Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 27
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Jólagjafahandbók
67
Glæsileg dragt
Hér eru sannarlega komin jólafötin fyrir dömurn-
ar, dragt sem bæði er seld saman eða í sitt hverju
lagi í tískuversluninni London, Austurstræti 14.
Jakkinn kostar 1.280 krónur og pilsið 1.580 krónur,
skyrtan 1.035 krónur og beltið 415 krónur. Dragtin
fæst bæði úr tweedefni og svört einlit.
A A A
Köf lóttir jakkar
Nú vilja ungu stúlkurnar
ekkert nema köflótt, enda
eru köflótt efni nú hæst-
móðins. Þessi fallegi
jakki, sem fæst í London,
Austurstræti 14, er bæði til
rauöur/svartur og
hvftur/svartur og kostar
hann 1550 krónur. Bolur-
inn fæst rauður og svartur
og kostar 790 krónur.
Teborö og
aðventukrans
Þetta fallega teborö á
hjólum fæst í versluninni
Sumarhúsum, Háteigs-
vegi 20. Það er úr reyr og
sómir sér hvar sem er.
Slíkt borö kostar 4.017
krónur. I Sumarhúsum er
einnig boðiö upp á þessa
skemmtilegu aðventu-
kransa úr smíðajárni á 610
krónur. Þeir eru norskir
og getur hver sem er
skreytt þá að eigin smekk.
Peysur í úrvali
í tískuversluninni London, Austurstræti 14, er
gífurlegt úrval af fallegum peysum, munstruðum
eða einlitum. Peysan á myndinni er aðeins eitt
sýnishorniö. Hún er til svört, hvít og rauð og
kostar 1.190 krónur.
Náttföt
Þau eru alltaf skemmtileg
jólagjöf, falleg náttföt eða
náttkjóll. í tískuverslun-
inni London, Austurstræti
14, er mikið úrval af
fallegum náttfötum á
dömur, náttkjólum og
sloppum. Náttfötin á
myndínni kosta 860
krónur.
Er þetta f iskibolludós?
Já, allt er nú til. Nú getur þú fengið fallegan og
skemmtilegan lampa í fiskibolludós eða ávaxta-
dós ef þú vilt heldur nefna þetta því nafni. Slíkir
lampar eru mjög skemmtileg jólagjöf. Þeir eru til
í fimm mismunandi litum og kosta aðeins 460
krónur. Píramítalampinn á myndinni kostar 566
krónur og borölampinn til vinstri kostar 780
krónur. Þessir skemmtilegu lampar fást í Rafbúö-
inni, Auöbrekku 49, sími 42120.
Tæki sem gott er að eiga
í versluninni Litalandi, Lóuhólum 2—6, getur þú
fundið hina ótrúlegustu hluti til jólagjafa. Hitablás-
ari er t.d. alveg stórsnjöll gjöf en hann er notaður
við hin ýmsu verk, til dæmis til að leysa upp
gamla málningu eða til að brenna við. Hitablásar-
inn gefur 500 gráða hita og kostar 1.670 kr. Þá er
límbyssan alveg nauðsynleg en hún leysir öll lím-
vandamál heimilisins. Hún kostar aðeins 593 kr.
Hitaskeri getur einnig komið sér vel en hann
kostar 650 kr. og rafmagnssprauta kostar 3.746 kr.
Hinar vinsælu stretchbuxur
Nýjasta tíska eru köflóttar skyrtur og stretchbux-
ur. Tískuverslunin London býður upp á þennan
glæsilega fatnað. Skyrtan er til f fimm litum og
kostar 995 krónur, svartar og gráar buxur kosta
1.197 krónur og belti 415 krónur. Skyrturnar eru
bæði til stuttar og síðar og kosta síöar 1.294 krónur.
Náttkjóll
og sloppur
á ungu dömuna
Þær líkjast helst litlum
prinsessum, ungu
dömurnar sem klæðast
slíku fínirfi sem þessu.
Það væri nú aldeilis
gaman að geta spókað sig
í slíku dressi á jóla-
kvöldunum. Þetta sett,
sem er bæði selt saman
eöa sitt í hvoru lagi, fæst á
tveggja til tfu ára og er
bæði fáanlegt rautt og
blátt. Náttkjóllinn kostar
509—629 kr. og sloppurinn
1060—1321 kr. Herlegheitin
fást f versluninni Spóa
sem er í Kaupgaröi í
Kópavogi.
Á parketið
Nú er parket mikiö í tísku
og þá ekki sföur ullarmott-
ur og renningar. í verslun-
inni Litalandi, Hólagarði,
Lóuhólum 2—6, er mjög
mikið úrval af fallegum
belgfskum ullarteppum.
Hægt er að fá þessi stöku
teppi á 1.035—5.880 kr. og
litirnir eru margir og
munstrin. Á myndinni má
sjá hringlaga mottu sem
kostar 2.165 kr. og mottu
sem er 60X120 cm og
kostar 1.035 kr.
LITALAND I
LÓUHÓLAR 2-6, HÓLAGARÐI SÍMI 72100