist hann fast-
mótaður, kappsfullur og fjölhæfur en
hætti til aö taka fullmikið á, fyrir
minn smekk aö minnsta kosti, leik-
andi í svo lítilli sveit og í ekki stærri
né burðarmeiri húsakynnum en
Nooræna húsinu.
Tómas Einarsson hefur ekki variö
tíma sínum til ónýtis í Kaupinhafn.
Hér er kominn hugmyndaríkur,
drífandi bassaleikari, fimur í betra
lagi og glúrinn í glissando fjöl-
gripum og á eflaust eftir aö gera
garðinn frægan þegar hann hefur
öðlast meiri leikreynslu og unniö
betur úr sinni góðu grunnskólun. —
Sigurö Flosason þarf ekki aö kynna
fyrir tónlistarunnendum. Þótt ungur
sé aö árum hefur hann þegar skipaö
sér í röö fremstu saxófónleikara
okkar. Fjölbreytileiki tónblæsins
‘spannar allt frá því blíðasta blíöa til
þess sem kalla mætti snyrtilegan
grófleika. En það sem heillar mest í
leik hans er sú einskæra smitandi
leikgleöi sem út úr honum skin og svo
næsta fyrirhafnarlaus fljúgandi fimi
hans á altósaxófóninn.
Ekki bara huggulegt tóm-
stundafitl
Ekki þurfti háan aldur til aö
vera nestor í þessu vel sveiflandi
kompaníi. Reynir Sigurðsson sá um
aö halda utan um allt saman meö
•„gentleman”-legum víbrafónleik
sínum. Hann hélt leiknum í skoröum
— ekki of föstum, og gerði næsta fátt
til aö bæla logandi fjör yngri mann-
anna.
Tónleikar af þessu tagi eru 'þv>
miöur of sjaldgæfir. Þaö er enn of
algengt aö íslenskir jassleikarar
láti sér nægja að iöka kúnst sína í
skúmaskotum, í besta falli sem
huggulegt tómstundafitl. En sem
betur fer eru til menn sem taka jass-
leik sinn alvarlega og færa hann
fram á tónleikum þar sem góöur jass
á einnig heima viö hliö annarrar tón-
listar.
EM
Hví skyldu menn gera
það einfalt sem
hafamáfíókið?
Peter Ponger.
Tónleikar pianóloikarans Peters Pongers í Nor-
ræna húsinu 20. ógúst.
Annaö slagiö rekur hingaö hina
og þessa spunamenn, eða improvisa-
töra, ýmist á leið yfir Atlantsála eða
beinlínis aö sækja eyþjóöina við
heimskautsbaug heim án þess aö
hyggja í leiðinni á strandhögg
annars staöar. Af reynslu þykir
jafnan rétt aö taka slíkum heim-
sóknum meö hæfilegum fyrirvara.
Oft eru þetta karlar sem kunna
ansans ári lítið aö spila og eru jafn-
vel heldur ekki sniöugir en opinbera
þess í staö fátæklegt listfengi sitt
meö skrípalátum. Þess vegna er þaö
næstum eins og manni bregöi þegar
spunamenn birtast sem eitthvaö
kunna fyrir sér. Og mér liggur viö aö
segja aö mann reki í rogastans
þegar um er aö ræöa vel menntaöa
músíkanta sem meira aö segja eru
ekki feimnir við að beita því sem þeir
hafa lært í spuna sínum. Peter
Pongertilheyrir þessum frávikshópi.
Eins og veðrið á íslandi
I látlausri kynningu var þess
getið aö Peter Ponger mundi á tón-
leikunum „gæla viö lítil stef og lita
umhverfið flóknum hljómum”. Mér
varö hugsað til uppáhaldssetningar
eins af lærimeisturum mínum úr
menntaskóla „Warum soll man das
einfach machen, was kompliziert
geht?” — eða hví skyldu menn gera
þá hluti einfalda sem hægt er að hafa
flókna? Og eiginlega var ég farinn að
trúa á gildi þessa mottós framan af
tónleikunum því aö þeir hófust meö
um þaö bil hálftímalöngum ópus
sem svipaði til samantektar útlend-
ingsins á íslensku veöurfari — aö
eiginlega væri ekkert veður á Islandi
heldur eitt allsherjar samsafn af
veðurprufum dag hvern. Já, þetta
voru mestanpart samhengislausar
glefsur, vaðið úr einu í annaö svo aö
útkoman varð heldur lítið spennandi
kraöak.
