Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Jólagjafahand bók 49 Handunnar íslenskar gjafavörur Þær eru skemmtilegar, íslensku gjafavörurnar í Rammagerðinni, Hafnarstræti, til dæmis hlutir eins og eru á myndinni en það er karöflusett á 1.225 kr. og olíuljós (kolur) á 198—298 kr. Ramma- gerðin sér um að senda gjöfina fyrir þig um allan heim og hún er að sjálfsögðu tryggð. Þarftu að senda til útlanda? Rammagerðin í Hafnarstræti býður upp á fjölbreytt úrval af skemmtilegum jóla- gjöfum, til dæmis mokkahúfur fyrir börn og fullorðna sem kosta 480—648 kr., mokka- skór í öllum stærðum á verði frá 340 kr. og lúff- ur frá 398—545 kr. Þá er það nýja mokkahúf- an eins og er á höfðinu á myndinni sem kostar 998 kr. Ullarvettlingar kosta frá 225 kr. og væröarvoðir frá 595— 1.060 kr. Rammagerðin sendir út um allan heim, pakkar inn og tryggir svo þú jjarft engar áhyggjur aö hafa. Nýjar frá Bing og Gröndahl Nú getur þú fengið dyggðirnar þrjár í postulíns- deildinni íRammagerðinni, Hafnarstræti. Þaðeru hvítar styttur sem nefnast Heyri ekki — sé ekki — tala ekki, góðar og fallegar jólagjafir. Styttan kostar 680 kr. Einnig er hinn vinsæli jólaplatti frá Bing og Gröndahl nú fáanlegur í Rammagerðinni á 790 kr. og hinn vinsæli mæöraplatti á 565 kr. Dragon 64 heimilistölvan Rafeindatæki til smíða Tískufötin frá Oilily Þess verður ekki langt að bíða að öll heimili verði komin með heimilistölvur. Dragon 64 er meira en bara leiktölva því hún er einnig viðskiptatölva. Hún kostar 7.100 krónur og fæst einnig í dýrari verðflokkum. Dragon er hægt að nota viö sjónvarpið heima í stofu og leikforrit í hana kosta frá 250 krónum og viðskiptaforrit frá 2.500 krónum. Dragon fæst í versluninni Sameind, Grettisgötu 46, sfmi 25833, Landsins mesta úrval af hönskum í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðustíg 7, er langmesta úrval landsins af leðurhönskum og þeir eru allir í sérstökum gjafaumbúðum. Hanskar eru alltaf hlý og góð gjöf og eru þeir til handa dömum og herrum. Hvort sem þú vilt fóðraða hanska úr kanínuskinni, lambsskinni eða einhverju öðru þá færöu þá örugglega í Tösku- og hanskabúðinni. Hanskarnir eru á verði frá 695— 1.000 kr. Það allra nýjasta Þessar fallegu leðurtöskur eru kallaðar kántrí- töskur. Þær eru sérstaklega ætlaðar ungu stúlkun- um, enda eru þetta einmitt töskur eins og þær vilja. Töskurnar eru í mörgum stærðum og út- færslan er á marga vegu. Þær eru skemmtileg gjöf handa stelpunum og gjöf sem þær eiga örugg- lega eftir að nota. Töskurnar kosta frá 1.100—1.400 kr. og fást í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðu- stíg 7. í versluninni Sameind, Grettisgötu 46, er hægt að finna snjallar gjafir handa þeim sem hafa gaman af því að dunda við samsetningar á tækjum. Lóð- bolti kostar 408 kr. og statíf fyrir hann 135 krónur. Þá er hægt að kaupa ýmsar kennslubækur um rafeindasmíðar og hjá Sameind færðu allt efni til smfðanna og öll verkfæri. Þú gætir t.d. búið til út- varp, skanner, smáleiktæki eða jafnvel tölvur. Þeir sýna þér þetta hjá Sameind. Það má sannarlega segja að börnin séu klædd samkvæmt nýjustu tísku í fötum frá hollenska fyrirtækinu Oilily. Fötin eru ekki bara í einstak- lega skemmtilegum litum heldur eru þau líka ööruvísi en önnur barnaföt. Það er verslunin Fiðrildið, Skólavörðustfg 8, sem selur þessi fallegu barnaföt. í Fiðrildinu er hægt að klæða barniö upp fyrir jólin því þar fást jólakjólar, kápur, buxur, skyrtur, skór og margt fleira. Skjalatöskur Herrar jafnt sem dömur nota skjalatösk- ur mjög mikið. í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðustfg 7, er óvanalega mikið úrval af glæsilegum skjala- töskum. Velja má um allt að þrjátíu tegundir og verðið er frá eitt þúsund krónum upp í f jögur þúsund. Samkvæmis- veski Það væri ekki amalegt að fá samkvæmisveski úr slönguskinni f jóla- gjöf. í Tösku- og hanskabúðinni, Skóla- vörðustfg 7, er gífur- lega mikiö úrval af fallegum samkvæmis- veskjum jafnt úr slönguskinni sem mjúku skinni. Töskurn- ar kosta frá 980 krón- um upp í 2.500 krónur. TÖSKU-OG HANZKABÚÐIN Skólavörðustíg 7 Sú nýja frá Brother Hún er fyrsta ritvél sinnar tegundar í heiminum. Hún kemst í venjulega skjalatösku því hún vegur aðeins tæp þrjú kíló. Og hún kostar aðeins 12.100 krónur. Þessi vél gerir Ifnurit og töflur, súlur og hringi. Hún hefur fjóra liti, þrjár leturstærðir og margt fleira sem kemur á óvart. Þó er hún svo létt og nett. Það er Borgarfell, Skólavörðustfg 23, sem býður þessa einstöku vél en þú verður að skoða hana til að sannfærast. Þetta skemmtilega snyrtitæki, sem bæði er til hand- og fótsnyrtingar, er af gerðinni Pediman og kostar 2.400 krónur. í því eru margvíslegir fylgi- hlutir. Þér líður mun betur eftir snyrtingu með Pediman. Snyrtitækið gengur fyrir rafmagni og það fæst í Borgarfelli, Skólavörðustíg 23.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.