Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Jólagjafahandbók
79
Góðar gjafir fyrir heimilið
Hér eru stórsniðugar gjafir frá Gunnari Ásgeirs
syni og allt frá þýska gæðafyrirtækinu SHG.
Brauðristin kostar 1.828 kr., sjálfvirk átta bolla
kaffikanna kostar frá 1.152 kr. og litla, nauðsyn-
lega bíla- og eldhúsryksugan, sem er með hleðslu-
tæki, kostar 1.262 krónur.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurtandsbraut 16 Simi 9135200
Aðventuljós af öllum gerðum
Sumir segja að mesta úrval landsins af aðventu-
Ijósum sé hjá Gunnari Ásgeirssyni, Suðurlands-
braut 16. Það er ekki fjarri lagi því úrvalið er
gífurlegt. Ljósin eru líka á mjög góðu verði eða frá
304—1.162 kr.
Sanyo samstæðan
Þessi glæsilega Sanyo samstæða, GXT-200, sem
fæst hjá Gunnari Ásgeirssyni, kostar aðeins 19.223
krónur miðað við staðgreiðslu. Þó hefur hún ótrú-
leg tóngæði. Plötuspilarinn er hálfsjálfvirkur með
moving magnet, pick up, demantsnál. Útvarpið er
með þremur bylgjum og segulbandið er með
dolby og metalstillingu. Allt þetta og glæsilegur
viðarskápur með reyklitu gleri er á þessu einstaka
verði.
í miklu
úrvali.
Úrval
smávöru
2ja sæta svefnsófar frá kr.
13.200.
2ja sæta sófi eins og á mynd,
kr. 17.600.
Ódýrar gjafavörur
Lundia hillur, kr. 6.100.
Biðjið um mynd og verðlista.
*
GRAFELDURHE
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2
REYKJAVÍK
Bosch borvélar
Ekkert heimili getur verið án þess að eiga borvél
og því er hún alveg kjörin jólagjöf. Minna settið á
myndinni nefnist Bosch SB 400 / og er 400 vatta
með höggi og stiglausum rofa og því fylgja borar,
vírbursti, tommustokkur og slípisett. Stærra settið
er CSB RLE, 650 w, hægri/vinstri snúningur, 2ja
gíra, með höggi og stiglausum rofa og því fylgja
tappar, borar, skrúfur, skrúfjárnsett og dýptar-
stopp. Minna settið kostar 2.400 kr. og það stærra
6.500 kr.
iy
KEVI skrifborösstólar,
barna kr. 2.400.
fyrir fullorðna kr. 2.700.
Fatastandur, kr. 996.
Ruslafata, kr. 550.
Sanyo f erðastereo
Það eru ekki bara skrykkdansararnir sem vilja
slíkt tæki frá Sanyo sem þetta ferðastereotæki.
Það er með fjórum útvarpsbylgjum og kostar
9.180 kr. stgr. Útvarpsvekjaraklukkan kostar 2.498
kr. og vasadiskó kostar 2.730 kr.
Saumavél nútímans
Vfst er það svo að húsmæðurnar myndarlegu
dreymir um slíka tölvustýrða saumavél sem
þessa frá Husqvarna. Hún er af gerðinni Prisma
960 og „hugsar" meira aö segja á íslensku. Veröið
er 19.767 krónur stgr. Saumavélar eru einnig til
hjá Gunnari Ásgeirssyni frá 10.285 kr. stgr.