Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 48
.161 i ii eru komin í Ko§ta Boda Aðventuskál úr kristal Hver húsmóðir ætti að gefa sjálfri sér þessa fallegu aðventuskál nú þegar aðventan hefst. Aöventuskálin er úr kristal frá Kosta Boda og henni fylgja leiðbeiningar um hvernig má skreyta hana. Hún er falleg á borði — minnir á jólin. Verðið er aðeins 695 krónur. (Kosta)(Boda) Kristalskubbar Þeir eru ekki bara svolítið sérstakir, þessir kerta- stjakar frá Kosta Boda, heldur einnig fallegir. Þeir kallast kristalskubbar og eru til í þremur stærðum frá 1.298 kr. Einnig fæst glæsilegur borð- kveikjari f stíl á 3.495 kr. Kubbarnir eru þungir og láta sannarlega taka eftir sér. Ostabakki með haldi Nú þegar ostaúrvalið er orðið svo mikið hér á landi er gaman að geta boðið gestum upp á osta á fallegum þar til gerðum bakka. Ef bakkinn er með haldi eins og þessi hérna þá er mun auðveld- ara að rétta t.d. ostapinnana til gestanna. Slíkur ostabakki kostar 1.240 kr., stálostaskeri kostar 759 kr., stálsalatsett kostar 1.155 kr. og gaffall, hnífur og skeiö kosta 326 krónur settið. Salatsett Nú þegar grænmeti er nær daglega á borðum hjá íslendingum er ekki annað hægt en eiga fallegt og vandað salatsett. Hjá Kosta Boda er hægt að velja um nokkrar gerðir af slíkum settum en kork- settið hefur verið eitt af þeim vinsælustu. Hver húsmóðir gæti líklega hugsað sér að eignast slíkt sett frá Kosta Boda. Handunnar skálar Hjá Kosta Boda færðu hinar glæsilegu Rainbow skáiar. Allar eru skálarnar handunnar og er hver þeirra númeruð og ber nafn hönnuðar. Rainbow skálarnar eru til í nokkrum stærðum og kosta 1.160—2.340 kr. Megum við kynna Kosta Polar? Enn bætist við nýtt frá Kosta Boda. Nú er það Kosta Polar, þessir drungalegu, köldu en samt svo virðulegu og heitu kertastjakar. Þeir eru allt öðruvísi en kosta þó aðeins 375 krónur. Ekta kristalsrós Kristalsrósin frá Kosta Boda er kertastjaki sem hannaður er af hinum virta hönnuði Rolf Sinne- mark. Kristalsrósin er vönduð gjöf á mjög hag- stæðu verði. Kristalsrósin eða jólarósin, eins og þeir hjá Kosta Boda í Svíþjóð hafa kallað þennan kjörgrip, er stofugripur sem vermir. Kornblómið Þetta fallega matar- og kaffistell frá Kosta Boda nefnist kornblómið. Hér er um úrvals postulfn að ræða og sérlega fallegt og athyglisvert útlit. Þetta er sannkallað sparistell frá Kosta Boda. Verð á matardiski er 315 kr. og á bollapari með kökudiski 451 kr. Logandi snjóbolti Hann er einmitt kallaður snjóboltinn, þessi kristalskertastjaki frá Kosta Boda sem er fáanleg- ur f þremur stærðum. Við höfum sagt að enginn fari í snjókast með slíkum gripum. Snjóboltinn er fallegur og sómir sér vel einn sér eða í hópi með fleiri snjóboltum. Snjóboltinn er falleg gjöf á skemmtilegu veröi. Handunnin kristalsglös Þau eru alveg einstaklega falleg, handunnu kristalsglösin f Boda Line frá Kosta Boda. Útlit þeirra er engu líkt og myndi sóma sér á fegurstu matborðum. 20 cl rauðvfnsglas kostar 636 kr., hvít- vfnsglas 605 kr., snafsglas 558 kr. og konfaksglas 658 kr. svo eitthvað sé nefnt. Bankastræti 10 (á horni Ingólfsstrætis) — Simi 13122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.