Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 12
52 Jólagjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. - Einnar rósar vasar Hvaða pokar eru þetta? Jú, þetta eru pokapostulínshlutirnir sem fást í Marellu, Laugavegi 41. Pokavasar kosta 290—617 krónur, sparibaukar frá 305 krónum, öskubakkar kosta 254 krónur og einnig er hægt að fá mynda- ramma í stí) á 1.174 krónur og lampa í nokkrum stærðum. Þessir skemmtilegu flöskuvasar, sem ætlaðir eru fyrir eina rós, eru fáanlegir f fjórum stærðum og kosta frá aöeins 170 krónum. Einnig kosta vasar, sem eru eins og upprúllað blaö og f þremur stærðum, frá 340—454 kr. Það er Marella, Lauga- vegi 41, sem selur þessa fallegu postulínsvasa en þar er mikið úrval af hvítum, ódýrum postulfns- hlutum, svo sem sápuskálum og alls kyns borð- skrauti. Matarsett úr hvítu postulíni Þú getur fengið allt á matarborðið hjá Marellu, Laugavegi 41. Matardiskar kosta 190 kr., súpuskál 190 kr., glös 260 kr., hnífapör fyrir sex manns 1.470 og 2.645 kr., salatskálar 150 kr. og sósuskál 574 kr. Þetta er bara brot af öllu úrvalinu. Einnig á Mar- ella allt á kaffiborðið í stíl við matarsettið. Orgel Ef tónlistaráhugi er í fjölskyldunni er smáorgelið kjörin jólagjöf. Smáorgelin hafa ekki veriö lengi á markaönum en eru sífellt að verða vinsælli enda voru þau upphaf tölvutónlistarinnar. Smáorgelin frá Yamaha fást hjá Poul Bernburg, Rauðarár- stíg 16, sfmi 20111, og kosta frá 1.790 krónum. Yamaha trompet Þeir hjá Poul Bernburg, Rauðarárstfg 16, sfmi 20111, eiga ótrúlegt úrval af alls kyns blásturs- hljóðfærum til gjafa. Trompetinn kostar frá 10.800 krónum. Kíktu einnig á munnhörpurnar og fiðlurnar hjá Poul Bernburg, svo ekki sé minnst á stereogræjurnar. HLJÓÐFÆRAVERZLUN P0UL BERNBURG? Yamaha gítarar Gítar er góð gjöf. Poul Bernburg, Rauöarárstíg 16, sími 20111, hefur frábært úrval af hinum viður- kenndu og eftirsóttu Yamaha gfturum. Gítararnir kosta frá 4.080 krónum. Leikspil Handa mömmu og ömmu Þaö er alltaf svo gaman aö spila á jólunum. Spil af hinum ýmsu geröum eru líka ódýr jólagjöf. Þeir hjá Frfmerkjamiðstöðinni, Skólavörðustíg 21a, s. 21170, benda til dæmis á tölvuspil sem þeir eiga og kosta frá 425 kr., Yatzy, sem kostar frá 50 kr„ fót- boltaspil frá 395 kr„ Matador á 255 kr. og Back- gammon frá 275 kr. auk fjölda annarra skemmti- legra spila, bæði þessara gömlu góðu og svo nýrra spila með fslenskum leiðarvísum. Fyrir bridgeunnendur í Frfmerkjamiðstöðinni, Skólavörðustíg 21a, færðu sannarlega fínar jólagjafir handa bridge- spilurum. Mjög vandað og gott spilaborö kostar 2.150 krónur og þá má benda á Autobridge, Tops, bridgebakka, sagnabox og fjölda tegunda af spilum frá 40 krónum. Allt fyrir f rímerkjasaf nara Þú þarft ekki að vera í vandræöum með safnar- ana. í Frímerkjamiöstööinni getur þú valið um al- búm frá 500 kr„ innstungubækur frá 100 kr„ tengur frá 60 kr„ stækkunargler frá 175 kr. og allt annað sem safnarinn þarf á að halda. Þeir verða örugglega ánægðir með slíkar gjafir, frfmerkja- safnararnir. Spil—Spil—Spil Einu sinni þóttu spil vera góð jólagjöf. Spilin eru góð jólagjöf enn í dag og það má vel gefa spilakassann einan sér eða lauma honum með einhverju öðru. Hjá Frfmerkjamiðstöðinni, Skólavörðustfg 21a, er hægt að fá fornmanna- spilin á 180 kr„ Muggs- spilin á 160 kr„ spil fyrir sjóndapra á 70 kr. og Kem á 1.435 krónur. Auk þess eru þar margar aörar gerðir á allt frá40krónum. Hvað er sniðugra handa hinum myndarlegu hús- mæðrum en skemmtileg handavinna? í Hann- yrðabúðinni, Strandgötu 11 Hafnarfirði, er slíkt óskapa úrval af fallegri handavinnu að engin leið er að telja þaö allt upp, bæði fyrir útsaum, föndur, prjóna eða hvaö sem það allt heitir. Enda segja þær hjá Hannyrðabúöinni að búðin sé stútfull af vörum. Það er hverju orði sannara og því má bæta við að það eru glæsilegar vörur. Ef þú ert í miklum vandræöum með gjöfina þá hefur hárgreiðslustofan Lokkur, Strandgötu 1 Hafnarfirði, lausnina. Þú gefur gjafakort frá Lokki upp á eina eða fleiri klippingar. Sniðug gjöf sem vissulega getur komið sér vel fyrir viðkom- andi milli jóla og nýárs. Lokkur býður auk þess fjölbreytt úrval af ilmvötnum til gjafa eða snyrti- vörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.