Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 21
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. 21 Allt um ensku knatt- spyrnuna — bls. 34-35 Skaga- menn bikar- meistarar sjá bls.26og31 Pétur Pétursson — lék sem útherji i fyrri leiknum en miðvallarspilari í seinni leiknum og stóö sig vel. Mikið slegist áknattspyrnumóti í Amsterdam: Pétur skoraði gullfallegt mark með skalla - þegar Feyenoord lék gegn Mineira frá Brasilíu og síðan skoraði hann aftur gegn landsliði Rúmenfu Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DV í Belgíu: — Pétur Pétursson var heldur betur í sviðsljósinu í Amster- dam um helgina þegar Feyenoord tók þar þátt í fjögurra liða móti á Ajax-vellinum ásamt Ajax, rúmenska lands- liðinu og brasilíska félaginu Atletico Mineira. Pétur skoraði tvö mörk á mótinu og var annað þeirra afar glæsilegt skallamark. Feyenoord lék fyrst gegn Atletico Mineira og var þaö sögulegur leikur því að um tíma logaði allt í slags- málum úti á vellinum milli leikmanna, en eftir leikinn voru leikmenn eins og bestu vinir og skiptust á peysum í mesta bróðerni. • Pétur Pétursson opnaöi leikinn er hann skoraði stórglæsilegt skalla- mark, 1—0, en síöan fór aö hitna í kolunum þegar línuvörður dæmdi gott mark af sem knattspyrnukappinn Ed- er skoraöi fyrir Brasilíumennina. Þeir náðu síðan að jafna 1—1 með marki Renalino og þá bætti Everton tveimur mörkum við, 3—1. Peter Houtman náði síðan að minnka muninn í 3—2 fyrir leikslok. Flauta þurfti leikinn af vegna slags- mála þegar fimm min. voru til leiks- loka. Pétur tók ekki þátt í þeim, var einn af fáum leikmönnum sem reyndi aðstillatilfriðar. • Feyenoord lék síðan gegn rúmenska landsliðinu um þriðja sætið í keppninni og vann Feyenoord 3—1. Pétur átti stóran þátt í fyrsta markinu þegar hann fékk sendingu frá Ruud Gullit. Pétur lét knöttinn fara til Hout- man sem var á auðum sjó og skoraði 1—0. Rúmenarnir jöfnuðu 1—1 en svo skoraði Pétur 2—1 af stuttu færi, eftir sendingu frá Gullit. André Hoekstra skoraði síðan 3—1 fyrir Feyenoord. • Ajax, sem vann rúmenska lands- liðiö 1—0 í fyrsta leiknum, lék síöan gegn Mineira til úrslita og komst yfir, 2—0, en Brasilíumennirnir jöfnuðu þrátt fyrir að þeir væru aðeins tíu. Olivera var rekinn af leikvelli og þá meiddist Eder í leiknum. Staðan var jöfn 2—2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Brasilíumennirnir unnu síðan vítaspyrnukeppni, 4—3. -KB/-klp/-SOS. Stuttgart hóf titil- vörnina með tapleik — Öll „íslendingaKðiiT töpuðu íl. umferð Bundesligunnar. Asgeir skoraði fyrirStuttgart fyrir Bayer Leverkusen, 4—3, og Bayer Uerdingen, lið Lárusar Guð- mundssonar, tapaði á útivelli fyrir Werder Bremen, 1—0. Lið Magnúsar Bergs, Eintracht Braunsweig, tapaði á heimavelli fyrir Köln, 1—3. Það byrjar illa keppnistimabllið í Vestur-Þýskalandl hjá islensku leik- mönnunum. Stuttgart og Ásgeir Sigur- vinsson töpuðu fyrir Kaiserslautem ó heimavelli Kaiserslautem. Lokatölur urðu 2—1 og það var Ásgeir Sigurvins- son sem skoraði mark Stuttgart úr vítaspymu scint i lelknum, en hann var besti maður liðsins og flskaði sjálf- ur vitaspyrauna. Ándreas Bremhe skoraði bæðl mörk Kaiserslautem í fyrri hálfleik. Fortuna Diisseldorf tapaði á útivelli Urslitin í leik Stuttgart og Kaisers- lauten í fyrstu umferðinni voru óvant- ustu úrslit fyrstu umferðar. öll hin lið- in, sem voru í efstu sætunum í fyrra, unnu sina leiki á laugardag. Bayern Munchen vann Arminia Bielefeld á úti- velli, 1—3, Hamburger vann Borussia Dortmund á útivelli, 1—2, og Borussia Miinchengladbach sigraði Schalke á heimavelli, 3—1. Frank Mill skoraði fyrstu þrennuna á keppnistímabilinu. Hann skoraði öll mörkin fyrir Miinchengladbach. Þeir Wolfgang Dremmler, Norbert Nachweih og Lothar Matthaeus skoruöu fyrir Bay- ern Miinchen. Mörk Hamburger skor- uðu þeir Thomas Von Heesen og Felix Magath. -SK. I • Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn snjalli. I DV-mynd: Ingibjörg Magnúsdóttir. Tvofalt hja Einan og Sig- urði í Swansea á DP-frjálsíþróttamótinu á laugardaginn | Frá Pétri Kristjánssyni, frétta- manni DV íSwansca: — Einar Vllhjálmsson og Sigurð- ur Einarsson unnu tvöfaldan sigur á DP-frjálsíþróttamótinu hér á laugardaginn þegar þeir kepptu í spjótkasti. Einar kastaði spjótinu 80,42 m og Sigurður kastaði 74,50 m. Það var Island, Holland, N-lr- land og Wales sem tóku þátt í mót- inu sem lauk með sigri Walesbúa sem fengu 207,5 stig, landslið Hol- lands, skipað keppendum undir 23 ára aldri, varð í ööru sæti með 198 stig, Island kom með 161,5 stig og N-Irland rak lestina með 159 stig. -PK/-SOS • Sjá nánar um mótið á bls. 36.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.