Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 31
DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. 35 E iNGLAND E iNGLAND wgl!l ENGLAND Íml ENGLAND Mike Robinson vill fara f rá Liverpool — Hodgson seldur til Sunderland Frá ' 'Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Mike Robinson, miðherji Liverpool, sem var ekki einu sinni á varamannabekknum gegn Norwich, hefur óskað eftir því að vera settur á sölulista — hann vill fara frá Liverpool. Liverpool hefur selt Dave Hodgson til Sunderland á 125 þús. pund og nú bendir allt til að Craig Johnston fari til Chelsea. Johnston er nú í Ástralíu — fékk frí til að vera hjá konu sinni sem á von á barni í október. -SigA/-SOS. Crooks til Portúgal Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — John Toshack, fyrrum framkvæmdastjóri Swansea, sem er nú þjálfari portúgalska félagsins Sporting Lissabon, hefur boðið Tottenham 100 þús. pund fyrír blökkumanninn Garth' Crooks og vili hann fá 150 þús. pund fyrir hann. Það er reiknað með að Sporting sé tilbúið að greiða þá upp- hæð. Miklar likur eru á að fleiri leikmenn fari frá Tottenham. • Southampton hefur augastað á Gary Brooke hjá Tottenham og hefur félagið boðið 30 þús. pund í hann. Tott- enham vill fá meiri peninga. • Brighton hefur boðið Tottenham 50 þús. pund í Gary O’Reilly. -SigA/-SOS. »Garth Crooks Everton f ékk stóran skell á Goodison Park — þegar Tottenham kom þangað í heimsókn. Clive Allen skoraði tvö mörk fyrir nýja félagið sitt Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni — fréttamanni DV í Englandi: — Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Ég hef verið þjálfari hjá Tottenham í þrjú ár og man ekki eftir að við höfum unnið 4—1 á útivelli, sagði Peter Shreevers, nýi framkvæmdastjórinn hjá Totten- ham, sem sagðist hafa verið mjög ánægður með Clive Allen sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum. 35.630 áhorfendur voru saman- komnir á Goodison Park og roggnir leikmenn Everton héldu smásýningu fyrir leikinn — hlupu inn á með FA- bikarinn og góðgerðaskjöldinn, einnig FA-bikar unglinga. Þeir byrjuðu síðan leikinn á fullum krafti — og á 16. mín. fengu þeir vítaspyrnu er Paul Miller handlék knöttinn eftir skot frá Adrian Heath semtóksjálfurvítaspymunaog skoraöi 1—0. Adam var ekki lengi í Paradís því að Tottenham gerði út um leikinn meö f jórum mörkum. Mark Falco skoraði fyrst á 38. mín. —1—1, eftir sendingu frá Mike Hazard og síöan bætti Clive Allen marki við eftir að hafa leikið laglega á sex leik- menn Everton. Hinn nýliðinn, John Chiedozie, sem Tottenham keypti á 375 þús. pund frá Notts. County, skoraði 3—1 eftir sendingu frá Falco á 52. mín. og síðan gulltryggði Allan sigurinn á 56. mín., en hann var óheppinn aö skora ekki þrennu í leiknum. Hlaup og spörk Leikmenn Sheffield Wednesday, sem leika ekki skemmtilegustu knatt- spymuna á Bretlandseyjum, hlupu hreinlega yfir leikmenn Forest og unnu 3—1. Sheff. Wed. notar þá leikaðferð að sparka knettinum fram og hlaupa. Þeir náöu að skora á 19. mín. Mel Sterland tók þá vítaspymu og skoraði en öllum til undrunar dæmdi dómarinn markið ekki gilt þar sem einn leikmaður Forest hafði staðið á vítateigslínu. Sterland tók spyrnuna aftur og skoraði ömgglega 1—0. Forest náði aö jafna 1—1 á 37. mín. og var markiö besta atriði leiksins. Tevor Christie lék þá skemmtilega í gegnum vörn Sheff. Wed. og sendi knöttinn til Peter Davenport sem skor- aðil—1. Leikmenn Wednesday gerðu siðan út um leikinn í seinni hálfleik. 18 þús. á- horfendur sáu þá Imrie Varadi og varamanninn John Pearson skora. „Fengum spark í afturendann" — Leikmenn Sunderland gáfu okkur heldur betur spark í afturendann. Við vomm of linir, sagði Lawrie McMenemy, framkvæmdastjóri Southampton, eftir að Sunderland hafði unniö 3—1. — Sunderland er með gott lið og það er greinilegt aö Len Ashurst hefur komið meö nýtt and- rúmsloft á Roker Park, sagði McMenemy. Sunderland kom skemmtilega á óvart með því að sýna góðan leik og vinna sanngjaman sigur 2—0. Gary Bennett, sem félagið keypti frá Cardiff á 65 þús. pund, skoraði 1—0 á 2. min. og síðan bætti Barry Wenison marki við á 8. mín. eftir að hafa hlaupið 45 m með knöttinn og skorað. • Clive Allan — skoraði tvö mörk fyrir Tottenham. Mark Proctor bætti við 3—0 á 72. min. úr aukaspymu en Dave Armstong náði aö minnka muninn fyrir Dýrlingana. Peter Shilton, Mike Mills, Joe Jord- an og Dave Armstrong léku ekki vel með Southampton — ollu vonbrigðum. 