Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Jólagjafahandbók
75
Vinsælir ökklaskór
Þetta eru ítalskir kuldaskór, leöur- og skinn-
fóöraðir, sem fást hjá Skóverslun Þóröar Péturs-
sonar. Skórnir til hægri og í miöið fást bæði á
dömur og herra og kosta þeir 2.295 krónur.
Skórnir til vinstri eru hins vegar eingöngu á
dömur og kosta 1.985 kr. Þeir eru til svartir, beis
og gráir en hinir svartir, beis og grágrænir.
Hermannastígvélin
Þau eru nú aftur fáanleg hjá Skóverslun Þórðar
Péturssonar, hin vinsælu hermannastígvél sem
ungu herrarnir eru svo hrifnir af. Stígvélin fást í
stærðunum 39—46 og kosta 2.485 krónur. Þau eru
eingöngu fáanleg í svörtum lit. Stígvélin eru úr
vatnsvöröu leðri.
Dömukuldaskór
Hér eru ítölsk stígvél í tískulitunum (til vinstri)
sem fást hjá Skóverslun Þórðar Péturssonar og
kosta 2.870 kr. í miðið eru þýsk gæðastígvél frá
Jubo með gæruskinnsfóðri. Þau eru brún að lit og
kosta 3.695 kr. Þá er einnig þýskur leðurskór,
reimaður og með heitu fóðri, fáanlegur svartur,
grár og brúnn og kostar 2.495 krónur.
Barnaskór á stelpur og stráka
Hjá Skóverslun Þórðar Péturssonar er mikið úr-
val af vönduðum og góðum barnaskóm. Spænskir
skór, reimaðir og með frönskum rennilás, kosta
785 krónur, ítalskir, reimaðir 750 kr., stelpuspari-
skór 570 kr. og Ecco skór fyrir stráka og stelpur
896 kr. Flestir eru þessir skór fáanlegir í nokkrum
litum.
Þýskir kuldaskór
Þeir eru í mjög háum gæðaflokki, þýsku kulda-
skórnir frá Jubo. Há stígvél, með leðursóla, svört
og hvít, kosta 3.470 krónur, loðfóðruð stígvél (í
miðið), hvít kosta 3.560 kr. og loðfóðruð, hvít, svört
og grá á 3.360 krónur. Loðfóðruðu skórnir eru með
hrágúmmísólum.
SKOVERSLUIM ÞORDAR PÉTURSSONAR Laugavegi 95 Sími 13570.
ítalskir tískuskór
Þetta eru ítalskir tískuskór sem fást í Skóverslun
Þórðar Péturssonar og eru þeir mjög vinsælir hjá
ungu dömunum. Þeir eru eingöngu til svartir
nema skórinn til hægri sem er grár og svartur.
Verðið er 1.185 kr., 1.495 kr. og 1.185 krónur.
EYMUNDSSON
fylgist með timanum
Austurstræti 18
Fyrir spilaunnendur
Eymundsson hefur mikiö úrval af góðum spila-
kössum sem henta vel fyrir allan aldur. Hér eru
spilakassar meö allt upp í 80 spilamöguleika og aö
sjálfsögðu meö íslenskum leiðarvísi. Þær eru ekki
undir tuttugu, gerðirnar af spilakössunum sem
fást hjá Eymundsson, og verðið er allt frá 80—
1.330 kr.
Myndaalbúm
Hjá Eymundsson í Austurstræti er mikiö úrval af
myndaalbúmum fyrir jólamyndirnar eða til
gjafa, til dæmis þessi skemmtilegu þar sem þú
setur myndirnar niður í röð, bæði lítil og stór, sjálf-
límandi, til að setja í hom eða þar sem þú setur
myndina í vasa. Það eru langt yfir tuttugu gerðir
af myndaalbúmum hjá Eymundsson frá 110—648
kr. Og auðvitað færðu einnig möppur sem alltaf er
hægt að bæta blöðum í.
Time Manager möppur
Þær eru allsérstakar þessar möppur eöa veski
eða hvað við viljum kalla þetta frábæra sett sem
gert er fyrir hann eða hana sem hafa Time Mana-
ger námskeið. Hér er gjöf sem fjölskyldan getur
sameinast um að kaupa. í settinu er leðurtaska
með læsingu á 3.150 krónur, leðurmappa, sem
stinga á í veskið, og leðurveski sem einnig fer í
töskuna. Þá færðu hjá Eymundsson dagbók sem
passar í settiö ásamt öllu öðru sem tilheyrir Time
Manager námskeiðinu, jafnvel námsbækurnar.
Settu stressið í litla tösku — og takmarkinu er náð.
Nýjar töskur eru væntanlegar.
BÓKAVERZLUN
SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
Austurstræti 18 - Pósthólf 868 - 101 Reykjavík - ísland
Plaköt og myndir
íúrvali
Löngu er orðið landsfrægt úrvalið af plakötum og
myndum hjá Eymundsson. Þar getur þú fengið
plaköt, 30X40 frá 80 krónum og 50X 70 frá 130
krónum. Einnig fæst þar mikið úrval af lituðum
trérömmum, 30X40 myndum í ramma, á mjög
hagstæðu verði. Ódýrustu smellurammar í
bænum eru til dæmis tveir í pakka á aðeins 150
krónur.