Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 4
44 Jólagjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Sjónaukar í úrvali Hjá Hans Petersen í Bankastræti er mjög mikiö úrval af hinum frábæru VIEWLUX sjónaukum. Hér er komin gjöf sem kemur sér vel aö eiga. Hægt er að velja um mismunandi geröir og kosta þeir 2.000—3.500 krónur. Sýningarvél með þráðfjarstýringu Slides-myndir (litskyggnur) eru alltaf skemmti- legar, sérstaklega þegar hægt er að sýna þær meö góöri sýningarvél. EnnaMat sýningarvélin, sem Hans Petersen í Bankastræti býöur upp á, er meö þráöf jarstýringu og kostar allt frá 5.100—9.000 kr. Stórgóð gjafahugmynd Þeir deyja ekki ráðalausir hjá Hans Petersen í Bankastræti og reyndar hinum búðunum líka í Glæsibæ og Austurveri. Þar er boöiö upp á stór- góöa gjafahugmynd: litstækkun meö 20% afslætti til jóla. Myndin, sem er 13X18 cm, kostar aöeins 56 krónur. Hans Petersen býður auðvitað einnig hin vinsælu jólakort meö bestu myndinni þinni. Þeir hjá Hans Petersen bjóöa mjög gott tilboðs- verð á skyndimyndavélum frá Kodak til áramóta. Hér kemur dæmi um verð: Kodamatic EK 160 580 kr., EK 160 EF 750 kr., EK 260 EF 950 kr., Koda- matic 950 1600 kr. og Kodamatic 970 L 2080 kr. Auk þess veita þeir 10% afslátt af filmunum í þessar vélar séu þær keyptar meö vélinni. Kodamatic- vélarnar nota nýju Trim print filmuna sem sameinar kosti skyndimynda og venjulegra mynda. Hálsmen með bænum Garöar Ólafsson, Lækj- artorgi, býður þessi fallegu silfurhálsmen handa sjómönnum. Á framhliðinni er mynd af bát og sjómannsbæn sem hljómar svo: Mitt skip er lítið en lögur er stór/ og leynir þúsundum skerja/ en granda skal hvorki sker né sjór/ því skipi er Jesú má verja. Men- iö kostar 550 krónur. Einnig er það til með öörum bænum, t.d. æöruleysisbæninni og Vertu guð faðir... Á bakhlið mensins má áletra nafn og fleira. ítalskir kvenskór í Rímu Reimaðir skór, jafnt háir sem lágir, hafa náð miklum vinsældum um allan heim. í Rímu, Austurstræti 6 og Laugavegi 89, er mikiö úrval af fallegum reimuðum ítölskum kvenskóm. Þessir á myndinni eru til í stærðum frá 3o—41 og kosta 1.652 krónur. Luxo á borðið og vegginn Ljós og orka, Suður- landsbraut 12, er með lausnina á jólagjöfinni. Luxo skrifborðslampi getur komið sér ákaf- lega vel og hann kostar aðeins 792 krónur. Lampinn fæst rauður, orange, blár, gylltur og brúnn. Þá er hægt að fá vegglampa í stíl á 710 kr. Vegglamparnir fást að sjálfsögðu í sömu litum. öryggi í bílnum Já, það yrði víst margur glaður að fá slíkar gjafir enda eru hér gjafir sem veita barninu öryggi í bílnum. Það er verslunin Barnabrek, Óðinsgötu 4, sem selur þessa gripi. Barnabílstóll kostar 1.485 kr., barnaöryggisbelti 990 kr. og sessa, sem hækkar barnið upp í aftursætinu, kostar 580 kr. Þar sem verslunin er fræg fyrir sínar notuðu vör- ur skal það upplýst að hún selur einnig nýjar vör- ur, svo sem þessar og ýmislegt fleira fyrir barnið. Vasaúr — Hálsúr Nú eru þau að koma aftur í tísku vasaúrin sem allir vildu eignast hér áður fyrr. Hjá Garöari Ólafssyni, Lækjartorgi, sími 10081, er mikið úrval af fallegum vasaúrum bæði með og án loks. Verðið er 4.880—8.700 kr. Þá eru til þar hálsúrin og hjúkrunarkonuúrin sem bæði eru með festi eöa nælu. Veröið er 1.795—3.390 krónur. Franskir fyrir herrana Þeir í Rímu gleyma ekki herrunum og bjóða jafnt tískuskó á þá eins og dömurnar. Þessir fallegu skór, sem eru fáanlegir svartir og gráir kosta aðeins 1.395 krónur. Þetta er ný tíska frá Frakk- landi og hafa skórnir náð miklum vinsældum. Ríma er bæði til húsa í Austurstræti 6 og að Laugavegi 89. Skipsklukkur og loftvogir Hjá Garðari Ólafssyni, Lækjartorgi, er mikið úr- val af skipsklukkum og loftvogum sem prýða heimilið. Hægt er að fá þær á viðarplatta og skjöld til áletrunar. Einnig fæst mikið úrval af stórum loftvogum f viðarumgjörðum, t.d. eik og hnotu. Verðið er allt frá 1.300—8.000 kr. Bæði er þetta selt ísettum og stakt. Fornir skartgripir Garðar Ólafsson úr- smiöur, Lækjartorgi, býður upp á afsteypur af fornum skartgripum af Þjóðminjasafninu, t.d. hálsmen, nælur og hringa úr gulli og silfri. Þetta fallega men, sem heitir Kinga Pendant, er frá 10. öld með dýrs- mynd f Jalangursstfl. Frummyndin úr gylltu bronsi fannst hjá GARÐAR Granagiljum í V- Skaftafellssýslu. Menið kostar 665 kr. úr silfri og 5.115 úrgulli. OLAFSSON ÚRSMIÐUR LÆKJARTORGI - REYKJAVÍK - SÍMI 10081

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.