Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1984, Blaðsíða 30
ENGLAND Liverpool missti niður gott forskot — komst í 2:0 gegn Norwich, en varð að sætta sig við jafntefli, 3:3. Mike Channon skoraði jöfnunarmark Norwich 60 sek. fyrir leikslok Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, fréttamanni DV í Eng- landi: — Englandsmeistarar Liverpool hófu titilvörn sína á Carrow Road, þar sem þeir heimsóttu Norwich. Þar sáu 22.005 áhorfendur Mike Channon skora jöfnunarmark Norwich 60 sek. fyrir leikslok, úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur er Mark Lawrenson felldi hanr Inni í víta- teig. Bruce Grobbelaar átti ekki möguleika á að verja vítaspymuna. • Kevin Keegan Keeganfær 1,9 millj. — fyrir mánaðar- starf íMalaysíu Kevin Keegan, fyrrum leik- maður Liverpool, Hamburger SV, Southampton og Newcastle, er nú í Malaysiu þar sem hann þjálfar knattspyrnumenn og kennir þeim galdra knattspyrnunnar. Fyrir eins mánaðar vinnu fær hann 1,9 milljónir ísl. króna. Keegan lék með unglingalandsiiði Malaysíu gegn Pakistan í sl. viku og skoraði hann tvö mörk með skalla í leiknum sem voru einu mörkin sem voru skoruð, 2:0. -SOS Friðsælt á Highbury Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Það urðu nær engin ólæti á Highbury þegar Arsenal fékk Chelsea í heim- sókn en áhangendur Chelsea eru þeir verstu í Englandi. Ástæðan fyrir því var að leikur félaganna fór fram á laugardagsmorguninn kl. 11.30, þannig að áhangendur Chelsea höfðu lítinn tíma til að drekka sig fulla eins og þeir eru vanir. Eitt óhapp skyggði þó á -teikinn. Ungur áhangandi Arsenal fannst stunginn í lifur, en hann var þó ekki í lífshættu. • Mikil ólæti brutust aftur út í leik Oldham og Birmingham og slösuðust þrír lögregluþjónar. -SigA/-SOS Áhorfendum fer enn fækkandi Áhorfendum fer enn fækkandi á knattspyrnuleikjum i Englandi. 458.179 áhorfendur komu til að sjá leikina á laugardaginn sem er minnsti áhorfendafjöldi frá seinni heimsstyrjöldinni. Það var 36.864 áhorfendum færra heldur en á fyrstu umferðinni í fyrra. Þaö má segja að Liverpool hafi fengiö óskabyrjun, Steve Bruce skoraöi sjálfsmark. Jan Mölby, sem átti mjög góðan leik með Liverpool, sendi knött- inn fyrir mark Norwich á 3. mín. þar sem nýliðinn Bruce, sem Norwich keypti frá Gillingham á 135 þús. pund hugðist skalla frá. Heppnin var ekki með honum því að hann skallaði knött- inn fram hjá Chris Wood markverði og í eigið net. Það var svo Kenny Dalglish sem bætti öðru marki við á 25. mín., með þrumuskoti sem hafnaöi efst uppi í markhorninu. Það voru þeir Phil Neal, Sammy Lee og Paul Walsh sem höfðu þá brotist í gegnum vörn Norwich. ÚRSLIT Úrslit urðu þessi í ensku knattspyrn- unni á laugardaginn: 1. DEILD: Arsenal-Chelsea 1—1 Aston Villa-Coventry 1—0 Everton-Tottenham 1—4 Leicester-Newcastle 2—3 Luton-Stoke 2-0 Man. Utd.-Watford 1—1 Norwich-Liverpool 3—3 QPR-WBA 3—1 Sheff. Wed.-Nott. For. 3—1 Sunderland-Southampton 3-1 West Ham-Ipswich 0-0 2.DEILD: Cardiff-Charlton 0-3 Carlisie-Brighton 0—3 C. Palace-Blackburn 1—1 Fulham-Shrewsbury 1—2 Grimsby-Barnsley 1-0 Huddersfield-Oxford 0—3 Notts C.-Leeds 1—2 Oldham-Birmingham O-l Portsmouth-Middlesb. 1—0 Wlmbledon-Man. City 2-2 Wolves-Sheff. Utd. 2—2 3. DEILD: Bournemouth-Derby 1—0 Bolton-Bristol R. 0—1 Bradford-Cambridge 2—0 Brentford-Orient 0-1 Bristol C.-Wigan 2-0 Burnley-Plymouth 1—1 Gillingham-Newport 1—1 Lincoln-Hull 0-0 Millwall-Swansea 2—0 Preston-Doncaster 2-0 Reading-Rotherham 1-0 York-WalsaU 1-1 4.DEILD: Chester-Scunthorpe 1-1 Chesterfield-Aldershot 2—1 Colchester-Southend 3—3 Crewe-Torquay O-ú Darlington-Bury 1—1 Exeter-Northampton 5-0 Halifax-Blackpool 0-2 Peterborough-Tranmere 1—0 Port Vale-Mansfield O-l Rochdale-Hereford 0-1 Stoekport-Hartlepool 4-1 Swindon-Wrexham 2—1 Peter Mendham náöi aö minnka muninn í 1:2 og rétt á eftir fengu leik- menn Norwich vítaspyrnu, sem John Deehan tók, en spyrna hans fór yfir mark Liverpool. Norwich náði síðan að jafna metin. Mike Channon sendi þá knöttinn fyrir mark Liverpool, en mistök Grobbelaar urðu til þess að Keith Bertschin náði knettinum og skoraði 2:2. Phil Neal kom síðan Liverpool yfir 3:2 á 67. mín., er hann skoraði úr