En upp birti og....
En eftir þennan langa og lang-
dregna inngang var eins og píanist-
inn hefði fundiö sjálfan sig — eöa
kannski kom bara andinn loks yfir
hann og upp frá því spann hann fram
nokkrar skemmtilegar lotur þar sem
allt kom fram: hversu vel skólaður
hann er á hefðbundinn hátt, hversu
vel hann er heima í gömlum píanó-
meisturum jassins, hversu vel hann
þekkir til hefðbundinna spuna-
módela og hve rækilega hann
forðaöist aö vera bendlaður, í stíl,
við meiriháttar jasspíanópostula
síns heimalands.
Semsé, eftir aö hann hætti aö ein-
blína á aö lita flóknum hljómum
(sem voru fremur grautarlegir en
flóknir) og spilaöi blátt áfram þá
bauð Peter Ponger áheyrendum upp
á góða skemmtan meö leik sínum.
EM
John Steinbeck:
Mýs og menn.
Skáldsaga.
Snúið hefur Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Almenna bókafólagið, 1984.
Þær eru margar vistarverurnar í
himnaríki eins og í helvíti. Jafn-
margar og draumar manna eru
margvíslegir. Indíánar sáu fyrir sér
óþrjótandi veiðilönd, íslenskir fá-
tæklingar eilífan matmálstíma:
Otvaldra guðs svo gleðjist geð
gestaboðertilreitt,
klára vín, feiti, mergur meö
mun þar til rétta veitt.
Fáráðlinginn Lenna og Georg, fé-
laga hans, dreymir hins vegar um
lítinn sveitabæ og jaröskika, eina kú
og nokkur svín. Þar er rjóminn svo
Og höfum kanínur
þykkur aö hann hnígur varla. Og
kanínur, fjöldi. Þessir kumpánar
fara hjá á þjóöveginum meö framtíö
í hausnum eins og þúsundir annarra
á undan þeim og éftir. Á valdi fag-
urra hillinga um nýtt líf. Framtíöar-
menn. Þeir fylla flokk farandverka-
manna sem flækjast stað úr staö meö
draum í farangrinum, draum sem
aldrei rætist. Að einu leyti þó ólíkir
öörum sem flakka einsamlir, rót-
lausir. Þeir eiga hvor annan aö og
þola saman súrt og sætt þótt fima
ólíkir séu. Eöa eru þeir svo ólíkir?
Annar er tröllheimskur risi, bjargar-
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
laus vegna heimsku, hinn útsjónar-
samur væskill sem kann listina aö
komast af. Máske þeir dæmigeri
tvær hliöar sama mannlífs. Að
minnsta kosti er draumur þeirra
bundinn hvor öörum, félagsskapn-
um. Um leiö og honum lýkur tekur
viö martröö og vonleysi. Lífið veröur
að víti.
Skáldsagan Mýs og menn kom
fyrst út áriö 1937 í Bandaríkjunum og
varö víöfræg þegar í staö. I dag er
hún eitt vinsælasta verk John Stein-
becks, marg-filmað enda dramatískt
í formi, byggt upp á samtölum og ná-
kvæmum sviðsetningum. Sagan ger-
ist í Kalifomíu á kreppuárum 4öa
áratugarins og lýsir kynnum vinnu-
manna á búgaröi einum. Dregnar
eru upp áhrifamiklarog átakanlegar
myndir af einmanaleika, vináttu,
vanmætti, von og sorg. Persónumar
eru teiknaöar skýrum dráttum s.s.
svertinginn Crooks og Candy meö
stýföan úlnliö. Frásögnin öll ljós og
einföld en einkennilega mögnuö.
Olafur Jóhann Sigurðsson þýddi
Mýs og menn upprunalega áriö 1943
en hefur nú búiö skáldsöguna til
nýrrar útgáfu og endurskoðað þýð-
ingu sína. Verkiö hefur aö mínu viti
tekist mjög vel enda er Olafur Jó-
hann meö oröhögustu mönnum.
Hann hefur valiö þann kost aö
sveigja tungutak sögupersóna, sem í
frumútgáfunni er fullt af slangi,
ambögum og latmæli, aö oröfæri ís-
lensks alþýöufólks á kreppuárunum:
stílhreinu, kjarngóðu. I sjálfu sér er
ekkert viö þaö aö athuga og vandséð
aö önnur leiö heföi kallaö á betri
árangur.
MVS