Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 25
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Jólagjafahandbók
65
Gjöfin
fæstí
KOSTA BODA
Bankastræti 10
(á horni Jngóltsstrætis) — Simi ‘.13122
Boda Line kertalampar
í Boda Line línunni frá Kosta Boda eru ekki bara
falleg glös þvf olíulamparnir og kertastjakarnir
eru sérlega fallegir og skemmtilega hannaöir.
Boda Line hefur náð mjög miklum vinsældum
bæöi í heimalandi sínu og hér á íslandi. Verðið er
líka mjöggott.
Dúkar og borðskraut
Það er alltaf gott að fá góðan borðdúk í jólagjöf og
ekki sakar að hann sé fallegur og vandaður. í
Kosta Boda er mikið úrval af dúkum, servíettum,
handklæðum, pottaleppum og fjölbreytt úrval af
margs konar borðskrauti. Allt er þetta frá hinu
heimsfræga bandaríska fyrirtæki Vera sem þekkt
er fyrir góða vöru.
Boda Drua
Úrvalið af fallegri gjafavöru er hreint ótrúlegt í
Kosta Boda, Bankastræti 10. Það er sama hvað þú
hefur í hyggju að gefa, þú finnur það í Kosta Boda.
Boda Drua línan er ákaflega vinsæl enda falleg.
Þú getur fengið skálar og diska, ábætisskálar, vín-
glös, karöflur, salt- og piparstauka, ostabakka og
margt, margt fleira í Boda Drua.
Boda Galaxy
Þetta eru sannkölluð listaverk, Boda Galaxy, sem
sérfræöingurinn Bertil Vallien hefur hannað. Þeir
segja að í þessum fallegu hlutum fái sköpunar-
gleði meistarans útrás. Boda Galaxy er til f nokkr-
um gerðum hjá Kosta Boda og kostar frá 1.550
krónum.
Aðeins eitt af mörgum
Það er ekki ofsögum sagt af hinu geysilega úrvali
af fallegum matar- og kaffistellum frá Kosta
Boda. Það eru margar gerðir sem verslunin selur
þessa dagana. Ekki eru hnífapörin síðri enda eru
þau með þeim allra vinsælustu, jafnt hjá ungu fólki
sem því eldra.
Sveppalampar
Sveppalamparnir frá Kosta Boda hafa fyrir löngu
vakið á sér athygli fyrir sérkennilega hönnun.
Þeir eru til í sex gerðum, kosta 1.950—2.750 krónur
og eru sígild jólagjöf hvort sem er fyrir börn eða
fullorðna.
Fyrir heita rótti
Þessar fallegu skálar eru allar úr eldföstu gleri og
með korkmottu undir. Skálamar má því nota und-
ir hvers konar heita rétti eða salat eftir því sem
hentar best hverju sinni. Einnig fást kaffiglös
undir frskt kaffi f sömu útfærslu. Þau kosta 233
krónur og skeið 98 krónur.
Þetta er Birka
Ef þú vilt sérstakt, handmálaö, fallegt matar- og
kaffistell úr eldföstum steinleir þá velurðu auðvit-
að Birka frá Gustavsberg sem fæst hjá Kosta
Boda. Stellið er hvítt með örmjórri, blárri rönd,
fallegt og stílhreint. Matardiskur kostar 305 kr„
súpudiskur 312 kr„ bollapar 378 kr. og kökudiskur
276 kr. Hjá Kosta Boda getur þú valið um ótal
fylgihluti með öllum þeim fallegu stellum sem þar
eru á boðstólum.
Aðventubörn
Það er sama hvort þú
ert aö leita að gjöf eða
ætlar að skreyta
heimili þitt fyrir jólin,
þú getur alltaf fundið
eitthvað f Kosta Boda.
Aðventubörnin eru
alveg einstaklega
skemmtileg. Þau eru
unnin úr leir af Lisu
Larson sem er ein
vinsælasta keramik-
listakona Svíþjóðar.
Fallegu jólaenglarnir
Þeir eru alltaf jafnvinsælir, jólaenglarnir í Kosta
Boda. Þeir lýsa upp skammdegið og gera um-
hverfið jólalegt. Jólaenglarnir í Kosta Boda hafa
lýst upp mörg jólaborðin og skapað skemmtilegan
jólablæ. Þeir eru nú fáanlegir hjá Kosta Boda og
kosta frá 395 krónum.
Demanturinn
Það er ekki amalegt að eiga matar- og kaffistell
með þessu nafni. Demanturinn hefur vakið mikla
hrifningu enda glæsilegur á aö líta. Matardiskur
kostar 225 kr„ súpudiskur 225 kr„ súpuskál 225 kr„
bollapar 290 kr. og kökudiskur 174 kr. svo eitthvaö
sé nefnt. Demanturinn er glæsileg gjöf og alltaf
hægt að bæta inn í eftir þörfum. Það borgar sig að
skoða demantinn hjá Kosta Boda.