víta- spyrnu — sendi Wood í öfugt horn. Allir reiknuöu með að sigur Liverpool væri í höfn en svo var ekki. Mike Channon jafnaði metin úr vítaspyrnu eins og fyrr segir. -SigA/-SOS pool. • Mike Channon — gamla kempan hjá Norwich, sýndi snjalla takta gegn Liver- Callaghan var het ja Watford — tryggði LundúnaHðinu jafntefli, 1:1, á Old Trafford á elleftu stundu Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Manchester United varð að sætta sig við jafntefli 1—1 gegn Watford á Old Trafford þar sem 53.668 áhorfend- ur sáu Nigel Callaghan tryggja Lundúnaliðinu jafntefli á síðustu minútu leiksins. Það var Lee Sinnot sem sendi þá knöttinn fyrir mark United þar sem hlnn hávaxni George Reilley var á réttum stað og skallaði hann knöttinn fyrir Gary Bailey, mark- vörð United — til Callaghan sem skor- aði með skalla. Watford byrjaði leikinn af miklum krafti og fengu þeir Luther Blissett og John Barnes gullin tækifæri til að skora en þeim brást bogalistin. Smátt og smátt komust leikmenn United inn í leikinn og á 20. mín. fengu þeir víta- spyrnu þegar Steve Sherwood, mark- vörður Watford, felldi Gordon Strachan. Línuvöröurinn veifaði rang- stöðu á Jesper Olsen en dómarinn fór ekki eftir því og dæmdi vítaspyrnu sem Strachan skoraði sjálfur úr —1—0. Það var annars fátt um fína drætti í leiknum. Chelsea byrjaði eins og mylluvængir Leikmenn nýliöa Chelsea byrjuöu á miklum krafti gegn Arsenal á Highbury og í byrjun þurfti Pat Jenn- ings, markvörður Arsenal, sem lék án Charlie Nicholas og Graham Rix, að slá knöttinn fimm sinnum frá marki. Leikmenn Chelsea byrjuðu eins og mylluvængir en síöan rann móðurinn af þeim og Arsenal kom inn í myndina. Arsenal fékk aukaspyrnu á 37. mín. sem Kenny Sansom tók og sendi hann knöttinn fyrir mark Chelsea. Þar var JKB • Nigel Challagan — skoraði ■ jöfnunarmark gi . Jj| Watford. Tony Woodcock sem skallaði knöttinn laglega til Paul Mariner sem skoraði 1—0. Aðeins þremur mín. seinna var Kerry Dixon búinn að jafna metin — hann komst á auðan sjó og skaut. Jennings varði en missti knöttinn frá sér og til Dixon sem skoraði —1—1. Eftir þaö dofnaöi yfir leiknum en þeir Woodcock og Viv Anderson fengu færi á að skora fyrir Arsenal sem ekki nýttust. Áhorfendur voru 45.329. Stainrod skoraði tvö QPR vann góöan sigur 3—1 yfir WBA á Loftus Road. Það var Simon Stainrod sem kom Lundúnaliöinu á bragðið — skoraði tvö mörk sem voru bæði hálf- gerð potmörk, á 6. og 8. mín. leiksins. Leikmenn WBA komu síðan meira inn í leikinn en tókst ekki að brjóta niður sterkan varnarmúr Rangers. Terry Fenwick, fyrirliði Rangers, bætti við marki (3—0) á 65. mín. beint úr auka- spymu en undir lokin skoraði Steve McKenzie mark fyrir Albion. •Alan Mullery, framkvæmdastjóri Rangers, sagði að sinir leikmenn hefðu byrjað vel en síðan slakaö á eftir að hafa verið komnir í 2—0. — Viö vorum heppnir aö Albion jafnaði ekki, sagði Mullery sem var mjög ánægöur með Stainrod: — Hann var mjög fljótur í leiknum. Aðeins 12.802 áhorfendur sáu leikinn. Markverðir í aðalhlutverki 19.032 áhorfendur voru á Upton Park þar sem West Ham og Ipswich gerðu jafntefli. Það voru markverðimir Paul Cooper hjá Ipswich, sem varði oft stór- glæsilega, og Tom McAliister hjá West Ham sem voru í aðalhlutverkunum og komu í veg f yrir að mörk væm skoruö. •Alan Sunderland hjá Ipswich meidd- ist í leiknum og verður frá næstu leiki. •Viö nýttum færin okkar illa, sagði John Lyall, framkvæmdastjóri West Ham, sem sagðist vera að byggja upp nýtt liö. Gömlu brýnin Trevor Brook- ing, John Bond og Frank Lampard eru hættir að leika með „Hammers”. Cowans aftur með Gordon Cowans lék aftur með Aston Villa sem marði sigur 1—0 yfir Coventry. 20.970 áhorfendur sáu Des Brenmer skora markið. -SIGA/-SOS Fyrsti leik- urinn í þrjú ár Phil Parkes, markvörður West | Ham, mun missa fyrstu fimm leiki _ | „Hammers” í 1. deildar keppninni | þar sem hann hefur ekki náð sér ■ I eftir uppskurð á hné. Tom I IMcAlister varði mark félagsins I gegn Ipswich á laugardaginn og * Ivar þaö fyrsti deildarleikur hans í | þrjú ár. J ENGLAND ENGLAND DV. MANUDAGUR 27. AGUST1984. ENGLAND ENGLAND ENGLAND ENGLAND ENGLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.