18.006 áhorfendur sáu leikinn. Góður sigur Luton Aöeins 8.626 áhorfendur sáu Luton vinna góöan sigur 2—0 yfir Stoke. Það var Steve Elliott, sem Luton keypti frá Preston, sem skoraði fyrst á 3. mín. Nýliðar Palace héldu jöfnu... Nfu nýir leikmenn léku með Crystal Palace undir stjórn Steve Coppell Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Aðeins 6.764 áhorfendur sáu gjörbreytt lið Crystal Palace ná jöfnu á heimavelli 1—1 gegn Blackburo í 2. deildarkeppn- inni. Nýi framkvæmdastjórinn Steve Coppell tefldi fram níu nýjum leik- mönnum. Leikmenn Palace voru óöruggir í byrjun en eftir að Chris Thompson hafði skorað fyrir Blackbura, fóru þeir af stað og léku skemmtilega knattspyrau. Það var Alan Irvine, sem Coppell keypti frá Everton fyrir 30 þús. pund í sl. viku, sem átti stórleik og átti hann heiðurinn af jöfnunarmarkinu sem Stan Cumm- ings skoraði. • Huddersfield náði rétt að skrapa saman í lið gegn Oxford þar sem fimm leikmenn voru meiddir. Nýliöar Oxford í 2. deild unnu 3—0. • 19 ára táningur, Tommy Wright, tryggði Leeds sigur gegn Notts County — með tveimur mörkum. Rachid Harkouk skoraði fyrir County. Aðeins 3.600 áhorfendur sáu leikinn. • Ulfarnir misstu niöur 2—0 fomstu gegn Sheff. Utd. í 2—2 jafntefli. Alan Dodd og Tommy Langley skomðu fyrir Ulfana, en Keith Edvards og Kevin Arnott jöfnuöu fyrir Sheffield sem var nær sigri. • Steve Evans og Glyn Hodges skoruðu fyrir Wimbledon en Tony Cunningham og Derek Parlane náöu aö jaf na f yrir City 2—2. -SigA/-SOS. eftir að hafa brotiö á Peter Fox, mark- veröi Stoke. Allan Hudson hjá Stoke átti snilldar- leik en það dugði ekki því að Luton bætti við marki á 65. mín. Brian Stein lék þá á tvo vamarleikmenn og sendi knöttinn til Frankie Gunn sem skoraði 2—0. Gunn lék að nýju eftir langa hvíld vegnameiðsla. Gott hjá Newcastle Það var ekki hægt að sjá að Newcastle saknaði Kevin Keegan þeg- ar félagið vann sigur 3—2 yfir Leicest- er á Filbert Street þar sem 18.636 áhorfendur voru samankomnir. Leicester lék án þriggja fastamanna, sem voru meiddir, Kevin McDonald, Andy Peake og Ian Wilson. Newcastle var betra liðið og eftir aðeins tvær mín. var Steve Caraey búinn að skora — 0—1. Gary Lineker jafnaði 1—1 á 38. mín. en í upphafi seinni hálfleiksins skoraði David McCreery 1—2 en Lineker jafnaöiaftur2—2. Þaðvarsvo Chris Waddle sem skoraði sigurmark Newcastle á 87. mín. eftir herfileg mis- tök Mark Wallington, markvarðar Leicester. Eftir leikinn varð Gordon Milne, framkvæmdastjóri Leicester, æfur vegna mistaka Wallington. Newcastle lék með þrjá sóknarleik- menn og átti Kenny Wharton, sem hefur tekið stöðu Keegan, stórleik. Þá voru þeir Peter Beardsley og Waddle mjög góðir. -SigA/-SOS. Southall lék tábrotinn Neville Southall, markvörður Everton, leikur þessa dagana tábrotinn. Það kom fram í sl. viku að hann var tábrotinn þegar hann lék gegn Liverpool á Wembley á dögnnum — og tábrotinn mátti hann hirða knöttinn fjórum sinnum úr netinu hjá sér á Goodison Park á laugardaginn þar sem Totten- ham vann stórsigur, 4:1. -SOS Okkar maður í Englandi Sigurbjöm Aðalsteins- son skrifar frá London • Mo Johnston Johnston áf ram hjá Watford Frá Sigurbirni Alalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: Mo Johnston, hinn marksækni leik- maður Watford sem hefur viljað fara frá félaginu, ákvað fyrir helgina að vera áfram í London og leika með Watford. — Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að leika við hliðina á Luther Blissett, sagði Johnston, en Watford hefur keypti Blissett frá AC Milanó á 550— þús. pund, þannig að félagið hefur grætt 450 þús. pund á að selja Bliss- ett til ttalíu. -SigA/-SOS QPRvill f á Regis Alan Mullery, framkvæmdastjóri QPR, hefur boðið WBA 350 þús. pund fyrir blökkumanninr Cyrille Regis. Albion vill fá 500 þús. pund fyrir hann. Bernd Schust- erfrá Barcelona? Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni — fréttamanni DV í Englandi: Terry Venables, framkvæmdastjóri Barcelona, sem er nú orðinn mjög vinsæll á Spáni hjá áhangendum félagsins, vill losa sig við V-Þjóð- verjann Berad Schuster. Venables vill fá Terry Fenwich, fyrirliða QPR, til Barcelona en Lundúnafélagið vill ekki láta hann fara. — Okkur vantar sterkan mið- vörð, sagði Venables. ENGLAND E iNGLAND ENGLAND ENGLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.