Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Jólagjafahandbók
61
Þroskaleikföng
Þroskaleikföng fyrir yngstu börnin eru til í miklu
úrvali f Tómstundahúsinu, Laugavegi 164, hvort
sem leitað er að Educalex, frönsku smábarna-
leikföngunum, Fisher Price, nú eða Kiddikraft.
Alit er þetta til í Tómstundahúsinu og miklu meira
en það. Og þú ræður hvort þú vilt dýrt eða ódýrt.
Verðið er allt frá innan við hundrað krónur og upp
úr.
Torf æru(smá)tröllið
í Tómstundahúsinu, Laugavegi 164, er geipilegt
úrval af fjarstýrðum bílum á verði frá 2.600 kr.
Hægt er að fá sérlega spennandi torfærusmátröll
eins og þennan á myndinni sem kostar 3.950
krónur. Þetta eru ekki aðeins leikföng fyrir
strákana því pabbarnir, afarnir, mömmurnar og
ömmurnar hafa alveg jafngaman af þeim. Hér fá
þeir með bíladelluna eitthvað við sitt hæfi.
Plasfmódel
í Tómstundahúsinu er geysilega mikið úrval af
alls kyns plastmódelum. Þau eru til á allt frá 62
krónum og er vart hægt að hugsa sér ódýrari jóla-
gjöf sem þó gleður alla þá sem á annað borð hafa
gaman af þessari skemmtilegu tómstundaiðju.
Geimskutlan á myndinni kostar 827 krónur og
trukkarnir 716 og 770 krónur.
Fjarstýrðu súpertækin
Stelpurnar vilja dúkkuna sem talar eða gengur en
karlkynið er aftur á móti vitlaust f f jarstýrðu báta-
og bílamódelin sem Tómstundahúsið býður upp á.
Það er hreint ótrúlegt úrvalið af f jarstýrðu bátun-
um og bflunum og þegar saman er sett þá er þetta
engin smásmíði. Pabbarnir og afarnir hafa jafn-
gaman af þessari tækni og yngri strákarnir enda
er hér um meiriháttar leikföng að ræða. Bflarnir
kosta frá 1.140 kr., bátarnir frá 995 kr. og fjar-
stýringar frá 3.280 kr.
Dúkkan sem
talar og hlær
Þessi fallega dúkka á
myndinni getur bæði
gengið og hlegiö. Hún
er afburða myndarlegt
„bam". Og ekki er að
sjá á henni að hún borði
ekki mikið. Hún heitir
Mary og bíður eftir því
að eignast mömmu.
Mary getur beygt hnén
og göngulagið er því
eins og hjá barni sem
er aö taka fyrstu
skrefin. Hún kostar
1.876 kr. í Tómstunda-
húsinu er einnig hægt
að fá margar fleiri
gerðir af svipuðum
dúkkum sem kosta allt
frá 1.165 kr.
Fyrir dúkkurnar
í Tómstundahúsinu, Laugavegi 164, er mjög mik-
ið úrval af glæsilegum dúkkuvögnum og kerrum.
Engu er líkara en hér sé um barnavagna og kerr-
ur að ræða. Unga daman yrði himinsæl fengi hún
augum litið allt það úrval. Verðið er að sjálfsögðu
mismunandi. Vagninn á myndinni kostar 5.311
kr., stærri kerran 2.473 kr. og regnhlífarkerran
1.498 kr. Hægt er að fá kerrur á verði frá 546 kr. og
vagnafráca 3000krónum.
Raf knúnar bílabrautir
Þessi rafknúna rallbraut, sem fæst í Tómstunda-
húsinu, Laugavegi 164, er með þeim allra vinsæl-
ustu á markaðnum. Henni fylgja tveir bflar og
spennubreytir og kostar hún aðeins 1.695 krónur.
Alltaf er hægt að bæta við hana aukahlutum og
bflum. í Tómstundahúsinu eru einnig margar
fleiri gerðir alveg frá ca 1.300 krónum.
Jólagjöfin í ár
í Tómstundahúsinu, Laugavegi 164, er hægt að fá
hin vinsælu Star Wars leikföng. Hægt er að velja
um margvíslega hluti í þessum leikföngum og
kostar þetta tæki á myndinni, sem nefnist AT—
AT, 2.998 krónur. Karlarnir í Star Wars kosta 120
krónur í Tómstundahúsinu og margs konar auka-
tæki frá 215 krónum.
A * ^ Q
Trilly, sú er talar á íslensku
Nú eru þær farnar að tala og syngja á íslensku,
dúkkurnar. Sú sem hér um ræðir er Trilly, sem er
til í mörgum útfærslum: sú er talar eða sú sem
syngur eða sú sem gerir hvort tveggja. Svo má
ekki gleyma því að Trilly gengur líka. Trilly er
það sem koma skal. Hún kostar frá 810—1.532 kr.
Draumadúkkan
Dúkkuhöfuð, sem hægt er að greiða og mála, er
einstaklega spennandi gjöf fyrir allar stelpur.
Þetta dúkkuhöfuð er frá Sebino og fæst f
Tómstundahúsinu, Laugavegi 164. Dúkkuhöfðinu
fylgir allt sem með þarf, svo sem hárrúllur, augn-
hár, varalitur, andlitsfarði, háralitur og margt
fleira. Það er jafnvel hægt að stytta eða síkka
hárið. Draumadúkkuna er hægt að fá í mismun-
andi útgáfum á verði frá 372—1.276 kr.
rtmSTUnDAHÚSIÐ HF
Lougauegi T64-Reykiauil: »21901